BREYTA

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Þriðjudaginn 6. maí lagði Steingrímur J. Sigfússon fram fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi um kostnað við eftirlitsflug franskra herþota hér og réttarstöðu frönsku hersveitarinnar, m.a. með tilliti til vopnaburðar og heimilda til að stöðva ferðir flugvéla hér við land. Utanríkisráðherra skaut sér að mestu undan því að svara seinni hluta fyrirspurnarinnar, en afsakaði þetta dæmalausa fíflaverk svo: „Hvað varðar þessa frönsku sveit sem hingað er komin þá er hún komin í samræmi við þá niðurstöðu sem fékkst á vettvangi NATO eftir að forsætisráðherra hafði óskað eftir því að NATO legði á það mat með hvaða hætti við þyrftum að halda úti eftirliti með lofthelgi okkar á Íslandi þannig að viðunandi væri. Niðurstaða NATO varð sú að við þyrftum að hafa ratsjáreftirlitskerfi sem væri tengt við NATINATS eftirlitskerfi NATO í Evrópu og síðan flugsveitir til eftirlits ársfjórðungslega, það mundi vera við hæfi. Eftir þessu er unnið. Nú er komin hingað frönsk sveit eins og hér hefur réttilega komið fram. Ég held að það hljóti að teljast nokkur tíðindi að Frakkar séu komnir hingað með eftirlitssveit sína. Þetta er í fyrsta skipti sem aðrir en bandarískar sveitir hafa eftirlit með íslenskri lofthelgi og er reyndar liður í Evrópuvæðingu öryggis- og varnarmála okkar og það merkilega við þetta er líka að Frakkar hafa hingað til staðið fyrir utan hermálanefnd NATO og ekki verið þátttakendur í því starfi. Kostnaður, samkvæmt ramma fjárlaga í utanríkisráðuneytinu, við allt eftirlit í lofthelgi, er 200 millj. kr. og ekki er gert ráð fyrir því að fara fram úr þeim ramma.“ Sjá nánar: www.althingi.is/altext/135/05/l06133651.sgml Fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins um eftirlitsflugið - eða loftrýmisgæsluna - er að finna á vef ráðuneytisins.

Færslur

SHA_forsida_top

NATO-ráðstefnu mótmælt

NATO-ráðstefnu mótmælt

Nokkur hópur fólks mætti við Hilton Reykjavik Nordica Hotel við Suðurlandsbraut um klukkan hálfsjö í …

SHA_forsida_top

ÁRÍÐANDI - Nató-kokteillinn verður á Nordica

ÁRÍÐANDI - Nató-kokteillinn verður á Nordica

Eftir mikinn feluleik sem staðið hefur síðasta hálfa sólarhringinn er komið í ljós að móttakan …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Mótmælum Nató-stjóranum

Mótmælum Nató-stjóranum

Fyrir dyrum stendur ráðstefna á vegum Nató og íslenskra stjórnvalda, sem haldin verður á Hilton …

SHA_forsida_top

Nató mótmæli – ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Nató mótmæli – ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Fregnirnar af fyrirhuguðum mótmælum hernaðarandstæðinga í tengslum við móttöku þá sem halda á fyrir gesti …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss

Aðalfundur Friðarhúss

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf

SHA_forsida_top

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

18. desember sl. var hér á Friðarvefnum farið yfir tillögur fjárlagafrumvarpsins fyrir 2009 um útgjöld …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA v. fjöldamorða á Gaza

Ályktun frá SHA v. fjöldamorða á Gaza

Samtök hernaðarandstæðinga fordæma grimmdarverk Ísraelshers á Gaza-svæðinu, sem heimurinn hefur orðið vitni að undanfarna daga. …

SHA_forsida_top

Friðarhreyfingin og borgaraleg óhlýðni

Friðarhreyfingin og borgaraleg óhlýðni

Borgaraleg óhlýðni hefur verið talsvert til umræðu upp á síðkastið, ekki hvað síst í tengslum …

SHA_forsida_top

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza á Lækjartorgi, þriðjudag 30. desember kl. 16 Kröfur …

SHA_forsida_top

Ráðherra efast um eldflaugar í A-Evrópu

Ráðherra efast um eldflaugar í A-Evrópu

Við sögðum frá því hér á Friðarvefnum 9. desember að utanríkisráðherrar NATO hefðu samþykkt á …

SHA_forsida_top

Ávarp Birnu Þórðardóttur á Ingólfstorgi í Reykjavík í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Ávarp Birnu Þórðardóttur á Ingólfstorgi í Reykjavík í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Friðarins fólk! Stórt orð friður Fyrir 40 árum – tæpum – hitti ég Mohamed …