BREYTA

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

esf4 Fjórða evrópska samfélagsþingið (European Social Forum) hefst í Aþenu 4. maí og stendur til 7. maí. Hundruð funda, málþinga og fyrirlestra verða haldnir þessa daga auk fjölmargra listrænna atburða, sýninga og fleira. Evrópskir friðarsinnar og herstöðvaandstæðinga hafa skipulagt fjölmarga fundi og falla hátt í fjörutíu fundir undir flokkinn Stríð, friður, hervæðing, herstöðvar og hreyfingar gegn stríði. Meðal þessara funda má nefna fund undir yfirskriftinni Herstöðvar Bandaríkjanna og hervæðing Evrópusambandsins í þjónustu hins „alþjóðlega stríðs gegn hryðjuverkum“. Herðum baráttu okkar gegn þeim og annan undir yfirskriftinni Spörkum NATO út úr Evrópu. Þá verður einnig fundur hreyfinga gegn stríði (Anti-war movements), en slíkir fundir hafa verið fastir liðir á samfélagsþingum undanfarinna ára þar sem menn hafa rætt aðgerðir gegn Íraks-stríðinu og áframhaldandi starf þeirrar miklu hreyfingar sem varð til í aðdraganda Íraksstríðsins. Því miður hafa Samtök herstöðvaandstæðinga ekki séð sér fært að senda fulltrúa á Evrópska samfélagsþingið að þessu sinni, en við munum fylgjast með fréttum af því og umræðum félaga okkar þar eftir föngum. Þess má geta að umræðum á fundinum um NATO verður haldið áfram á ráðstefnu sem hefur verið boðuð í Brussel 25. nóvember, fáum dögum áður en ráðherrafundur NATO hefst í Ríga.

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Vísindaferð í Friðarhúsi?

Vísindaferð í Friðarhúsi?

Friðarhús er frátekið þennan dag v. vís.ferðar háskólanema.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK verður haldinn þann 30. janúar kl. 19:00 í Friðarhúsinu (á horni Snorrabrautar og …

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Friðarhús er opið á löngum laugardegi. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni í dag.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn 26. janúar

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn 26. janúar

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn (World Social Forum) er að þessu sinni ekki stór samkoma á …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Ísafirði

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Ísafirði

Í tólfta sinn var farin friðarganga á Þorláksmessu á Ísafirði. Þátttakendum hefur fjölgað ár frá …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Akureyri

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Akureyri

Blysför gegn stríði var farin í sjöunda sinn í röð á Akureyri á Þorláksmessu kl. …

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn og Samtök hernaðarandstæðinga óska landsmönnum árs og friðar

Friðarvefurinn og Samtök hernaðarandstæðinga óska landsmönnum árs og friðar

Því miður hafa vonir um heim án styrjalda og stríðsæsinga, án vígtóla og gegndarlausra hernaðarútgjalda, …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu

Hér gefur að líta ávarp Höllu Gunnarsdóttur blaðamanns, sem flutt var á Ingólfstorgi í lok …

SHA_forsida_top

Stóri sannleikur varnarmálanna

Stóri sannleikur varnarmálanna

eftir Einar Ólafsson Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 20. desember, en var send …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Samstarfshópur Friðarhreyfinga efnir til friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði

Friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði

Íslenskir friðarsinnar munu að venju standa að friðargöngum á Þorláksmessu. Tilkynnt hefur verið um friðargöngur …