BREYTA

Friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði

Fugl dagsinsÍslenskir friðarsinnar munu að venju standa að friðargöngum á Þorláksmessu. Tilkynnt hefur verið um friðargöngur í Reykjavík og á Akureyri og Ísafirði. Reykjavík - friðarganga niður Laugaveginn Safnast verður saman á Hlemmi og leggur gangan af stað stundvíslega klukkan 18:00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Friðargangan á Þorláksmessu er nú orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Gangan í ár er sú tuttugasta og áttunda í röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar áður en lagt verður af stað niður Laugaveginn. Í lok göngu verður efnt til fundar á Ingólfstorgi þar sem Halla Gunnarsdóttir blaðamaður flytur ávarp en fundarstjóri er Þorvaldur Þorvaldsson. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar. Ráðlegt er fyrir göngufólk að mæta tímanlega, því gangan leggur af stað stundvíslega. Nánari upplýsingar veita: Steinunn Þóra Árnadóttir (s. 6902592/5512592) og Ingibjörg Haraldsdóttir (s. 8495273/5528653) Akureyri - blysför í þágu friðar Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi standa fyrir Blysför í þágu friðar á Akureyri á Þorláksmessu. Gengið verður frá Samkomuhúsinu í Hafnarstræti kl. 20.00 og út á Ráðhústorg. Kjörorð eru þau sömu og undanfarin ár: - Frið í Írak! - Burt með árásar- og hernámsöflin! - Enga aðild Íslands að stríði og hernámi! Ávarp flytur Hannes Örn Blandon prófastur. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Ísafjörður - friðarganga frá Ísafjarðarkirkju Gengið verður frá Ísafjarðarkirkju klukkan 18:00 á Þorláksmessu. Á Silfurtorgi verður svo stutt dagskrá með tónlistaratriði, ljóðaflutningi og Anna Sigríður Ólafsdóttir flytur ávarp.

Færslur

SHA_forsida_top

Opið bréf til Ólafs Stephensens

Opið bréf til Ólafs Stephensens

Grein þessi birtist einnig á vefritinu Smugunni. Komdu sæll Ólafur, Ég skrifa þér til …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna áforma um einkaflugher

Ályktun frá SHA vegna áforma um einkaflugher

Fréttablaðið bauð lesendum sínum upp á ónotalega forsíðufrétt í morgun, miðvikudaginn 17. mars, þar sem …

SHA_forsida_top

Dagskrá í Tjarnarsal, 8. mars

Dagskrá í Tjarnarsal, 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur mánudaginn 8.mars 2010 …

SHA_forsida_top

Vissir þú...?

Vissir þú...?

Hernaðarbandalagið Nató hefur þá yfirlýstu stefnu að aðildarríki þess skuli verja sem nemur 2% af …

SHA_forsida_top

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss ehf. fundar.

SHA_forsida_top

Ögmundur og Steinunn Valdís í Friðarhúsi

Ögmundur og Steinunn Valdís í Friðarhúsi

Samtök hernaðarandstæðinga efna til félagsfundar í Friðarhúsi mánudagskvöldið 1. mars n.k. kl. 20. Gestir fundarins …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður Friðarhúss

Föstudagsmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. febrúar n.k. Um matseldina sér að þessu sinni Björk …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

SHA fundar í Friðarhúsi um rannsókn á Íraksstríðinu.

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur fundar

Rauður vettvangur fundar

RV í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur Rauðs vettvangs

Aðalfundur Rauðs vettvangs

Rauður vettvangur heldur aðalfund sinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur fundar

Rauður vettvangur fundar

Rauður vettvangur fundar í Friðarhúsi