BREYTA

Friðargöngur aldrei verið fleiri

akranesFriðarganga á Þorláksmessu fór fram í miðborg Reykjavíkur í 26. sinn síðdegis í gær. Veðrið var eins og best verður á kosið og bar göngufólki saman um að athöfnin hefði tekist með ágætum. Fjölmiðlar giska á að á bilinu 3-4.000 manns hafi tekið þátt í göngunni og mun sú áætlun vera nærri lagi. Á Akureyri var sömuleiðis friðarganga og er það í fimmta sinn sem til hennar er efnt þar í bæ. Ísfirðingar hafa sömuleiðis skipulagt blysför á Þorláksmessu í 7-8 ár. Í ár gerðist sá gleðilegi atburður að fjórða sveitarfélagið bættist í hópinn, en á Akranesi stóðu meðlimir í Endurhæfingarsmiðjunni Glóð fyrir göngu frá Ráðhúsinu á Akratorg þar sem séra Eðvarð Ingólfsson ávarpaði göngufólk stuttlega, kirkjukór Akraness flutti fáein lög og sömuleiðis meðlimir í skólahljómsveit Akraness. Að sögn héraðsfréttablaðsins Skessuhorns kviknaði hugmyndin að göngunni á fyrirlestri félaga í Friðardúfunum, alþjóðlegrar friðarhreyfingar kvenna á fundi hjá smiðjunni. Var samdóma álit þeirra sem þátt tóku í umræðum á eftir að friðargangan væri þarft innleg í jólaundirbúning Akurnesinga. Þar sem mikil áhersla er lögð á frumkvæði, virkni, innri frið og sátt við lífið í endurhæfingarsmiðjunni fælist rökrétt framhald í því að skipuleggja göngu á Akranesi, enda friður í hjarta hvers manns forsenda friðar í víðara samhengi. Með framtaki þessu vonast aðstandendur til að vekja fólk til vitundar um það að mikilvæg skref í friðarátt eru stigin í brjóstum þeirra manna og kvenna sem taka afstöðu gegn hverskyns ofbeldi og óréttlæti og sýna það í verki. Friðarganga á Þorláksmessu er kjörinn vettvangur til þess, um leið og það er ákaflega viðeigandi að sýna þennan friðarvilja í verki í tengslum við þá friðaráhtíð sem jólin eru. Óskandi er að friðarganga þessi festi sig í sessi á Skipaskaga og verði fastur liður í jólaundirbúningnum þar á bæ. Jafnframt væri án fagnaðarefni ef fleiri staðir fylgdu í kjölfarið.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur verða að venju haldnar á Þorláksmessu á þremur stöðum á landinu. Athugið að tímasetningar …

SHA_forsida_top

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

Nærri 75 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjurnar voru notaðar í hernaði. Upp …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður

Fullveldisfögnuður

Nú er komið að árvissum fullveldisfögnuði og jólahlaðborði SHA. Hann varður haldinn föstudaginn 29. nóvember …

SHA_forsida_top

Gunnar Karlsson – kveðja frá SHA

Gunnar Karlsson – kveðja frá SHA

Gunnar Karlsson sagnfræðingur lést í Reykjavík á dögunum, rétt rúmlega áttræður að aldri. Hann var …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi fös. 25. okt. Kokkurinn er að þessu sinni fyrrum …

SHA_forsida_top

Septembermálsverður

Septembermálsverður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður SHA haustið 2019 verður haldinn föstudaginn 27. september í Friðarhúsi. Daníel E. Arnarsson …

SHA_forsida_top

Bandaríkin færa heiminn nær kjarnorkuvetri, og Ísland hjálpar til?

Bandaríkin færa heiminn nær kjarnorkuvetri, og Ísland hjálpar til?

Þann 20. október 2018 tilkynnti forseti Bandaríkjanna að Bandaríkin myndu hverfa frá samningi um banni …

SHA_forsida_top

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna er á leið til Íslands eins og rækilega hefur komið fram …

SHA_forsida_top

Um samtökin

Um samtökin

I am text block. Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Frá árinu 1985 hafa friðarsinnar fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á …

SHA_forsida_top

Um hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli

Um hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga gagnrýnirharðlega aukna ásælni Bandaríkjastjórnar í umsvif …

SHA_forsida_top

Maímálsverður í Friðarhúsi

Maímálsverður í Friðarhúsi

Síðasti málsverður Samtaka hernaðarandstæðinga á þessu vormisseri verður haldinn í Friðarhúsi á föstudag, 31. maí. …

SHA_forsida_top

Ísland og stofnun Ísraelsríkis - fræðslufundur í Friðarhúsi

Ísland og stofnun Ísraelsríkis - fræðslufundur í Friðarhúsi

Hjálmtýr Heiðdal er höfundur nýútkominnar bókar, Íslandsstræti í Jerúsalem. Hann heldur fyrirlestur fyrir SHA um …

SHA_forsida_top

Hundraðasti málsverðurinn!

Hundraðasti málsverðurinn!

Það verða að vanda kræsingar á borðum í fjáröflunarmálsverði SHA í Friðarhúsi föstudagkvöldið 26. apríl …

SHA_forsida_top

Ísland úr NATO

Ísland úr NATO

Ályktun frá landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga, 23. mars sl. Sjötíu ár eru liðin frá því að …