BREYTA

Frumvarp um íslenska leyniþjónustu

CIA Dómsmálaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina frumvarp til breytinga á lögreglulögunum. Ráðherrann lýsir því svo á heimasíðu sinni, www.bjorn.is: „Frumvarpið snýst að meginefni um stækkun lögregluumdæma og nýskipan þeirra. Í frumvarpinu er einnig ákvæði um, að við embætti ríkislögreglustjóra og önnur lögregluembætti samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra starfi greiningardeildir til að meta áhættu og sinna greiningu á því, sem tengist alþjóðlegri eða skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkastarfsemi. Með þessu er að því stefnt, að íslenska lögreglan ráði yfir svipuðum tækjum og lögheimildum og lögregla í nágrannaríkjunum, auk þess sem þetta lýtur að sérstökum rannsóknaraðferðum lögreglu, en þær hafa til dæmis verið skilgreindar af Evrópuráðinu og heimildir til þeirra eru í lögum um réttarfar við meðferð sakamála, en endurskoðun þeirra laga er á lokastigi hér.“ Margir telja að með þessu frumvarpi sé stigið mjög varhugavert skref. Í grein eftir Sigurjón Baldur Hafsteinsson í vefritinu Kistunni í dag, 6. febrúar, segir m.a.: „Það er einnig eftirtektarvert hvernig Björn ræðir um þetta skuggafyrirbæri eins og hvert annað „rannsóknarstarf.” Og ég geri þá ráð fyrir því að það séu rannsóknir á fólki. Í þeim tilvikum þar sem fræðimenn ætla að stunda rannsóknir á fólki þurfa þeir leyfi til þess frá viðeigandi yfirvöldum s.s. eins og Persónuvernd og ekki síst fólkinu sjálfu sem ætlað er að taka þátt í slíkum rannsóknum. Í tilviki Björns geri ég ráð fyrir að ekki verði farið eftir slíkum reglum og er því nærtækara að kalla starf þessarar deildar njósnir. En það er rétta orðið yfir athæfi sem þetta.“ Greinina má nálgast í heild hér. Þá vakti Ögmundur Jónasson máls á þessu á Alþingi í dag með fyrirpurn til ráðherra. Umræðurnar má nálgast hér. Það er full ástæða til að fylgjast vel með framvindu þessa frumvarps og taka höndum saman um að koma í veg fyrir að það verði að lögum. eó

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr Nató, herinn . . .

Ísland úr Nató, herinn . . .

Eftirfarandi grein Jóns Torfasonar birtist í Morgunpósti VG 10. október Fyrsti október var mikill gleðidagur. …

SHA_forsida_top

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Þeim tíðindum ber að fagna, sem berast frá utanríkisráðuneytinu, að nú eigi að mýkja ásýnd …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í kvöld í útleigu til félagasamtaka.

SHA_forsida_top

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Ályktun Þjóðarhreyfingin - með lýðræði minnir á, að þótt varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna 1951 væri …

SHA_forsida_top

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Við minnum á friðarfundinn á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.

SHA_forsida_top

Ofbeldi leysir engan vanda

Ofbeldi leysir engan vanda

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist í styttri útgáfu í Fréttablaðinu Oft er hamrað á því …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuógn núna?

Kjarnorkuógn núna?

Alþjóðlegt átak til afvopnunar Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15 Við minnum á …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Samtök herstöðvaandstæðinga lýsa vanþóknun sinni á svokallaðri vináttuheimsókn bandaríska herskipsins USS Wasp. Íslenskt land, íslenskar …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Mánaðarlegur fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Borðhald hefst kl. 19 en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

SHA_forsida_top

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Fimmtudaginn 12. október er áætlað að bandaríska herskipið USS Wasp komi til Reykjavíkur og leggist …

SHA_forsida_top

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

Frá MFÍK Opinn félagsfundur miðvikudaginn 11.október kl. 19 í Friðarhúsi (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar). …

SHA_forsida_top

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

CTBT-samningurinn Samningurinn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBT-samningurinn) var gerður árið 1996. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Það eru ill tíðindi sem berast nú frá Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu sprengdu í nótt …

SHA_forsida_top

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Húmanistahreyfingin beitir sér fyrir friðarfundi á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október n.k. kl. 15.00. Þetta er …

SHA_forsida_top

Herinn farinn

Herinn farinn

Steinar Harðarson skrifar á Morgunpósti VG 3. október: Í sumar gerði ég þá ánægjulegu …