BREYTA

Evrópa án kjarnavopna

europeforpeace Undanfarið hafa borast fréttir af uppsetningu gagnflaugakerfis í Evrópu á vegum Bandaríkjanna. Þetta eru reyndar ekki nýjar fréttir, alllangt er síðan farið var að segja frá þessu hér á Friðarvefnum. Fyrirhugaðar eru gagneldflaugastöðvar í Póllandi og Tékklandi. Breska þingið ákvað nýlega að endurnýja Trident-eldflaugar sínar sem er ætlað að bera kjarnorkusprengjur. Enn eru Bandaríkjamenn með kjarnorkuvopn í ýmsum Evrópulöndum sem ekki eru skilgreind sem kjarnorkuveldi. NATO áskilur sér enn rétt til að beita kjarnavopnum. NATO hefur þanist út austurs á undanförnum árum og auk þess hafið ýmiskonar starfsemi utan Evrópu. Bandaríkjamenn hafa fengið hernaðaraðstöðu eða komið sér upp herstöðvum í löndum Austur-Evrópu og allt inn í Mið-Asíu. Rússar telja sér ógnað. Talað er um nýtt kalt stríð. Fjölmargir hafa orðið til að andæfa þessari þróun og m.a. var haldin alþjóðleg ráðstefna í Prag fyrir tæpum mánuði. Herferðin: Evrópa án kjarnavopna Nýlega var ýtt úr vör herferðinni Evrópa án kjarnavopna. Frumkvæði að þessari herferð hefur Húmanistahreyfingin í Evrópu. Ætlunin er að upplýsa og virkja almenning um þetta mikilvæga mál og fá svör þingmanna um afstöðu þeirra. Í yfirlýsingu í tenglsum við herferðina segir: „Við krefjumst þess að Evrópa taki afgerandi afstöðu með friði og mannlegri tilveru án ofbeldis. Við krefjumst eftirfarandi óafturkræfra aðgerða:
  • Evrópa án kjarnavopna: Fyrstu skrefin í alþjóðlegri kjarnorkuafvopnun, undir eftirliti Sameinuðu Þjóðanna, verði að fara fram á: Að Bandaríkin dragi til baka og eyði kjarnavopnabúnaði sem er í herstöðvum þeirra og NATO í Evrópu. Að Frakkar og Bretar eyði kjarnavopnabúrum sínum.
  • Lýst verði yfir ólögmæti kjarnavopna í samræmi við dómsorð Alþjóðadómstólsins frá 1996.
  • Ógilt verði hvers konar samkomulag um að koma á fót eða stækka herstöðvar erlendra ríkja á landssvæði Evrópu.
  • Evrópuríki afturkalli allan herafla sinn frá hersetnum landssvæðum.
  • Unnið verði að lausn deilumála með skoðanaskiptum og eftir diplómatískum leiðum.
Á götum stórborganna, í hverfunum, í smáborgum og þorpum Evrópu er eitthvað nýtt að verða til, - mjúk en voldug hljómhviða sem fer um eins og hvirfilbylur og býður öllu óréttlæti, fantaskap og ofbeldi byrginn. Vinir um alla Evrópu, við skulum skapa Evrópu friðarins með styrk þess sem ekki beitir ofbeldi.“ Yfirlýsingin í heild Nánari upplýsingar á vefsíðunni www.europeforpeace.eu

Færslur

SHA_forsida_top

Miðausturlönd - eyðilegging samkvæmt áætlun

Miðausturlönd - eyðilegging samkvæmt áætlun

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á stríðsrekstrinum í Miðausturlöndum. …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður, föstudagskvöld

Októbermálsverður, föstudagskvöld

Föstudagskvöldið 31. október n.k. verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Gestakokkur kvöldsins er friðardúfan, Mosfellingurinn og spurningakeppnisforkólfurinn …

SHA_forsida_top

Ameríka hér og þar

Ameríka hér og þar

Fimmtudagskvöldið 23. október munu MFÍK og SHA standa sameiginlega fyrir fundi í Friðarhúsi. Sólveig Anna …

SHA_forsida_top

Hervædd viðbrögð við ebólu

Hervædd viðbrögð við ebólu

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að um þessar mundir geysar versti ebólufaraldur sögunnar …

SHA_forsida_top

Dirty Wars á mánudagskvöld

Dirty Wars á mánudagskvöld

Heimildarmyndin Dirty Wars hefur vakið verðskuldaða athygli, en í henni er athyglinni beint að stríðsrekstri …

SHA_forsida_top

Haustmálsverður friðarsinnans, 26. sept.

Haustmálsverður friðarsinnans, 26. sept.

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustmisseris verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, föstudagskvöldið 26. september. Jón Bjarni, Gísli …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna fjárlagafrumvarps

Ályktun vegna fjárlagafrumvarps

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2015. Sem fyrr er ætlunin …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir

Eftirfarandi grein Gylfa Páls Hersis birtist fyrst í Fréttablaðinu fimmtudaginn 11. september, eftir að hafa …

SHA_forsida_top

Liðsafnaður í ranga átt – á ný.

Liðsafnaður í ranga átt – á ný.

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa sögulegu samantekt á málefnum Úkraínu. …

SHA_forsida_top

Skiltasmiðja á menningarnótt

Skiltasmiðja á menningarnótt

Samtök hernaðarandstæðinga láta til sín taka á menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst og bjóða upp á …

SHA_forsida_top

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Róttæki sumarháskólinn hefur rækilega fest sig í sessi. Nokkur undanfarin ár hefur hann staðið fyrir …

SHA_forsida_top

Tortíming farþegaþotu: hryðjuverk undir fölsku flaggi og stríðsundirbúningur

Tortíming farþegaþotu: hryðjuverk undir fölsku flaggi og stríðsundirbúningur

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum meðfylgjandi grein til birtingar: Michael Bociurkiw var annar af …

SHA_forsida_top

Myndin af Anders Fogh

Myndin af Anders Fogh

Birgitta Bergþóru- Jónsdóttir þingmaður Pírata vakti í dag athygli á sérkennilegri mynd af Anders Fogh …

SHA_forsida_top

Ræða við Minjasafnstjörnina á Akureyri

Ræða við Minjasafnstjörnina á Akureyri

Ragnheiður Skúladóttir leikstjóri flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri þann 6. ágúst sl. Kæra samferðafólk …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu

Ávarp á kertafleytingu

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur flutti meðfylgjandi ávarp á kertafleytingunni á Tjörninni þann 6. ágúst. Þegar …