BREYTA

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Samkvæmt fjárlögum 2009 er gert ráð fyrir að tæplega einn og hálfur milljarður fari í kostnað við Varnarmálastofnun, nánar tiltekið 1409,4 milljónir króna. Frumvarp til varnarmálalaga, sem fól í sér að Varnarmálastofnun yrði komið á fót, var lagt fram á Alþingi 15. janúar 2008 og samþykkt 29. apríl. Liðurinn „Varnarmálastofnun“ var því ekki í fjárlögum 2008, en þegar frumvarpið var lagt fram var gert ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs vegna reksturs Varnarmálastofnunar yrðu 1.356 milljónir króna á árinu 2008. Í athugasemdum við fjárlagafrumvarpið 2009 er þessi tala 1.356,1 milljónir króna og skiptist í tvo liði, „varnarmál“ og „Ratsjárstofnun“. Útgjöld til Varnarmálastofnunar hækka því milli ára um 53,3 milljónir eða 3,9%. Í frumvarpinu er þetta reyndar sagt vera 58,5 milljóna króna lækkun að raungildi frá gildandi fjárlögum þegar frá eru taldar launa- og verðlagshækkanir til næsta árs. Í þessum tölum er ekki talið framlag Íslands til NATO. Undir liðnum „alþjóðastofnanir“ er Atlanthafsbandalagið með 70,8 milljónir króna en var á árinu 2008 65,2 milljónir króna. Hækkunin nemur 5,6 milljónum króna eða 8,9% Enn er ótalinn kostnaður vegna fastanefndar Íslands hjá NATO, en hann er samkvæmt frumvarpinu 123,9 milljónir króna en var á árinu 2008 94 milljónir. Hækkunin er 29,9 milljónir eða 31,8%. Útgjöld ársins 2008 urðu reyndar talsvert meiri því að í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007 var gert ráð fyrir 832 milljónum sem bættust við þau útgjöld sem fjárlagafrumvarpið 2008 gerði ráð fyrir. Þetta voru útgjöld vegna heræfinga, öryggissvæðisins við Keflavíkurflugvöll, loftflutninga fyrir NATO, ársþings þingmannanefndar NATO og aukakostnaðar vegna Ratsjárstofnunar. Ef við tökum saman tölurnar úr fjárlögunum fyrir 2008 og 2009 lítur dæmið svona út: Fjárlög 2009: • Varnarmálastofnun: 1.409,4 milljónir króna • NATO: 70,8 milljónir króna • Fastanefnd Íslands hjá NATO: 123,9 milljónir króna • Samtals: 1604,1 milljónir króna Fjárlög 2008: • Varnarmálastofnun: 1.356,1 milljónir króna • NATO: 65,2 milljónir króna • Fastanefnd Íslands hjá NATO: 94 milljónir króna • Samtals: 1515,3 milljónir króna Hækkun milli ára: 88,8 milljónir króna eða 5,9% Aðild Íslands að NATO er algerlega gagnslaus og auðvitað verri en það því að NATO er beinlínis skaðlegt. Framlögin til NATO og fastanefndarinnar, samtals 194,7 milljónir króna, mætti því spara algerlega. Starfsemi Varnarmálstofnunar snýst að verulegu leyti um verkefni Íslands vegna aðildarinnar að NATO, en útgjöld vegna Ratsjárstofnunar eru einnig innan ramma hennar. Það er spurning að hve miklu leyti starfsemi Ratsjárstofnunar er nauðsynleg, en eitthvað mætti þó trúlega draga úr útgjöldum vegna hennar ef þessi tenging við hernaðarlega starfsemi yrði rofin. Útgjöld vegna Ratsjárstofnunar samkvæmt fjárlögum 2008 voru 822,3 milljónir króna en í frumvarpinu fyrir 2009 kemur engin sundurliðun fram. Ef við reiknum með svipuðum útgjöldum 2009, þá er annar kostnaður við Varnarmálstofnun 587,1 milljónir króna, sem er þarflaus. Samtals mætti því allavega spara að minnsta kosti 781,8 milljónir króna og sennilega miklu meira. Fjárlagafrumvarp 2009, 1. umræða. Sundurliðun Fjárlagafrumvarp 2009. Seinni hluti: Lagagreinar og athugasemdir Fjárlagafrumvarp 2008, 1. umræða. Sundurliðun Fjárlög 2009 á vef Alþingis - ferill málsins, skjöl ug umræður Vefur Varnarmálastofnunar: verkefni - eó

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Bresku friðarsamtökin Campaign for Nuclear Disarmament (CND) sendu frá sér yfirlýsingu 10. apríl síðastliðinn …

SHA_forsida_top

Friðargæsla

Friðargæsla

Hugtakið „pacification“ (sjá skilgreiningu að neðan) var einu sinni notað af Bandaríkjamönnum til að snyrta …

SHA_forsida_top

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpinu, útvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, var lokað 1. júní síðastliðinn eftir 55 ára starfsemi. …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Í grein í New York Times 22. maí var sagt frá því að Bandaríkjastjórn áætli …

SHA_forsida_top

Haditha: My Lai Íraks?

Haditha: My Lai Íraks?

Fréttir af fjöldamorðum bandarískra hermanna í bænum Haditha í Írak 19. nóvember í fyrra hafa …

SHA_forsida_top

Fundað í friðarhúsi

Fundað í friðarhúsi

Miðnefnd SHA og stjórn Friðarhúss funda sameiginlega til að ræða starfsemina næsta haust og rekstur …

SHA_forsida_top

G8 2007, kynningarfundur

G8 2007, kynningarfundur

Kynningarfundur og samkoma í tengslum við fyrirhugaðar aðgerðir gegn G8 fundi í Þýskalandi á næsta …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK heldur félagsfund í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

G-8 og hreyfing hreyfinganna

G-8 og hreyfing hreyfinganna

Kynningarfundur, 30. maí kl. 20:00 Friðarhús er vettvangur funda ýmissa frjálsra félagasamtaka sem …

SHA_forsida_top

Málsverður á föstudag

Málsverður á föstudag

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss eru sívinsælir. Föstudagskvöldið 26. maí (kvöldið fyrir kjördag) verður blásið til veislu. Guðrún …

SHA_forsida_top

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Upplýsingar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símahleranir á tímum kalda stríðsins hafa vakið verðskuldaða athygli. …

SHA_forsida_top

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Í febrúar 2005 kom út á vegum Natural Resources Defense Council (NRDC) ritið U.S. Nuclear …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Matur fyrir …

SHA_forsida_top

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Fjórða Evrópska samfélagsþinginu (European Social Forum) lauk í Aþenu 7. maí. Í …

SHA_forsida_top

Heitt friðarhaust 2006

Heitt friðarhaust 2006

Mikill hugur er nú í evrópskum friðarsinnum og öðrum baráttumönnum fyrir öðruvísi og betri veröld …