BREYTA

Gæluverkefni sett á ís?

images 04Þær gleðilegu fregnir hafa nú borist úr utanríkisráðuneyti Íslands að til standi að slá af niðurgreiddar herflugsæfingar Natóherja hér á landi, sem hlotið hefur þann uppskrúfaða titil “loftrýmiseftirlit”. Samtök hernaðarandstæðinga hafa alla tíð gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir að standa að heræfingum þessum og bent á hversu fráleit sóun þær séu á skattfé borgaranna. SHA hafa bent á að æfingar Natóflugsveita hafi engu jákvæðu hlutverki að gegna fyrir íslenskt samfélag og tryggi hvorki öryggi lands né þjóðar með neinum hætti. Sú kenning hefur verið reifuð á þessum vettvangi að áhugi íslenskra stjórnvalda á slíkum æfingum byggist fyrst og fremst á flottræfilshætti og þeirri hugmynd að til að vera “þjóð meðal þjóða” þurfi Íslendingar að geta státað af vígvélum – eða í það minnsta fengið þær leigðar eins og nokkrar vikur í senn. Viðbrögð utanríkisráðuneytisins nú renna stoðum undir þessa kenningu. Þegar harðnar á dalnum í efnahagslífinu, reynast stjórnvöld skyndilega fús til að viðurkenna tilgangsleysi “loftrýmiseftirlitsins”. Heræfingar þessar voru dýr munaður – gæluverkefni sem vígfús stjórnvöld gátu leyft sér á þenslutímum. Blessunarlega var slökkt á hreyflum herþotna ríkisstjórnar Íslands um leið og einkaþotur útrásarvíkinganna voru lagðar til hliðar. Rökrétt næsta skref er að íslensk stjórnvöld leiðrétti mistök sín frá vormánuðum og leysi upp nýstofnaða Varnarmálastofnun. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Um orðið varnarlið

Um orðið varnarlið

Erindi Árna Björnssonar á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Það kom fólki …

SHA_forsida_top

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Erindi Jóhanns Geirdal á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Komið þið sæl og …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag

SHA_forsida_top

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Á velheppnaðri herkveðjuhátíð Vinstri grænna á Suðurnesjum sem haldin var á Ránni í Keflavík í …

SHA_forsida_top

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

eftir Jóhann Geirdal Eftirfarandi greinaflokkur eftir Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, birtist á vefritinu …

SHA_forsida_top

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Húsfyllir var á veitingahúsinu Ránni í Keflavík laugardaginn 22. apríl þegar herstöðvaandstæðingar á Suðurnesjum héldu …

SHA_forsida_top

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Vinstri græn á Suðurnesjum standa fyrir herkveðjuhátíð á Ránni í Keflavík nk. laugardag kl. 13-17. …

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Evrópskir herstöðvaandstæðingar á samfélagsþinginu í Aþenu Fjórða Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum - …

SHA_forsida_top

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípan, spurningakeppni SHA í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Friðarpípan í Friðarhúsi 15. apríl Páskarnir eru tími ferðalaga. Friðarsinnar sem hyggjast halda sig í …

SHA_forsida_top

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Í dag, 6. apríl, flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um utanríkismál á Alþingi. Ræðu ráðherrans og …

SHA_forsida_top

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna Ekki virðist það nú hafa vakið mikinn ugg hjá þjóðinni …

SHA_forsida_top

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Kristinn Schram og Kolbeinn Óttarsson Proppé fjalla um fréttaflutning af fundum andstæðinga Íraksstríðsins …

SHA_forsida_top

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Fimmtudaginn 30. mars var tekin fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um yfirtöku …