Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á Kárahnjúkasvæðinu, svo sem í ályktun Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem nálgast má á heimasíðu samtakanna.
Rétturinn til mótmælaaðgerða er mikilvægur hluti tjáningarfrelsis og fáir vita það betur en herstöðvaandstæðingar og friðarsinnar hversu dýrmætur sá réttur er. Eðlilegt er að lögreglan bregðist við ef mótmælaaðgerðir ógna friði og öryggi eða valda tjóni, en svo er að sjá að í þessu tilviki, eins og reyndar líka í fyrrasumar, hafi lögreglan farið úr yfir öll mörk. Þannig hefur ritstjóri Friðarvefsins hitt ungt fólk sem ætlaði sér til gamans inn að Kárahnjúkum á laugardaginn en var stöðvað af lögreglumanni sem yfirheyrði þau um hvert þau væru að fara, hvort þau væru á vegum einhvers o.s.frv., og meinaði þeim síðan að fara áfram þennan veg. Þarna var ekki um neitt afmarkað svæði að ræða, engin girðing eða hlið, þetta var bara á veginum, vegi sem ekki var á neinn hátt auðkenndur sem einkavegur eða vegur bannaður umferð. Engin haldbær skýring var gefin. Það er orðið undarlegt lýðræðisríki ef almenningur getur ekki ekið um vegi landsins án þess að gefa lögreglunni upplýsingar um tilgang fararinnar. Slíkt ríki kallast lögregluríki. Og slíku ber að mótmæla.
Mynd: www.savingiceland.org

Á miðvikudagskvöldum verða uppákomur í Friðarhúsi í allan vetur. Miðvikudagskvöldið 11. janúar verður almennur félagsfundur …

Friðarhús SHA ehf. kt 6004042530 var samþykkt af fyrirtækjaskrá 20. apríl 2004 Úr lagagreinum …

Þriðjudaginn 10. janúar kl. 17 efna Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna til opins félagsfundar í …

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna funda í Friðarhúsi.

Aðalfundur MFÍK í Friðarhúsi. Dagskrá kynnt síðar.

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll miðvikudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

Samningurinn um að hefta útbreiðslu kjarnavopna eða á ensku Treaty on the Non-Proliferation of Nuclear …

Ritsjórn Friðarvefsins óskar lesendum gleðilegs og friðsæls nýs árs. Frá því að Friðarvefurinn var endurskoðaður …

20.5.2005 Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um …

Séra Bjarni Karlsson flutti ávarp í lok friðargöngu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu. Ávarpið birtist hér …

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi er opin milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast á að …

Sjötta Alþjóðlega samfélagsþingið (World Social Forum) verður að þessu sinni haldið í þrennu …

Frá MFÍK Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa löngum varað við þeirri hættu sem …

Friðarganga á Þorláksmessu fór fram í miðborg Reykjavíkur í 26. sinn síðdegis í gær. Veðrið …

Hin árvissa friðarganga Samstarfshóps friðarhreyfinga leggur af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og …