BREYTA

Evrópa án kjarnavopna

europeforpeace Undanfarið hafa borast fréttir af uppsetningu gagnflaugakerfis í Evrópu á vegum Bandaríkjanna. Þetta eru reyndar ekki nýjar fréttir, alllangt er síðan farið var að segja frá þessu hér á Friðarvefnum. Fyrirhugaðar eru gagneldflaugastöðvar í Póllandi og Tékklandi. Breska þingið ákvað nýlega að endurnýja Trident-eldflaugar sínar sem er ætlað að bera kjarnorkusprengjur. Enn eru Bandaríkjamenn með kjarnorkuvopn í ýmsum Evrópulöndum sem ekki eru skilgreind sem kjarnorkuveldi. NATO áskilur sér enn rétt til að beita kjarnavopnum. NATO hefur þanist út austurs á undanförnum árum og auk þess hafið ýmiskonar starfsemi utan Evrópu. Bandaríkjamenn hafa fengið hernaðaraðstöðu eða komið sér upp herstöðvum í löndum Austur-Evrópu og allt inn í Mið-Asíu. Rússar telja sér ógnað. Talað er um nýtt kalt stríð. Fjölmargir hafa orðið til að andæfa þessari þróun og m.a. var haldin alþjóðleg ráðstefna í Prag fyrir tæpum mánuði. Herferðin: Evrópa án kjarnavopna Nýlega var ýtt úr vör herferðinni Evrópa án kjarnavopna. Frumkvæði að þessari herferð hefur Húmanistahreyfingin í Evrópu. Ætlunin er að upplýsa og virkja almenning um þetta mikilvæga mál og fá svör þingmanna um afstöðu þeirra. Í yfirlýsingu í tenglsum við herferðina segir: „Við krefjumst þess að Evrópa taki afgerandi afstöðu með friði og mannlegri tilveru án ofbeldis. Við krefjumst eftirfarandi óafturkræfra aðgerða:
  • Evrópa án kjarnavopna: Fyrstu skrefin í alþjóðlegri kjarnorkuafvopnun, undir eftirliti Sameinuðu Þjóðanna, verði að fara fram á: Að Bandaríkin dragi til baka og eyði kjarnavopnabúnaði sem er í herstöðvum þeirra og NATO í Evrópu. Að Frakkar og Bretar eyði kjarnavopnabúrum sínum.
  • Lýst verði yfir ólögmæti kjarnavopna í samræmi við dómsorð Alþjóðadómstólsins frá 1996.
  • Ógilt verði hvers konar samkomulag um að koma á fót eða stækka herstöðvar erlendra ríkja á landssvæði Evrópu.
  • Evrópuríki afturkalli allan herafla sinn frá hersetnum landssvæðum.
  • Unnið verði að lausn deilumála með skoðanaskiptum og eftir diplómatískum leiðum.
Á götum stórborganna, í hverfunum, í smáborgum og þorpum Evrópu er eitthvað nýtt að verða til, - mjúk en voldug hljómhviða sem fer um eins og hvirfilbylur og býður öllu óréttlæti, fantaskap og ofbeldi byrginn. Vinir um alla Evrópu, við skulum skapa Evrópu friðarins með styrk þess sem ekki beitir ofbeldi.“ Yfirlýsingin í heild Nánari upplýsingar á vefsíðunni www.europeforpeace.eu

Færslur

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Kertafleyting á Tjörninni í Reykjavík og á Akureyri miðvikudagskvöldið 6.ágúst 2014. Frá árinu 1985 hafa …

SHA_forsida_top

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Ástandið í heimsmálunum sumarið 2014 er sérlega viðsjárvert og hefur ekki verið ófriðvænlegra í langan …

SHA_forsida_top

Jafn réttur til að drepa?

Jafn réttur til að drepa?

Auður Lilja Erlingsdóttir á sæti í miðnefnd SHA. Greinin birtist áður á vefritinu Knúz. …

SHA_forsida_top

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Söngvaskáldið og aðgerðasinninn Hörður Torfason er hernaðarandstæðingum að góðu kunnur. Hann brást við nýlegu ákalli …

SHA_forsida_top

Mótmælum drápunum á Gaza!

Mótmælum drápunum á Gaza!

Félagið Ísland-Palestína efnir til mótmælafundar á Lækjartorgi mánudaginn 14. júlí kl. 17. Þar gefst almenningi …

SHA_forsida_top

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, mun í kvöld fimmtudagskvöldið 10. júlí hafa umsjón …

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn uppi á ný

Friðarvefurinn uppi á ný

Eins og dyggir lesendur Friðarvefsins hafa vafalítið tekið eftir, hefur verið mikið ólag á vefnum …

SHA_forsida_top

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Landsfundur SHA lýsir furðu á …

SHA_forsida_top

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar með yfirskriftinni „Friðarborgin Reykjavík? - Hver er afstaða framboðanna …

SHA_forsida_top

Fáfróðir vilja stríð

Fáfróðir vilja stríð

Í gegnum tíðina hafa íslenskir friðarsinnar lengi haldið því fram að einhver besta leiðin til …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2014

1. maí kaffi SHA 2014

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi er kokkur aprílmánaðar í málsverðinum föstudagskvöldið 25. apríl. Matseðillinn er ekki af …

SHA_forsida_top

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Hinn 11. apríl sendum við bréfið hér að neðan til ritstjórnar Knuz.is og báðum um …

SHA_forsida_top

Ályktun um NATÓ

Ályktun um NATÓ

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Áætlað er að á þessu …

SHA_forsida_top

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum þessa grein til birtingar. Nú er hafið efnahagslegt …