BREYTA

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

IMG 0882 Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á Kárahnjúkasvæðinu, svo sem í ályktun Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem nálgast má á heimasíðu samtakanna. Rétturinn til mótmælaaðgerða er mikilvægur hluti tjáningarfrelsis og fáir vita það betur en herstöðvaandstæðingar og friðarsinnar hversu dýrmætur sá réttur er. Eðlilegt er að lögreglan bregðist við ef mótmælaaðgerðir ógna friði og öryggi eða valda tjóni, en svo er að sjá að í þessu tilviki, eins og reyndar líka í fyrrasumar, hafi lögreglan farið úr yfir öll mörk. Þannig hefur ritstjóri Friðarvefsins hitt ungt fólk sem ætlaði sér til gamans inn að Kárahnjúkum á laugardaginn en var stöðvað af lögreglumanni sem yfirheyrði þau um hvert þau væru að fara, hvort þau væru á vegum einhvers o.s.frv., og meinaði þeim síðan að fara áfram þennan veg. Þarna var ekki um neitt afmarkað svæði að ræða, engin girðing eða hlið, þetta var bara á veginum, vegi sem ekki var á neinn hátt auðkenndur sem einkavegur eða vegur bannaður umferð. Engin haldbær skýring var gefin. Það er orðið undarlegt lýðræðisríki ef almenningur getur ekki ekið um vegi landsins án þess að gefa lögreglunni upplýsingar um tilgang fararinnar. Slíkt ríki kallast lögregluríki. Og slíku ber að mótmæla. Mynd: www.savingiceland.org

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 8. mars 2006

Undirbúningur fyrir 8. mars 2006

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) hafa boðað til undirbúningsfundar fyrir menningar- og baráttudagskrá …

SHA_forsida_top

Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni

Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni

Frá Þjóðarhreyfingunni - með lýðræði ÁR FRÁ YFIRLÝSINGUNNI Í THE NEW YORK TIMES ,,... …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf.

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf.

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf. hefst kl. 20. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um starfsemina.

SHA_forsida_top

Spurningakeppnin Friðarpípan

Spurningakeppnin Friðarpípan

Friðarpípan, spurningakeppni Samtaka herstöðvaandstæðinga verður haldin í Friðahúsi kl. 16.

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan, spurningakeppni SHA, verður haldin laugardaginn 21. janúar í Friðarhúsinu og hefst kl. 16. …

SHA_forsida_top

Rokk gegn her

Rokk gegn her

Á vefritinu Hugsandi birtist nýverið grein eftir sagnfræðinginn Unni Maríu Bergsveinsdóttur, fyrrum miðnefndarfulltrúa í …

SHA_forsida_top

Alþjóðlegar aðgerðir undirbúnar

Alþjóðlegar aðgerðir undirbúnar

Þann tuttugasta mars nk. verða þrjú ár liðin frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja …

SHA_forsida_top

Undirbúningur alþjóðamótmæladags

Undirbúningur alþjóðamótmæladags

18.-20. mars verða alþjóðleg mótmæli gegn Íraksstríðinu, en þrjú ár verða þá liðin frá innrás …

SHA_forsida_top

Dagfari á Friðarvefnum

Dagfari á Friðarvefnum

Tímarit og fréttabréf Samtaka herstöðvaandstæðinga nefnist Dagfari, en útgáfusaga blaðsins nær aftur á fyrri hluta …

SHA_forsida_top

Málningarvinna í Friðarhúsi

Málningarvinna í Friðarhúsi

Unnið verður að málningarvinnu í Friðarhúsi á sunnudag frá klukkan 14. Um er að ræða …

SHA_forsida_top

Vinnudagur í Friðarhúsi

Vinnudagur í Friðarhúsi

Unnið verður að málningarvinnu o.fl. í Friðarhúsi frá kl. 14. Vinnufúsar hendur velkomnar.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er lokað vegna einkasamkvæmis.

SHA_forsida_top

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18. mars

Eins og kom fram í fréttum hér á síðunni 10. janúar (sjá hér neðar á …

SHA_forsida_top

Öryggi og varnir Íslands

Öryggi og varnir Íslands

Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til ályktunar um opinbera nefnd um öryggi og …

SHA_forsida_top

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-20. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-20. mars

Þann 20. mars næstkomandi verða liðin þrjú ár frá því innrásin í Írak hófst. Undanfarin …