BREYTA

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Samkvæmt fjárlögum 2009 er gert ráð fyrir að tæplega einn og hálfur milljarður fari í kostnað við Varnarmálastofnun, nánar tiltekið 1409,4 milljónir króna. Frumvarp til varnarmálalaga, sem fól í sér að Varnarmálastofnun yrði komið á fót, var lagt fram á Alþingi 15. janúar 2008 og samþykkt 29. apríl. Liðurinn „Varnarmálastofnun“ var því ekki í fjárlögum 2008, en þegar frumvarpið var lagt fram var gert ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs vegna reksturs Varnarmálastofnunar yrðu 1.356 milljónir króna á árinu 2008. Í athugasemdum við fjárlagafrumvarpið 2009 er þessi tala 1.356,1 milljónir króna og skiptist í tvo liði, „varnarmál“ og „Ratsjárstofnun“. Útgjöld til Varnarmálastofnunar hækka því milli ára um 53,3 milljónir eða 3,9%. Í frumvarpinu er þetta reyndar sagt vera 58,5 milljóna króna lækkun að raungildi frá gildandi fjárlögum þegar frá eru taldar launa- og verðlagshækkanir til næsta árs. Í þessum tölum er ekki talið framlag Íslands til NATO. Undir liðnum „alþjóðastofnanir“ er Atlanthafsbandalagið með 70,8 milljónir króna en var á árinu 2008 65,2 milljónir króna. Hækkunin nemur 5,6 milljónum króna eða 8,9% Enn er ótalinn kostnaður vegna fastanefndar Íslands hjá NATO, en hann er samkvæmt frumvarpinu 123,9 milljónir króna en var á árinu 2008 94 milljónir. Hækkunin er 29,9 milljónir eða 31,8%. Útgjöld ársins 2008 urðu reyndar talsvert meiri því að í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007 var gert ráð fyrir 832 milljónum sem bættust við þau útgjöld sem fjárlagafrumvarpið 2008 gerði ráð fyrir. Þetta voru útgjöld vegna heræfinga, öryggissvæðisins við Keflavíkurflugvöll, loftflutninga fyrir NATO, ársþings þingmannanefndar NATO og aukakostnaðar vegna Ratsjárstofnunar. Ef við tökum saman tölurnar úr fjárlögunum fyrir 2008 og 2009 lítur dæmið svona út: Fjárlög 2009: • Varnarmálastofnun: 1.409,4 milljónir króna • NATO: 70,8 milljónir króna • Fastanefnd Íslands hjá NATO: 123,9 milljónir króna • Samtals: 1604,1 milljónir króna Fjárlög 2008: • Varnarmálastofnun: 1.356,1 milljónir króna • NATO: 65,2 milljónir króna • Fastanefnd Íslands hjá NATO: 94 milljónir króna • Samtals: 1515,3 milljónir króna Hækkun milli ára: 88,8 milljónir króna eða 5,9% Aðild Íslands að NATO er algerlega gagnslaus og auðvitað verri en það því að NATO er beinlínis skaðlegt. Framlögin til NATO og fastanefndarinnar, samtals 194,7 milljónir króna, mætti því spara algerlega. Starfsemi Varnarmálstofnunar snýst að verulegu leyti um verkefni Íslands vegna aðildarinnar að NATO, en útgjöld vegna Ratsjárstofnunar eru einnig innan ramma hennar. Það er spurning að hve miklu leyti starfsemi Ratsjárstofnunar er nauðsynleg, en eitthvað mætti þó trúlega draga úr útgjöldum vegna hennar ef þessi tenging við hernaðarlega starfsemi yrði rofin. Útgjöld vegna Ratsjárstofnunar samkvæmt fjárlögum 2008 voru 822,3 milljónir króna en í frumvarpinu fyrir 2009 kemur engin sundurliðun fram. Ef við reiknum með svipuðum útgjöldum 2009, þá er annar kostnaður við Varnarmálstofnun 587,1 milljónir króna, sem er þarflaus. Samtals mætti því allavega spara að minnsta kosti 781,8 milljónir króna og sennilega miklu meira. Fjárlagafrumvarp 2009, 1. umræða. Sundurliðun Fjárlagafrumvarp 2009. Seinni hluti: Lagagreinar og athugasemdir Fjárlagafrumvarp 2008, 1. umræða. Sundurliðun Fjárlög 2009 á vef Alþingis - ferill málsins, skjöl ug umræður Vefur Varnarmálastofnunar: verkefni - eó

Færslur

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA verður haldinn sunnudaginn 2. desember nk. í Friðarhúsi. Skipuð hefur verið uppstillingarnefnd sem …

SHA_forsida_top

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Eftirfarandi er ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga og áskorun til utanríkisráðherra Íslands: Í rúm ellefu …

SHA_forsida_top

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Langt er um liðið frá því að Samtök hernaðarandstæðinga urðu við ákalli erlendra friðarhreyfinga og …

SHA_forsida_top

Carl Sagan

Carl Sagan

SHA_forsida_top

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

eftir Þórarin Hjartarson Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla Voðaleg slagsíða er í fréttaflutningi íslenskra …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. október. Gestakokkur verður að þessu sinni hagfræðingurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Um liðna helgi drápu sveitir NATO þrjú börn í loftárás í Helmand-héraði í Afganistan. Dráp …

SHA_forsida_top

Friðarmerki á Klambratúni

Friðarmerki á Klambratúni

2. október er alþjóðlegur baráttudagur fyrir tilveru án obeldis. Að því tilefni hafa ýmis grasrótar- …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Hinir sívinsælu málsverðir Friðarhúss hefjast að nýju föstudaginn 28. september. Haustgrænmetið verður í fyrirrúmi á …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna þotudrauma

Ályktun vegna þotudrauma

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga vekur athygli á nýlegum fréttum af hollenska fyrirtækinu ECA Programs, sem virðast …

SHA_forsida_top

Merkiskona fellur frá

Merkiskona fellur frá

Systir Anne Montgomery, einhver kunnasta baráttukona bandarískrar friðarhreyfingar, lést á dögunum. Hún tók virkan þátt …

SHA_forsida_top

Heræfingar nyrðra

Heræfingar nyrðra

Upp á síðkastið hefur portúgölsk flugsveit verið við heræfingar hér á landi. Meðal annars hafa …

SHA_forsida_top

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Þórarinn Hjartarson flutti ræðu á kertafleytingu á Akureyri þann 9. ágúst sl. Á fimmta tug …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga við kertafleytingu á Tjörninni í Reykjavík 9.ágúst 2012. Kertafleyting friðarsinna á …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn ÁG/HS Hin árlega kertafleyting til minningar fórnarlamba kjarnorkusprengjanna í Hiroshima og Nagasaki …