BREYTA

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

esf4 Fjórða evrópska samfélagsþingið (European Social Forum) hefst í Aþenu 4. maí og stendur til 7. maí. Hundruð funda, málþinga og fyrirlestra verða haldnir þessa daga auk fjölmargra listrænna atburða, sýninga og fleira. Evrópskir friðarsinnar og herstöðvaandstæðinga hafa skipulagt fjölmarga fundi og falla hátt í fjörutíu fundir undir flokkinn Stríð, friður, hervæðing, herstöðvar og hreyfingar gegn stríði. Meðal þessara funda má nefna fund undir yfirskriftinni Herstöðvar Bandaríkjanna og hervæðing Evrópusambandsins í þjónustu hins „alþjóðlega stríðs gegn hryðjuverkum“. Herðum baráttu okkar gegn þeim og annan undir yfirskriftinni Spörkum NATO út úr Evrópu. Þá verður einnig fundur hreyfinga gegn stríði (Anti-war movements), en slíkir fundir hafa verið fastir liðir á samfélagsþingum undanfarinna ára þar sem menn hafa rætt aðgerðir gegn Íraks-stríðinu og áframhaldandi starf þeirrar miklu hreyfingar sem varð til í aðdraganda Íraksstríðsins. Því miður hafa Samtök herstöðvaandstæðinga ekki séð sér fært að senda fulltrúa á Evrópska samfélagsþingið að þessu sinni, en við munum fylgjast með fréttum af því og umræðum félaga okkar þar eftir föngum. Þess má geta að umræðum á fundinum um NATO verður haldið áfram á ráðstefnu sem hefur verið boðuð í Brussel 25. nóvember, fáum dögum áður en ráðherrafundur NATO hefst í Ríga.

Færslur

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni.

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent ríkisstjórninni athugasemdir og spurningar vegna yfirlýsingar leiðtogafundar NATO í Búkarest í …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Efni: Eygló Bjarnardóttir talar um Malaví og sýnir myndir þaðan.

SHA_forsida_top

Helga Kress í Friðarhúsi

Helga Kress í Friðarhúsi

Vakin er athygli á opnum félagsfundi MFÍK í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 9. apríl, kl. 19. Gestur …

SHA_forsida_top

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Friðarvefurinn hefur birt grein Flosa Eiríkssonar úr tímaritinu Herðubreið, þar sem Flosi finnur að einu …

SHA_forsida_top

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Eftirfarandi grein Flosa Eiríkssonar, félaga í SHA, birtist nýverið í tímaritinu Herðubreið. Aðstandendur Friðarvefsins …

SHA_forsida_top

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 5. apríl 2008. Hópur þingmanna hefur nú lagt fyrir Alþingi …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO fundar bakvið víggirðingar

NATO fundar bakvið víggirðingar

Leiðtogafundur NATO hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær, miðvikudaginn 2. apríl, og mun standa …

SHA_forsida_top

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Friðavefnum hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: Mánudaginn 31. mars munu Íslendingar ekki láta sitt eftir liggja …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA heldur námskeið um viðtalstækni í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefnd Dagfara fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Í Tékklandi hefur á undanförnum misserum verið háð hörð barátta gegn áformum tékkneskra og bandarískra …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. hefst kl. 14.