BREYTA

Friðargöngur í skugga ofbeldis og stríðsrekstrar - gengið í 37 ár

Fréttatilkynning frá Samstarfshópi friðarhreyfinga: Daglega berast fregnir af skelfilegum afleiðingum styrjalda víðs vegar um veröldina. Sýrland, Jemen, Írak og Líbýa eru öll nærtæk dæmi. Milljónir manna eru á flótta og hjálparstofnanir standa frammi fyrir gríðarlegu verkefni. Á sama tíma hefur sjaldan jafn háum upphæðum verið sólundað í vígbúnað. Í skugga þessa vilja íslenskir friðarsinnar hvetja fólk til að taka sér hlé frá jólaundirbúningi til að leggja sín lóð á vogarskálar friðar og afvopnunar. 37. árið í röð verður friðarganga niður Laugaveginn haldin á Þorláksmessu. Slíkar göngu verða að venju einnig haldnar á Ísafirði og Akureyri. Í Reykjavík stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir göngunni. Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 og leggur gangan af stað klukkan 18:00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Friðarhreyfingarnar selja göngufólki kerti á Hlemmi. Í lok göngu verður fundur við Austurvöll þar sem Björk Vilhelmsdóttir, flytur ávarp. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar undir stjórn kórstjórans Þorgerðar Ingólfsdóttur. Fundarstjóri er Haukur Guðmundsson. Á Ísafirði leggur friðargangan af stað frá Ísafjarðarkirkju klukkan 18:00. Gengið er niður á Silfutorg. Lúðrasveit Tónlistarskólans spilar. Brynja Huld Óskarsdóttir flytur ávarp og Helena Björg Þrastardóttir flytur ljóð. Á Akureyri hefst friðargangan klukkan 20. Safnast verður saman við Samkomuhúsið við Hafnarstræti og gengið út á Ráðhústorg. Ræðumaður er Pétur Pétursson læknir en Sigríður Íva Þórarinsdóttir syngur. Gangan á Akureyri er á vegum Friðarframtaks á Akureyri. Samstarfshópur friðarhreyfinga: Félag leikskólakennara. Friðar- og mannréttindahópur BSRB Menningar og friðarsamtökin MFÍK Samhljómur menningarheima Samtök hernaðarandstæðinga SGI á Íslandi mannúðar og friðarsamtök búddista

Færslur

SHA_forsida_top

Blog Masonry Fullwidth

Blog Masonry Fullwidth

SHA_forsida_top

Blog Masonry No Sidebar

Blog Masonry No Sidebar

SHA_forsida_top

Blog Standard No Sidebar

Blog Standard No Sidebar

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður marsmánaðar

Fjáröflunarmálsverður marsmánaðar

Föstudagskvöldið 28. mars verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Matseld verður í höndum MFÍK og er matseðillinn …

SHA_forsida_top

Úkraína og Krímskagi – félagsfundur SHA

Úkraína og Krímskagi – félagsfundur SHA

Málefni Úkraínu hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið vegna pólitísks óstöðugleika og rússneskrar …

SHA_forsida_top

Fjölmiðlar og friðarmálin

Fjölmiðlar og friðarmálin

Blaðamennirnir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhansson á DV fengu á dögunum íslensku blaðamannaverðlaunin …

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Suður-Súdan?

Hvað er á seyði í Suður-Súdan?

Suður-Súdan hefur komist í heimsfréttirnar upp á síðkastið vegna ófriðarástands í landinu. Guðrún Sif Friðriksdóttir …

SHA_forsida_top

NATO og norræn samvinna

NATO og norræn samvinna

Þegar Bandaríkjamenn réðust á Afghanistan í október 2001 höfðu þeir lítið lögmæti til þess. Eftir …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 28. febrúar n.k. verður annar fjáröflunarkvöldverður ársins haldinn í Friðarhúsi. Kokkur kvöldsins verður Geir …

SHA_forsida_top

Ályktun um loftrýmisgæslu 2014

Ályktun um loftrýmisgæslu 2014

Eins og rækilega hefur komið fram, standa nú hér á landi yfir umfangsmiklar heræfingar með …

SHA_forsida_top

Dæmisagan falska um Rúanda

Dæmisagan falska um Rúanda

Fyrst: um Bosníu og Kosovo Í fyrri grein var minnst á nokkur þau voðaverk á …

SHA_forsida_top

„Verndarskyldan“ – óskabúningur íhlutunarstefnunnar

„Verndarskyldan“ – óskabúningur íhlutunarstefnunnar

Spegillinn á Þrettándanum Þrettándadag jóla, 6. janúar, hafði Spegillinn í Ríkisútvarpinu (Pálmi Jónasson) innslag um …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður Friðarhúss

Janúarmálsverður Friðarhúss

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins verður haldinn í Friðarhúsi föstudagskvöldið 31. janúar n.k. Kokkar kvöldsins verður þríeykið …

SHA_forsida_top

Onoda á Norðurhjaranum

Onoda á Norðurhjaranum

Hiroo Onoda lést í Tókíó 91 árs að aldri. Onoda varð heimsfrægur árið 1974 þegar …

SHA_forsida_top

Bandaríkin og alþjóðalögin: félagsfundur SHA og MFÍK og fjáröflunarkvöldverður

Bandaríkin og alþjóðalögin: félagsfundur SHA og MFÍK og fjáröflunarkvöldverður

SHA og MFÍK efna til sameiginlegs félagsfundar þriðjudaginn 14. janúar í Friðarhúsi kl. 20. Þórhildur …