BREYTA

Friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði

Fugl dagsinsÍslenskir friðarsinnar munu að venju standa að friðargöngum á Þorláksmessu. Tilkynnt hefur verið um friðargöngur í Reykjavík og á Akureyri og Ísafirði. Reykjavík - friðarganga niður Laugaveginn Safnast verður saman á Hlemmi og leggur gangan af stað stundvíslega klukkan 18:00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Friðargangan á Þorláksmessu er nú orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Gangan í ár er sú tuttugasta og áttunda í röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar áður en lagt verður af stað niður Laugaveginn. Í lok göngu verður efnt til fundar á Ingólfstorgi þar sem Halla Gunnarsdóttir blaðamaður flytur ávarp en fundarstjóri er Þorvaldur Þorvaldsson. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar. Ráðlegt er fyrir göngufólk að mæta tímanlega, því gangan leggur af stað stundvíslega. Nánari upplýsingar veita: Steinunn Þóra Árnadóttir (s. 6902592/5512592) og Ingibjörg Haraldsdóttir (s. 8495273/5528653) Akureyri - blysför í þágu friðar Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi standa fyrir Blysför í þágu friðar á Akureyri á Þorláksmessu. Gengið verður frá Samkomuhúsinu í Hafnarstræti kl. 20.00 og út á Ráðhústorg. Kjörorð eru þau sömu og undanfarin ár: - Frið í Írak! - Burt með árásar- og hernámsöflin! - Enga aðild Íslands að stríði og hernámi! Ávarp flytur Hannes Örn Blandon prófastur. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Ísafjörður - friðarganga frá Ísafjarðarkirkju Gengið verður frá Ísafjarðarkirkju klukkan 18:00 á Þorláksmessu. Á Silfurtorgi verður svo stutt dagskrá með tónlistaratriði, ljóðaflutningi og Anna Sigríður Ólafsdóttir flytur ávarp.

Færslur

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA - miðvikudag

Landsfundur SHA - miðvikudag

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi miðvikudaginn 24. nóvember. Útbýting fundargagna hefst kl. 17:30 …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrártillögur SHA og hernaðarandstæðingar meðal frambjóðenda

Stjórnarskrártillögur SHA og hernaðarandstæðingar meðal frambjóðenda

Í ársbyrjun 2005 skipaði forsætisráðherra níu manna nefnd til að endurskoða Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands ásamt …

SHA_forsida_top

Hátíðarmálsverður Friðarhúss

Hátíðarmálsverður Friðarhúss

Jólahlaðborð Friðarhúss SHA. Verð kr. 2.000.

SHA_forsida_top

Hátíðarmatseðillinn

Hátíðarmatseðillinn

Hið víðfræga jólahlaðborð Friðarhúss verður haldið föstududagskvöldið 26. nóvember n.k. Húsið verður opnað kl. 18:30 …

SHA_forsida_top

Pöbbkviss róttæklingsins hjá SHA

Pöbbkviss róttæklingsins hjá SHA

Á liðnum árum hafa SHA reglulega staðið fyrir sérstökum kynningar- og skemmtikvöldum fyrir yngri félagsmenn …

SHA_forsida_top

Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja

Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja

7. október var tekið fyrir á Alþingi frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ÞÖÁ)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ÞÖÁ)

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss kl. 19

SHA_forsida_top

MFÍK - opinn félagsfundur 8. nóv.

MFÍK - opinn félagsfundur 8. nóv.

MFÍK heldur opinn félagsfund mánudaginn 8. nóvember kl. 19 í Friðarhúsi v/Snorrabraut. Margrét Guðnadóttir, læknir, …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Nýliðakvöld SHA

Nýliðakvöld SHA

Nýliðakvöld í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA, 24. nóv. & breytingar á lögum

Landsráðstefna SHA, 24. nóv. & breytingar á lögum

Ákveðið hefur verið að landsráðstefna SHA fari fram miðvikudagskvöldið 24. nóvember n.k. í Friðarhúsi frá …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður, föstudagskvöld

Friðarmálsverður, föstudagskvöld

Hinn mánaðarlegi fja´röflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 29. október. Þar verður endurtekinn matseðilinn …

SHA_forsida_top

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss