Í fréttatilkynningu Bandaríkjahers þann 29. ágúst árið 2019 kom fram að herinn liti á Ísland sem útstöð (forward location) fyrir B-2 sprengjuflugvélar sínar. Vélar þessar eru taldar mikil tækniundur og er ætlað að fljúga óséðum langt inn á yfirráðasvæði mögulegra óvina og varpa þar sprengjum, þar með talið kjarnorkusprengjum. Þessi yfirlýsing frá 2019 var nýverið rifjuð upp í tengslum við endurkomu véla af þessari tegund til Keflavíkurflugvallar. Samtök hernaðarandstæðinga vilja því spyrja utanríkisráðuneytið eftirfarandi spurninga
- Hvað felst að mati ráðuneytisins í hugtakinu útstöð?
- Felur tilvitnuð yfirlýsing Bandaríkjahers í sér breytingu á hernaðarlegri stöðu Keflavíkurflugvallar?
- Hefur verið gert sérstakt samkomulag við íslensk stjórnvöld um viðveru og umsvif þessara véla hér á landi?
- Hvert væri efni slíks samkomulags?
- Telur ráðuneytið að staða Keflavíkurflugvallar sem útstöðvar véla sem m.a. eru ætlaðar til beitingar kjarnorkuvopna samrýmist markmiðum og anda þjóðaröryggisstefnu Íslands sem tiltekur sérstaklega bann við slíkum vopnum hér á landi?

Miðvikudagskvöldið 16. mars kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til umræðufundar í Friðarhúsi. Yfirskriftin er: „Hvað …

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf, eignarhaldsfélagsins sem stóð að baki kaupunum á húsnæðinu að Njálsgötu 87, …

Á dögunum féll dómur í máli ákæruvaldsins gegn hinum svokölluðu 9-menningum, sem sökuð voru um …

Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þriðjudaginn 8.mars kl.17. Dagskrá Frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpar samkomuna í …

Bandaríska heimildarmyndin No End in Sight, frá árinu 2007, verður sýnd í Friðarhúsi mánudagskvöldið 28. …

Bandaríska verðlaunamyndin No End in Sight.

Borðhald hefst kl. 19.

Fjáröflunarmálsverður febrúarmánaðar verður haldinn föstudagskvöldið 25.feb. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina, Matseðill: * Gufusoðin …

Á síðasta ári var danska heimildarmyndin Armadillo frumsýnd, en hún fjallar um danskan herflokk í …

Danska heimildarmyndin Armadillo í Friðarhúsi.

Steinunn Rögnvaldsdóttir, fv. miðnefndarkona í Samtökum hernaðarandstæðinga er um þessar mundir við nám í Noregi. …

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 28. janúar kl. 19. Matseld verður að þessu sinni …

Friðargöngur verða haldnar á þremur stöðum á landinu á Þorláksmessu. Eins og fram hefur komið …

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til blysfarar niður Laugaveginn á Þorláksmessu á hverju ári undanfarna þrjá …

Loksins geta Skagfirðingar komist í friðargöngu fyrir jólin. Athygli friðarsinna nyrðra er vakin á þessari …