BREYTA

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

F 4 orrustuþota Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur nú ákveðið að orrustuþoturnar fjórar, sem íslenska ríkisstjórnirn hefur verið að suða um að fá að hafa áfram, verði sendar burt af landinu í september næstkomandi. Nú væri bara óskandi að ríkisstjórnin hefði döngun í sér til að segja upp herstöðvasamningnum og segja síðan skilið við NATO. Það er nefnilega ljóst að Bandaríkjastjórn hefur ekki hug á að leggja niður herstöðina á Miðnesheiði, hún vill hafa þar aðstöðu áftram, þótt hún verði mannlaus eða með lágmarksmannafla, til þess að geta gripið til hennar ef þörf sýnist á. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa löngum bent á nauðsyn þess að atvinnumál verði efld á Suðurnesjum til að byggðin þar verði undir það búin að starfsemi herstöðvarinnar dragist saman eða leggist niður. Raunar bíður allmikil vinna við að hreinsa upp eftir herinn. Það starf þarf að hefjast sem fyrst og að sjálfsögðu eiga Bandaríkin að bera kostnað af því. Því miður verða orrustuþoturnar ekki sendar til niðurrifs, heldur til vafasamrar þjónustu annars staðar í heiminum. Með samdrætti í herstöðinni hér er verið að losa mannafla og tæki til notkunar á þeim stöðum þar sem Bandaríkin halda nú uppi hernaði eða ógnarástandi. Baráttu herstöðvaandstæðinga og friðarsinna er ekki lokið hvorki heima fyrir né á alþjóðavísu. Með mótmælaaðgerðunum nk. laugardag, 18. mars, mótmælum við meðal annars þeim verkum sem herliðið og tækin af Keflavíkurflugvelli verða nú sett til. ritstjóri

Færslur

SHA_forsida_top

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Við viljum vekja athygli félaga á fundi sem félagið Ísland Palestína ásamt fleirum stendur fyrir …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina. Glæsilegt hlaðborð: * Heimalöguð sænsk jólaskinka með kartöflusalati, og …

SHA_forsida_top

Jemen: týnda stríðið

Jemen: týnda stríðið

Félagsfundur SHA mánudaginn 23. nóv. kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Harðvítugt borgarastríð geisar nú …

SHA_forsida_top

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

  Félagsfundur í Friðarhúsi fimmtudagskvöldið 19.nóv. kl. 20 Stöðugt dynja á okkur fréttir af málefnum …

SHA_forsida_top

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á þessari samkomu á vegum friðarsamtakanna SGI, sem hafa um árabil …

SHA_forsida_top

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Sjálfbærni – nýtni – friður Haustið er tími uppskerunnar og tími breytinga. Föstudagskvöldið 30. október …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Þórarinn Hjartarson flutti meðfylgjandi erindi þann 17. október sl. Fyrst eru það nokkrar staðreyndir sem …

SHA_forsida_top

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Siðferðislegt gjaldþrot hernaðar Nató-ríkja í Afganistan var fullkomnað á dögunum með árás Bandaríkjahers á sjúkrahús …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Opinn fundur í Friðarhúsi laugardaginn 17. október kl. 14. Tengist flóttamannastraumurinn til Evrópu endurnýjaðri …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður

Friðarmálsverður

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 25. september. Harpa Stefánsdóttir og Ármann Gunnarsson …

SHA_forsida_top

Nýliðakvöld

Nýliðakvöld

Þriðjudaginn 15. september kl. 20 verður haldið nýliðakvöld Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsinu. Þar gefst nýjum …

SHA_forsida_top

Búum til þúsund pappírströnur!

Búum til þúsund pappírströnur!

Margir hafa vafalítið heyrt söguna af Sadako Sasaki, japönsku stúlkunni sem var fórnarlamb kjarnorkusprengjunnar í …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Friðarhús verður opið á Menningarnótt Reykjavíkur þann 22. ágúst n.k. frá kl. 13 til 16. …

SHA_forsida_top

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Valgerður H. Bjarnadóttir trúarbragðafræðingur flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri fimmtudaginn 6. ágúst 2015. Kæru …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður og friðarsinni flutti eftirfarandi ávarp við Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Ágæta …