Í fréttatilkynningu Bandaríkjahers þann 29. ágúst árið 2019 kom fram að herinn liti á Ísland sem útstöð (forward location) fyrir B-2 sprengjuflugvélar sínar. Vélar þessar eru taldar mikil tækniundur og er ætlað að fljúga óséðum langt inn á yfirráðasvæði mögulegra óvina og varpa þar sprengjum, þar með talið kjarnorkusprengjum. Þessi yfirlýsing frá 2019 var nýverið rifjuð upp í tengslum við endurkomu véla af þessari tegund til Keflavíkurflugvallar. Samtök hernaðarandstæðinga vilja því spyrja utanríkisráðuneytið eftirfarandi spurninga
- Hvað felst að mati ráðuneytisins í hugtakinu útstöð?
- Felur tilvitnuð yfirlýsing Bandaríkjahers í sér breytingu á hernaðarlegri stöðu Keflavíkurflugvallar?
- Hefur verið gert sérstakt samkomulag við íslensk stjórnvöld um viðveru og umsvif þessara véla hér á landi?
- Hvert væri efni slíks samkomulags?
- Telur ráðuneytið að staða Keflavíkurflugvallar sem útstöðvar véla sem m.a. eru ætlaðar til beitingar kjarnorkuvopna samrýmist markmiðum og anda þjóðaröryggisstefnu Íslands sem tiltekur sérstaklega bann við slíkum vopnum hér á landi?


Martyn Lowe, bókavörður, friðarsinni og aktívisti, verður gestur á félagsfundi SHA miðvikudaginn 26. október …

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa yfirleitt verið haldnir síðasta föstudagskvöld í mánuði. Næstu tvö skiptin verður breyting …

Miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar í Friðarhúsi. Tilefnið er …

Opinn félagsfundur MFÍK verður í Friðarhúsi miðvikudaginn 19. október kl. 19.00. Sigríður Víðis Jónsdóttir mun …

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar: Á morgun laugardaginn 15. október verður …

Samtök hernaðarandstæðinga og MFÍK efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, mánudagskvöldið 10. október …

Þann 26. sept var haldinn á Akureyri aðalfundur hjá Norðurlandsdeild SHA sem jafnframt var opinn …

2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi og hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað daginn baráttunni fyrir tilveru …

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. september. Kokkar kvöldsins …

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir félagsfundi á Akureyri sk. mánudagskvöld. Umræðuefnið var „Nýja Nató og þátttaka …

Vakin er athygli á mótmælastöðu Íslands-Palestínu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna fimmtudaginn 22.september klukkan 17:00. Elva …

Mánudaginn 19. september kl. 15 hefst næsti þáttur í farsanum Ákæruvaldið gegn Lalla sjúkraliða. …

(Ljóð þetta var flutt á kertafleytingu friðarsinna á Egilsstöðum í ágúst sl.) Og enn þann …

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …