BREYTA

Friðargöngur aldrei verið fleiri

akranesFriðarganga á Þorláksmessu fór fram í miðborg Reykjavíkur í 26. sinn síðdegis í gær. Veðrið var eins og best verður á kosið og bar göngufólki saman um að athöfnin hefði tekist með ágætum. Fjölmiðlar giska á að á bilinu 3-4.000 manns hafi tekið þátt í göngunni og mun sú áætlun vera nærri lagi. Á Akureyri var sömuleiðis friðarganga og er það í fimmta sinn sem til hennar er efnt þar í bæ. Ísfirðingar hafa sömuleiðis skipulagt blysför á Þorláksmessu í 7-8 ár. Í ár gerðist sá gleðilegi atburður að fjórða sveitarfélagið bættist í hópinn, en á Akranesi stóðu meðlimir í Endurhæfingarsmiðjunni Glóð fyrir göngu frá Ráðhúsinu á Akratorg þar sem séra Eðvarð Ingólfsson ávarpaði göngufólk stuttlega, kirkjukór Akraness flutti fáein lög og sömuleiðis meðlimir í skólahljómsveit Akraness. Að sögn héraðsfréttablaðsins Skessuhorns kviknaði hugmyndin að göngunni á fyrirlestri félaga í Friðardúfunum, alþjóðlegrar friðarhreyfingar kvenna á fundi hjá smiðjunni. Var samdóma álit þeirra sem þátt tóku í umræðum á eftir að friðargangan væri þarft innleg í jólaundirbúning Akurnesinga. Þar sem mikil áhersla er lögð á frumkvæði, virkni, innri frið og sátt við lífið í endurhæfingarsmiðjunni fælist rökrétt framhald í því að skipuleggja göngu á Akranesi, enda friður í hjarta hvers manns forsenda friðar í víðara samhengi. Með framtaki þessu vonast aðstandendur til að vekja fólk til vitundar um það að mikilvæg skref í friðarátt eru stigin í brjóstum þeirra manna og kvenna sem taka afstöðu gegn hverskyns ofbeldi og óréttlæti og sýna það í verki. Friðarganga á Þorláksmessu er kjörinn vettvangur til þess, um leið og það er ákaflega viðeigandi að sýna þennan friðarvilja í verki í tengslum við þá friðaráhtíð sem jólin eru. Óskandi er að friðarganga þessi festi sig í sessi á Skipaskaga og verði fastur liður í jólaundirbúningnum þar á bæ. Jafnframt væri án fagnaðarefni ef fleiri staðir fylgdu í kjölfarið.

Færslur

SHA_forsida_top

Airwaves í Friðarhúsi

Airwaves í Friðarhúsi

Í ár verður Friðarhús í fyrsta sinn hluti af hliðardagskrá Airwaves-tónlistarhátíðarinnar (off-venue). Síðdegis, þrjá af …

SHA_forsida_top

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um Sýrlandsstríðið. Aðsendar greinar …

SHA_forsida_top

Nóvembermálsverður kvöldið fyrir kjördag

Nóvembermálsverður kvöldið fyrir kjördag

Íslendingar ganga að kjörborðinu á laugardag, en það kemur ekki í veg fyrir að hinn …

SHA_forsida_top

Sýrlandsstríðið

Sýrlandsstríðið

Berglind Gunnarsdóttir rithöfundur birti meðfylgjandi grein á Vísi þann 26. sept. síðastliðinn. Greinar á Friðarvefnum …

SHA_forsida_top

Jákvæðar tölur úr kosningaprófi

Jákvæðar tölur úr kosningaprófi

Kosningapróf RÚV hefur vakið mikla athygli. Meðal þess sem spurt var um í prófinu var …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn föstudagskvöldið 30. september n.k. Fiskisúpugengið Lára Jóna, …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ljósmynd: Snorri Þór Tryggvason Hildur Knútsdóttir flutti meðfylgjandi ávarp á kertafleytingunni í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Kertafleyting í Reykjavík & Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting í Reykjavík & Akureyri 9. ágúst

Árið 1985 var kertum í fyrsta sinn fleytt hér á landi í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna …

SHA_forsida_top

Aumur feluleikur stjórnvalda

Aumur feluleikur stjórnvalda

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld undirritað samkomulag …

SHA_forsida_top

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um alþjóða- og efnahagsmál. …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður á maímánaðar

Friðarmálsverður á maímánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. maí n.k. Það er mæðgurnar Hildur Margrétardóttir …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður Friðarhúss

Aprílmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. apríl n.k. Að þessu sinni munu fulltrúar í miðnefnd …

SHA_forsida_top

Gleymda hernámið - fundur um Vestur Sahara

Gleymda hernámið - fundur um Vestur Sahara

Fundur um hernám Marokkóstjórnar á Vestur Sahara í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, þriðjudagskvöldið 5. apríl kl. …

SHA_forsida_top

„Arabíska vorið“ í Sýrlandi

„Arabíska vorið“ í Sýrlandi

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um stríðið í Sýrlandi. …