BREYTA

Friðargöngur í skugga ofbeldis og stríðsrekstrar - gengið í 37 ár

Fréttatilkynning frá Samstarfshópi friðarhreyfinga: Daglega berast fregnir af skelfilegum afleiðingum styrjalda víðs vegar um veröldina. Sýrland, Jemen, Írak og Líbýa eru öll nærtæk dæmi. Milljónir manna eru á flótta og hjálparstofnanir standa frammi fyrir gríðarlegu verkefni. Á sama tíma hefur sjaldan jafn háum upphæðum verið sólundað í vígbúnað. Í skugga þessa vilja íslenskir friðarsinnar hvetja fólk til að taka sér hlé frá jólaundirbúningi til að leggja sín lóð á vogarskálar friðar og afvopnunar. 37. árið í röð verður friðarganga niður Laugaveginn haldin á Þorláksmessu. Slíkar göngu verða að venju einnig haldnar á Ísafirði og Akureyri. Í Reykjavík stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir göngunni. Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 og leggur gangan af stað klukkan 18:00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Friðarhreyfingarnar selja göngufólki kerti á Hlemmi. Í lok göngu verður fundur við Austurvöll þar sem Björk Vilhelmsdóttir, flytur ávarp. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar undir stjórn kórstjórans Þorgerðar Ingólfsdóttur. Fundarstjóri er Haukur Guðmundsson. Á Ísafirði leggur friðargangan af stað frá Ísafjarðarkirkju klukkan 18:00. Gengið er niður á Silfutorg. Lúðrasveit Tónlistarskólans spilar. Brynja Huld Óskarsdóttir flytur ávarp og Helena Björg Þrastardóttir flytur ljóð. Á Akureyri hefst friðargangan klukkan 20. Safnast verður saman við Samkomuhúsið við Hafnarstræti og gengið út á Ráðhústorg. Ræðumaður er Pétur Pétursson læknir en Sigríður Íva Þórarinsdóttir syngur. Gangan á Akureyri er á vegum Friðarframtaks á Akureyri. Samstarfshópur friðarhreyfinga: Félag leikskólakennara. Friðar- og mannréttindahópur BSRB Menningar og friðarsamtökin MFÍK Samhljómur menningarheima Samtök hernaðarandstæðinga SGI á Íslandi mannúðar og friðarsamtök búddista

Færslur

SHA_forsida_top

Blóðugt ár í Írak

Blóðugt ár í Írak

Árið 2013 reyndist eitt það blóðugasta í Írak frá innrásinni í landið fyrir áratug síðan. …

SHA_forsida_top

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

Höfundur ljósmynda: Óli Gneisti Sóleyjarson This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial …

SHA_forsida_top

Óli Gneisti

Óli Gneisti

SHA_forsida_top

Ljósmyndir

Ljósmyndir

SHA_forsida_top

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Á Þorláksmessu árið 1980 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) og ýmsar …

SHA_forsida_top

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu undanfarin þrjátíu og fimm ár. …

SHA_forsida_top

Shortcode Generator

Shortcode Generator

Nectar Shortcodes Come In a Visually Intuitive Generator This allows you to create …

SHA_forsida_top

Intuitive Options Panel

Intuitive Options Panel

The Control You Desire, All Available At Your Fingertips Experience our user …

SHA_forsida_top

HD Video Series

HD Video Series

Videos Get Posted For Every Major Release Stop feeling overwhelmed by long text …

SHA_forsida_top

Ályktun frá landsfundi

Ályktun frá landsfundi

Landsfundur SHA var haldinn um liðna helgi. Lögum félagsins var breytt á fundinum og verða …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 29. nóvember verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn, glæsilegur að vanda. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

SHA_forsida_top

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Dagfari, tímarit Samtaka hernaðarandstæðinga er komið út og hefur verið sent félagsmönnum í SHA. Meðal …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 23. nóvember n.k. í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Sameiginlegur félagsfundur MFÍK og Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, miðvikudagskvöldið 13. nóvember …