BREYTA

Evrópska samfélagsþingið – European Social Forum – í Aþenu 4.-7. maí

ESF 2006 Það eru víst flestir Íslendingar með það á hreinu hvað gerist í Aþenu 20. maí nk. En færri vita að hálfum mánuði fyrr, 4. til 7. maí, stendur líka mikið til í Aþenu. Þá verður fjórða Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum - ESF) haldið þar. Síðast var þingið haldið í Lundúnum haustið 2004 og voru þá skráðir þátttakendur um 20 þúsund. Fyrsta evrópska þingið var í Flórens haustið 2002 og lauk því með gífurlega fjölmennri göngu gegn nýfrjálshyggjunni og hinni kapítalísku hnattvæðingu en einkum þó fyrirætlunum Bandaríkjanna um innrás í Írak, en talið er að um ein milljón manns hafi tekið þátt í þessari göngu, sem varð upphafið að hinum miklu mótmælaaðgerðum veturinn 2002-2003. Íslendingar hafa lítið gert af því að sækja þessi þing. Þó fóru nokkrir til Lundúna í fyrra og í síðustu viku, 16. febrúar, komu þau Halla Gunnarsdóttir, Alistair Ingi Grétarsson og Viðar Þorsteinsson í Friðarhúsið og sögðu frá ferðum sínum á Alþjóðlegu samfélagsþingin (World Social Forum) í Malí og Venesúela í janúar sl., en Halla hefur líka skrifað fróðlegar greinar í Morgunblaðið um ferð þeirra Alistairs til Malí. Um Evrópska samfélagsþingið í Flórens 2002 má lesa í grein Páls H. Hannessonar BSRB á lýðræðisvettvangi Evrópu og um þingið í Lundúnum haustið 2004 skrifaði Einar Ólafsson: Við viljum öðruvísi veröld: 20 þúsund manns á þriðja Evrópska sósíalfórum í Lundúnum. Upplýsingar um fyrirhugað þing í Aþenu má finna á vefsíðu ESF og sérstökum vef sem hefur verið settur upp í tilefni af þinginu.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 12. september 2020 áréttar nauðsyn þess að varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 12. september

Landsfundur SHA 12. september

Að öllu jöfnu hefði landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verið haldinn í marsmánuði en vegna heimsfaraldurs varð …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 2020

Kertafleyting 2020

Í dag, 6. ágúst, eru 75 ár liðin frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Allt …

SHA_forsida_top

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

75 ár eru um þessar mundir frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgirnar …

SHA_forsida_top

Her­væðing lög­reglunnar

Her­væðing lög­reglunnar

Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir …

SHA_forsida_top

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt leynd af ýmsum skjölum sem varpa ljósi á Kalda stríðið. Þar …

SHA_forsida_top

Maímálsverður

Maímálsverður

Eftir nokkurt hlé hefjast fjáröflunarmálsverðir SHA í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 á nýjan leik. Fyllsta öryggis …

SHA_forsida_top

English

English

  Campaign Against Militarism Icelanders have opposed military activities and NATO since …

SHA_forsida_top

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Staða mála í Miðausturlöndum í skugga Covid. Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar um spennu- og …

SHA_forsida_top

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Á miðvikudaginn sendi Trump Bandaríkjaforseti herafla til Karabíska hafsins í framhaldi af ákæru á …

SHA_forsida_top

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Um árabil hafa lögreglumenn villt á sér heimildir sem aðgerðasinnar og njósnað um baráttusamtök í …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundaði í gær. Í ljósi yfirstandandi faraldurs var ákveðið að fjáröflunarmálsverður Friðarhúss …

SHA_forsida_top

Höfnum stríði við Íran

Höfnum stríði við Íran

Laugardagurinn 25. janúar var helgaður alþjóðlegum mótmælum gegn stríði við Íran. Spennuna á milli …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Bræðurnir Friðrik Atlason og Gísli Hrafn Atlason sjá um janúarmálsverð friðarhúss. Í boði verður kjúklingagúmmelaði …

SHA_forsida_top

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Kæru friðarsinnar, Friður og lýðræði eru í mínum huga nánar systur og verða ekki …