BREYTA

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

F 4 orrustuþota Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur nú ákveðið að orrustuþoturnar fjórar, sem íslenska ríkisstjórnirn hefur verið að suða um að fá að hafa áfram, verði sendar burt af landinu í september næstkomandi. Nú væri bara óskandi að ríkisstjórnin hefði döngun í sér til að segja upp herstöðvasamningnum og segja síðan skilið við NATO. Það er nefnilega ljóst að Bandaríkjastjórn hefur ekki hug á að leggja niður herstöðina á Miðnesheiði, hún vill hafa þar aðstöðu áftram, þótt hún verði mannlaus eða með lágmarksmannafla, til þess að geta gripið til hennar ef þörf sýnist á. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa löngum bent á nauðsyn þess að atvinnumál verði efld á Suðurnesjum til að byggðin þar verði undir það búin að starfsemi herstöðvarinnar dragist saman eða leggist niður. Raunar bíður allmikil vinna við að hreinsa upp eftir herinn. Það starf þarf að hefjast sem fyrst og að sjálfsögðu eiga Bandaríkin að bera kostnað af því. Því miður verða orrustuþoturnar ekki sendar til niðurrifs, heldur til vafasamrar þjónustu annars staðar í heiminum. Með samdrætti í herstöðinni hér er verið að losa mannafla og tæki til notkunar á þeim stöðum þar sem Bandaríkin halda nú uppi hernaði eða ógnarástandi. Baráttu herstöðvaandstæðinga og friðarsinna er ekki lokið hvorki heima fyrir né á alþjóðavísu. Með mótmælaaðgerðunum nk. laugardag, 18. mars, mótmælum við meðal annars þeim verkum sem herliðið og tækin af Keflavíkurflugvelli verða nú sett til. ritstjóri

Færslur

SHA_forsida_top

Airwaves í Friðarhúsi

Airwaves í Friðarhúsi

Í ár verður Friðarhús í fyrsta sinn hluti af hliðardagskrá Airwaves-tónlistarhátíðarinnar (off-venue). Síðdegis, þrjá af …

SHA_forsida_top

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um Sýrlandsstríðið. Aðsendar greinar …

SHA_forsida_top

Nóvembermálsverður kvöldið fyrir kjördag

Nóvembermálsverður kvöldið fyrir kjördag

Íslendingar ganga að kjörborðinu á laugardag, en það kemur ekki í veg fyrir að hinn …

SHA_forsida_top

Sýrlandsstríðið

Sýrlandsstríðið

Berglind Gunnarsdóttir rithöfundur birti meðfylgjandi grein á Vísi þann 26. sept. síðastliðinn. Greinar á Friðarvefnum …

SHA_forsida_top

Jákvæðar tölur úr kosningaprófi

Jákvæðar tölur úr kosningaprófi

Kosningapróf RÚV hefur vakið mikla athygli. Meðal þess sem spurt var um í prófinu var …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn föstudagskvöldið 30. september n.k. Fiskisúpugengið Lára Jóna, …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ljósmynd: Snorri Þór Tryggvason Hildur Knútsdóttir flutti meðfylgjandi ávarp á kertafleytingunni í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Kertafleyting í Reykjavík & Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting í Reykjavík & Akureyri 9. ágúst

Árið 1985 var kertum í fyrsta sinn fleytt hér á landi í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna …

SHA_forsida_top

Aumur feluleikur stjórnvalda

Aumur feluleikur stjórnvalda

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld undirritað samkomulag …

SHA_forsida_top

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um alþjóða- og efnahagsmál. …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður á maímánaðar

Friðarmálsverður á maímánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. maí n.k. Það er mæðgurnar Hildur Margrétardóttir …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður Friðarhúss

Aprílmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. apríl n.k. Að þessu sinni munu fulltrúar í miðnefnd …

SHA_forsida_top

Gleymda hernámið - fundur um Vestur Sahara

Gleymda hernámið - fundur um Vestur Sahara

Fundur um hernám Marokkóstjórnar á Vestur Sahara í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, þriðjudagskvöldið 5. apríl kl. …

SHA_forsida_top

„Arabíska vorið“ í Sýrlandi

„Arabíska vorið“ í Sýrlandi

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um stríðið í Sýrlandi. …