BREYTA

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

esf4 Fjórða evrópska samfélagsþingið (European Social Forum) hefst í Aþenu 4. maí og stendur til 7. maí. Hundruð funda, málþinga og fyrirlestra verða haldnir þessa daga auk fjölmargra listrænna atburða, sýninga og fleira. Evrópskir friðarsinnar og herstöðvaandstæðinga hafa skipulagt fjölmarga fundi og falla hátt í fjörutíu fundir undir flokkinn Stríð, friður, hervæðing, herstöðvar og hreyfingar gegn stríði. Meðal þessara funda má nefna fund undir yfirskriftinni Herstöðvar Bandaríkjanna og hervæðing Evrópusambandsins í þjónustu hins „alþjóðlega stríðs gegn hryðjuverkum“. Herðum baráttu okkar gegn þeim og annan undir yfirskriftinni Spörkum NATO út úr Evrópu. Þá verður einnig fundur hreyfinga gegn stríði (Anti-war movements), en slíkir fundir hafa verið fastir liðir á samfélagsþingum undanfarinna ára þar sem menn hafa rætt aðgerðir gegn Íraks-stríðinu og áframhaldandi starf þeirrar miklu hreyfingar sem varð til í aðdraganda Íraksstríðsins. Því miður hafa Samtök herstöðvaandstæðinga ekki séð sér fært að senda fulltrúa á Evrópska samfélagsþingið að þessu sinni, en við munum fylgjast með fréttum af því og umræðum félaga okkar þar eftir föngum. Þess má geta að umræðum á fundinum um NATO verður haldið áfram á ráðstefnu sem hefur verið boðuð í Brussel 25. nóvember, fáum dögum áður en ráðherrafundur NATO hefst í Ríga.

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK laugardaginn 15. desember 2007 kl.14:00 MÍR-sal, Hverfisgötu 105 (á horni Snorrabrautar) …

SHA_forsida_top

SHA og 11. september

SHA og 11. september

Hér að neðan gefur að líta grein eftir Þórarinn Hjartarson, félaga í SHA til fjölda …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

eftir Þórarinn Hjartarson Ég er orðinn nokkurn veginn sannfærður um að voðaverkin í New York …

SHA_forsida_top

Rússar troða illsakir við granna sína

Rússar troða illsakir við granna sína

eftir Einar Ólafsson Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 6. des. var sagt frá auknum hernaðarumsvifum Rússa. „Rússar …

SHA_forsida_top

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

1. desember var haldin í London alþjóðleg ráðstefna hernaðaraandstæðinga. 1200 manns sóttu ráðstefnuna og fulltrúar …

SHA_forsida_top

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Föstudaginn 30. nóvember birtust tvær litlar en athyglisverðar fréttir í Fréttablaðinu. Hin fyrri bar fyrirsögnina: …

SHA_forsida_top

Dagfari á netinu

Dagfari á netinu

Tímarit SHA, Dagfari, kom út í nóvember og hefur verið borið út til félagsmanna. Blaðið …

SHA_forsida_top

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Elías Davíðsson 26. nóvember 2007 Við erum öll samherjar gegn hernaðarhyggju og hernaði. Þess vegna …

SHA_forsida_top

Upplestur á málsverði

Upplestur á málsverði

Staðfest hefur verið að rithöfundurinn Óskar Árni Óskarsson mun lesa úr verkum sínum á fjáröflunarmálsverði …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi

Málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðurinn í Friðarhúsi, föstudagskvöldið 30. nóvember er glæsilegt jólahlaðborð, en matseðillinn er á þessa leið: …

SHA_forsida_top

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …