BREYTA

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Þriðjudaginn 6. maí lagði Steingrímur J. Sigfússon fram fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi um kostnað við eftirlitsflug franskra herþota hér og réttarstöðu frönsku hersveitarinnar, m.a. með tilliti til vopnaburðar og heimilda til að stöðva ferðir flugvéla hér við land. Utanríkisráðherra skaut sér að mestu undan því að svara seinni hluta fyrirspurnarinnar, en afsakaði þetta dæmalausa fíflaverk svo: „Hvað varðar þessa frönsku sveit sem hingað er komin þá er hún komin í samræmi við þá niðurstöðu sem fékkst á vettvangi NATO eftir að forsætisráðherra hafði óskað eftir því að NATO legði á það mat með hvaða hætti við þyrftum að halda úti eftirliti með lofthelgi okkar á Íslandi þannig að viðunandi væri. Niðurstaða NATO varð sú að við þyrftum að hafa ratsjáreftirlitskerfi sem væri tengt við NATINATS eftirlitskerfi NATO í Evrópu og síðan flugsveitir til eftirlits ársfjórðungslega, það mundi vera við hæfi. Eftir þessu er unnið. Nú er komin hingað frönsk sveit eins og hér hefur réttilega komið fram. Ég held að það hljóti að teljast nokkur tíðindi að Frakkar séu komnir hingað með eftirlitssveit sína. Þetta er í fyrsta skipti sem aðrir en bandarískar sveitir hafa eftirlit með íslenskri lofthelgi og er reyndar liður í Evrópuvæðingu öryggis- og varnarmála okkar og það merkilega við þetta er líka að Frakkar hafa hingað til staðið fyrir utan hermálanefnd NATO og ekki verið þátttakendur í því starfi. Kostnaður, samkvæmt ramma fjárlaga í utanríkisráðuneytinu, við allt eftirlit í lofthelgi, er 200 millj. kr. og ekki er gert ráð fyrir því að fara fram úr þeim ramma.“ Sjá nánar: www.althingi.is/altext/135/05/l06133651.sgml Fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins um eftirlitsflugið - eða loftrýmisgæsluna - er að finna á vef ráðuneytisins.

Færslur

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, IV.hluti: Loftrýmiseftirlit

Hverju svara flokkarnir, IV.hluti: Loftrýmiseftirlit

4. spurning: Telur hreyfing ykkar að „loftrýmiseftirlit“ Nató-þjóða við Ísland þjóni einhverjum tilgangi - sé …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, III.hluti: Stjórnarskrármál

Hverju svara flokkarnir, III.hluti: Stjórnarskrármál

3. spurning: Telur hreyfing ykkar rétt að binda í stjórnarskrá að Ísland megi aldrei fara …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

Friðarvefurinn heldur áfram að birta svör stjórnmálaflokkanna við spurningalista Samtaka hernaðarandstæðinga um friðar- og afvopnunarmál. …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

Samtök hernaðarandstæðinga sendu á dögunum spurningalista til þeirra flokka og stjórnmálahreyfinga sem boðað höfðu framboð …

SHA_forsida_top

Útifundur á Austurvelli, 30. mars

Útifundur á Austurvelli, 30. mars

Þann 30. mars árið 1949, fyrir sextíu árum síðan, samþykkti Alþingi inngöngu Íslands í Nató. …

SHA_forsida_top

Matseðill föstudagsins

Matseðill föstudagsins

Matseðill fjáröflunarmálsverðar Friðarhúss n.k. föstudag liggur nú fyrir. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina. * …

SHA_forsida_top

Ísland úr Nató - þétt dagskrá

Ísland úr Nató - þétt dagskrá

Um þessar mundir eru sextíu ár frá stofnun hernaðarbandalagsins Nató. Að því tilefni munu Samtök …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

SHA_forsida_top

Útifundur á Austurvelli

Útifundur á Austurvelli

Aðild Íslands að Nató mótmælt á 60 ára afmæli Natóinngöngunnar.

SHA_forsida_top

Frumvarp um kjarnorkuvopnalaust Ísland á Alþingi

Frumvarp um kjarnorkuvopnalaust Ísland á Alþingi

Við sögðum frá því 6. mars að þá stæði til að setja á dagskrá Alþingis …

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Myndasýning frá Austurvelli

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Operation Gladio - bresk heimildarmynd.

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató í nútíð og framtíð, Silja Bára Ómarsdóttir.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur sunnudaginn 8.mars 2009 kl.14 Breytt samfélag – aukinn jöfnuð! Fundarstjóri: …

SHA_forsida_top

Gamalt baráttumál á dagskrá Alþingis

Gamalt baráttumál á dagskrá Alþingis

SHA hafa um langt skeið barist fyrir friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og umferð kjarnorkuknúinna farartækja. …