BREYTA

Friðargöngur aldrei verið fleiri

akranesFriðarganga á Þorláksmessu fór fram í miðborg Reykjavíkur í 26. sinn síðdegis í gær. Veðrið var eins og best verður á kosið og bar göngufólki saman um að athöfnin hefði tekist með ágætum. Fjölmiðlar giska á að á bilinu 3-4.000 manns hafi tekið þátt í göngunni og mun sú áætlun vera nærri lagi. Á Akureyri var sömuleiðis friðarganga og er það í fimmta sinn sem til hennar er efnt þar í bæ. Ísfirðingar hafa sömuleiðis skipulagt blysför á Þorláksmessu í 7-8 ár. Í ár gerðist sá gleðilegi atburður að fjórða sveitarfélagið bættist í hópinn, en á Akranesi stóðu meðlimir í Endurhæfingarsmiðjunni Glóð fyrir göngu frá Ráðhúsinu á Akratorg þar sem séra Eðvarð Ingólfsson ávarpaði göngufólk stuttlega, kirkjukór Akraness flutti fáein lög og sömuleiðis meðlimir í skólahljómsveit Akraness. Að sögn héraðsfréttablaðsins Skessuhorns kviknaði hugmyndin að göngunni á fyrirlestri félaga í Friðardúfunum, alþjóðlegrar friðarhreyfingar kvenna á fundi hjá smiðjunni. Var samdóma álit þeirra sem þátt tóku í umræðum á eftir að friðargangan væri þarft innleg í jólaundirbúning Akurnesinga. Þar sem mikil áhersla er lögð á frumkvæði, virkni, innri frið og sátt við lífið í endurhæfingarsmiðjunni fælist rökrétt framhald í því að skipuleggja göngu á Akranesi, enda friður í hjarta hvers manns forsenda friðar í víðara samhengi. Með framtaki þessu vonast aðstandendur til að vekja fólk til vitundar um það að mikilvæg skref í friðarátt eru stigin í brjóstum þeirra manna og kvenna sem taka afstöðu gegn hverskyns ofbeldi og óréttlæti og sýna það í verki. Friðarganga á Þorláksmessu er kjörinn vettvangur til þess, um leið og það er ákaflega viðeigandi að sýna þennan friðarvilja í verki í tengslum við þá friðaráhtíð sem jólin eru. Óskandi er að friðarganga þessi festi sig í sessi á Skipaskaga og verði fastur liður í jólaundirbúningnum þar á bæ. Jafnframt væri án fagnaðarefni ef fleiri staðir fylgdu í kjölfarið.

Færslur

SHA_forsida_top

Við uppfærum vefinn

Við uppfærum vefinn

fridur.is liggur tímabundið niðri Við uppfærum vefinn

SHA_forsida_top

Contact form 1

Contact form 1

Your Name (required) Your Email (required) Subject Your Message Friður.is "" From: …

SHA_forsida_top

Fjölréttað á fjáröflunarmálsverði

Fjölréttað á fjáröflunarmálsverði

Fjáröflunarmánuður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 31. mars. Að þessu sinni munu félagar í miðnefd skipta …

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur miðnefndar

Nýkjörin miðnefnd SHA kemur saman til fundar í fyrsta sinn n.k. þriðjudagskvöld 28. mars í …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsfundar SHA

Ályktanir landsfundar SHA

Ályktun um herlaust land Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 18. mars 2017 minnir á hve jákvætt …

SHA_forsida_top

Ný miðnefndSHA

Ný miðnefndSHA

Ný miðnefnd SHA var kjörin á landsfundi samtakanna um liðna helgi. Hana skipa: Aðalmenn: Auður …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA 2017

Landsráðstefna SHA 2017

Landsráðstefna SHA erður haldinn laugardaginn 18. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 Dagskrá: 11:00 Hefðbundin aðalfundarstörf …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Eldamennskan á hinum mánaðarlega fjáröflunarmálsverði Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi, föstudaginn 24. febrúar, verður að þessu …

SHA_forsida_top

Hver er Chelsea Manning: fundur á þriðjudag

Hver er Chelsea Manning: fundur á þriðjudag

Eitt síðasta embættisverk Obama Bandaríkjaforseta var að stytta fangelsisdóminn yfir uppljóstraranum Chelsea Manning. Á sínum …

SHA_forsida_top

SHA sendir þingmönnum bréf

SHA sendir þingmönnum bréf

Samtök hernaðarandstæðinga sendu eftirfarandi bréf til allra þingmanna á Alþingi með hvatningu til að vinna …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins verður haldinn í Friðarhúsi föstudagskvöldið 27. janúar n.k. Freyr Rögnvaldsson sér um …

SHA_forsida_top

Friðargöngur í skugga ofbeldis og stríðsrekstrar - gengið í 37 ár

Friðargöngur í skugga ofbeldis og stríðsrekstrar - gengið í 37 ár

Fréttatilkynning frá Samstarfshópi friðarhreyfinga: Daglega berast fregnir af skelfilegum afleiðingum styrjalda víðs vegar um veröldina. …

SHA_forsida_top

Það er löngu komið nóg!

Það er löngu komið nóg!

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Á liðnum dögum hafa borist fregnir af …

SHA_forsida_top

Jólamálsverður Friðarhúss

Jólamálsverður Friðarhúss

Hinn árlegur jólamálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður föstudaginn 2. desember. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina …

SHA_forsida_top

Friðarfundur: SHA í Listasafni Reykjavíkur

Friðarfundur: SHA í Listasafni Reykjavíkur

Fimmtudagskvöldið 24. nóvember býður Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu Samtökum hernaðarandstæðinga til samtals, en á þessu …