BREYTA

Frumvarp um íslenska leyniþjónustu

CIA Dómsmálaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina frumvarp til breytinga á lögreglulögunum. Ráðherrann lýsir því svo á heimasíðu sinni, www.bjorn.is: „Frumvarpið snýst að meginefni um stækkun lögregluumdæma og nýskipan þeirra. Í frumvarpinu er einnig ákvæði um, að við embætti ríkislögreglustjóra og önnur lögregluembætti samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra starfi greiningardeildir til að meta áhættu og sinna greiningu á því, sem tengist alþjóðlegri eða skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkastarfsemi. Með þessu er að því stefnt, að íslenska lögreglan ráði yfir svipuðum tækjum og lögheimildum og lögregla í nágrannaríkjunum, auk þess sem þetta lýtur að sérstökum rannsóknaraðferðum lögreglu, en þær hafa til dæmis verið skilgreindar af Evrópuráðinu og heimildir til þeirra eru í lögum um réttarfar við meðferð sakamála, en endurskoðun þeirra laga er á lokastigi hér.“ Margir telja að með þessu frumvarpi sé stigið mjög varhugavert skref. Í grein eftir Sigurjón Baldur Hafsteinsson í vefritinu Kistunni í dag, 6. febrúar, segir m.a.: „Það er einnig eftirtektarvert hvernig Björn ræðir um þetta skuggafyrirbæri eins og hvert annað „rannsóknarstarf.” Og ég geri þá ráð fyrir því að það séu rannsóknir á fólki. Í þeim tilvikum þar sem fræðimenn ætla að stunda rannsóknir á fólki þurfa þeir leyfi til þess frá viðeigandi yfirvöldum s.s. eins og Persónuvernd og ekki síst fólkinu sjálfu sem ætlað er að taka þátt í slíkum rannsóknum. Í tilviki Björns geri ég ráð fyrir að ekki verði farið eftir slíkum reglum og er því nærtækara að kalla starf þessarar deildar njósnir. En það er rétta orðið yfir athæfi sem þetta.“ Greinina má nálgast í heild hér. Þá vakti Ögmundur Jónasson máls á þessu á Alþingi í dag með fyrirpurn til ráðherra. Umræðurnar má nálgast hér. Það er full ástæða til að fylgjast vel með framvindu þessa frumvarps og taka höndum saman um að koma í veg fyrir að það verði að lögum. eó

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …