BREYTA

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Þriðjudaginn 6. maí lagði Steingrímur J. Sigfússon fram fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi um kostnað við eftirlitsflug franskra herþota hér og réttarstöðu frönsku hersveitarinnar, m.a. með tilliti til vopnaburðar og heimilda til að stöðva ferðir flugvéla hér við land. Utanríkisráðherra skaut sér að mestu undan því að svara seinni hluta fyrirspurnarinnar, en afsakaði þetta dæmalausa fíflaverk svo: „Hvað varðar þessa frönsku sveit sem hingað er komin þá er hún komin í samræmi við þá niðurstöðu sem fékkst á vettvangi NATO eftir að forsætisráðherra hafði óskað eftir því að NATO legði á það mat með hvaða hætti við þyrftum að halda úti eftirliti með lofthelgi okkar á Íslandi þannig að viðunandi væri. Niðurstaða NATO varð sú að við þyrftum að hafa ratsjáreftirlitskerfi sem væri tengt við NATINATS eftirlitskerfi NATO í Evrópu og síðan flugsveitir til eftirlits ársfjórðungslega, það mundi vera við hæfi. Eftir þessu er unnið. Nú er komin hingað frönsk sveit eins og hér hefur réttilega komið fram. Ég held að það hljóti að teljast nokkur tíðindi að Frakkar séu komnir hingað með eftirlitssveit sína. Þetta er í fyrsta skipti sem aðrir en bandarískar sveitir hafa eftirlit með íslenskri lofthelgi og er reyndar liður í Evrópuvæðingu öryggis- og varnarmála okkar og það merkilega við þetta er líka að Frakkar hafa hingað til staðið fyrir utan hermálanefnd NATO og ekki verið þátttakendur í því starfi. Kostnaður, samkvæmt ramma fjárlaga í utanríkisráðuneytinu, við allt eftirlit í lofthelgi, er 200 millj. kr. og ekki er gert ráð fyrir því að fara fram úr þeim ramma.“ Sjá nánar: www.althingi.is/altext/135/05/l06133651.sgml Fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins um eftirlitsflugið - eða loftrýmisgæsluna - er að finna á vef ráðuneytisins.

Færslur

SHA_forsida_top

Þroskumst sem þjóð

Þroskumst sem þjóð

Eftirfarandi grein eftir Stefán Þorgrímsson birtist í Morgunblaðinu 23. október Við Íslendingar höfum nú fengið …

SHA_forsida_top

Varnir Íslands upp á náð Kínverja?

Varnir Íslands upp á náð Kínverja?

Frétt í Morgunblaðinu 22. október hófst svo: „Íslendingar munu fagna áramótunum með hefðbundnum hætti. Það …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA v. Bretaflugs

Ályktun frá SHA v. Bretaflugs

Samtök hernaðarandstæðinga fagna orðum starfandi utanríkisráðherra um að heimsóknir breskra herþotna verði afþakkaðar á næstunni …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Annar heimur er mögulegur - European Social Forum í Málmey

Annar heimur er mögulegur - European Social Forum í Málmey

Sjá frásögn Guðríðar Sigurbjörnsdóttur og Önnu Sigríðar Hróðmarsdóttur á vef MFÍK: www.mfik.is/European%20Social%20Forum%202008.htm …

SHA_forsida_top

Fundur um „European Social Forum“

Fundur um „European Social Forum“

Opinn félagsfundur MFÍK þriðjudaginn 7. október kl. 19 í Friðarhúsinu (á horni Njálsgötu og …

SHA_forsida_top

Málsverður, föstudagskvöld

Málsverður, föstudagskvöld

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 3. október. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina og …

SHA_forsida_top

Stjórn Friðarhúss fundar

Stjórn Friðarhúss fundar

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

SHA_forsida_top

Evrópski samfélagsvettvangurinn í Malmö 17.-21. september

Evrópski samfélagsvettvangurinn í Malmö 17.-21. september

Dagana 17. til 21. september síðastliðinn var fimmti Evrópski samfélagsvettvangurinn (Europan Social Forum - …

SHA_forsida_top

Málsverðurinn frestast!

Málsverðurinn frestast!

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss sem vera átti í dag, föstudag, frestast um viku vegna veikinda. Ný dagsetning …

SHA_forsida_top

Komum taumhaldi á vopnin

Komum taumhaldi á vopnin

Amnesty International hefur undanfarin fimm ár staðið að herferðinni „Komum taumhaldi á vopni“ ásamt samtökunum …

SHA_forsida_top

Málsverðurinn frestast!

Málsverðurinn frestast!

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss sem vera átti á morgun, föstudag, frestast um viku vegna veikinda. Ný dagsetning …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Hinir feykivinsælu fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hefjast á ný n.k. föstudagskvöld, 26. september. Systa sér um …

SHA_forsida_top

Gagnflaugakerfið og „virka utanríkisstefnan“

Gagnflaugakerfið og „virka utanríkisstefnan“

eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 12. september Ein glórulausasta hervæðingarárátta …