BREYTA

Evrópska samfélagsþingið – European Social Forum – í Aþenu 4.-7. maí

ESF 2006 Það eru víst flestir Íslendingar með það á hreinu hvað gerist í Aþenu 20. maí nk. En færri vita að hálfum mánuði fyrr, 4. til 7. maí, stendur líka mikið til í Aþenu. Þá verður fjórða Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum - ESF) haldið þar. Síðast var þingið haldið í Lundúnum haustið 2004 og voru þá skráðir þátttakendur um 20 þúsund. Fyrsta evrópska þingið var í Flórens haustið 2002 og lauk því með gífurlega fjölmennri göngu gegn nýfrjálshyggjunni og hinni kapítalísku hnattvæðingu en einkum þó fyrirætlunum Bandaríkjanna um innrás í Írak, en talið er að um ein milljón manns hafi tekið þátt í þessari göngu, sem varð upphafið að hinum miklu mótmælaaðgerðum veturinn 2002-2003. Íslendingar hafa lítið gert af því að sækja þessi þing. Þó fóru nokkrir til Lundúna í fyrra og í síðustu viku, 16. febrúar, komu þau Halla Gunnarsdóttir, Alistair Ingi Grétarsson og Viðar Þorsteinsson í Friðarhúsið og sögðu frá ferðum sínum á Alþjóðlegu samfélagsþingin (World Social Forum) í Malí og Venesúela í janúar sl., en Halla hefur líka skrifað fróðlegar greinar í Morgunblaðið um ferð þeirra Alistairs til Malí. Um Evrópska samfélagsþingið í Flórens 2002 má lesa í grein Páls H. Hannessonar BSRB á lýðræðisvettvangi Evrópu og um þingið í Lundúnum haustið 2004 skrifaði Einar Ólafsson: Við viljum öðruvísi veröld: 20 þúsund manns á þriðja Evrópska sósíalfórum í Lundúnum. Upplýsingar um fyrirhugað þing í Aþenu má finna á vefsíðu ESF og sérstökum vef sem hefur verið settur upp í tilefni af þinginu.

Færslur

SHA_forsida_top

1949 - Austurvöllur - 2019

1949 - Austurvöllur - 2019

Sjötíu ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið í skjóli …

SHA_forsida_top

Ályktun um Gólanhæðir

Ályktun um Gólanhæðir

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga 2019 fordæmir þau áform Bandaríkjastjórnar að viðurkenna innlimun Gólanhæða í Ísrael. Allt …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður SHA í friðarhúsi verður föstudagskvöldið 29. mars. Mikið stendur til enda daginn eftir 70 …

SHA_forsida_top

Góður gestur á landsfundi SHA

Góður gestur á landsfundi SHA

Dr. Edward Horgan er gestur landsfundar SHA á laugardag. Hann er lykilmaður í PANA, írsku …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Laugardaginn 23. mars verður landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn í Friðarhúsi og hefst kl. 11. Á …

SHA_forsida_top

Hvatningarbréf til þingmanna

Hvatningarbréf til þingmanna

Kæri þingmaður Til hamingju með það verkefni sem þér hefur verið falið að sitja á …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúar er stuttur mánuður og málsverðurinn lendir að þessu sinni á föstudagkvöldinu 22. feb. Kokkarnir …

SHA_forsida_top

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins umræðufundar um Venesúela þriðjudagskvöldið 19. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga varar eindregið við öllum áformum hernaðaríhlutun í Venesúela og fordæmir ákvörðun ríkja …

SHA_forsida_top

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir einhliða uppsögn Bandaríkjastjórnar á INF-samkomulaginu um takmörkun kjarnorkuvopna sem hefur stuðlað …

SHA_forsida_top

Miðnefnd

Miðnefnd

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Loksins, eftir alltof langa bið, er Friðarvefur Samtaka hernaðarandstæðinga kominn í loftið á ný. Síðan …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA 2018-19

Miðnefnd SHA 2018-19

Á landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga þann 26. mars síðastliðinn var ný miðnefnd kjörin, líkt og lög …

SHA_forsida_top

Hvalamorðingjar háloftanna?

Hvalamorðingjar háloftanna?

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum þeim sem fylgdust með fréttum að …

SHA_forsida_top

Fréttayfirlit

Fréttayfirlit