BREYTA

Gæluverkefni sett á ís?

images 04Þær gleðilegu fregnir hafa nú borist úr utanríkisráðuneyti Íslands að til standi að slá af niðurgreiddar herflugsæfingar Natóherja hér á landi, sem hlotið hefur þann uppskrúfaða titil “loftrýmiseftirlit”. Samtök hernaðarandstæðinga hafa alla tíð gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir að standa að heræfingum þessum og bent á hversu fráleit sóun þær séu á skattfé borgaranna. SHA hafa bent á að æfingar Natóflugsveita hafi engu jákvæðu hlutverki að gegna fyrir íslenskt samfélag og tryggi hvorki öryggi lands né þjóðar með neinum hætti. Sú kenning hefur verið reifuð á þessum vettvangi að áhugi íslenskra stjórnvalda á slíkum æfingum byggist fyrst og fremst á flottræfilshætti og þeirri hugmynd að til að vera “þjóð meðal þjóða” þurfi Íslendingar að geta státað af vígvélum – eða í það minnsta fengið þær leigðar eins og nokkrar vikur í senn. Viðbrögð utanríkisráðuneytisins nú renna stoðum undir þessa kenningu. Þegar harðnar á dalnum í efnahagslífinu, reynast stjórnvöld skyndilega fús til að viðurkenna tilgangsleysi “loftrýmiseftirlitsins”. Heræfingar þessar voru dýr munaður – gæluverkefni sem vígfús stjórnvöld gátu leyft sér á þenslutímum. Blessunarlega var slökkt á hreyflum herþotna ríkisstjórnar Íslands um leið og einkaþotur útrásarvíkinganna voru lagðar til hliðar. Rökrétt næsta skref er að íslensk stjórnvöld leiðrétti mistök sín frá vormánuðum og leysi upp nýstofnaða Varnarmálastofnun. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Munið 18. mars! Alþjóðlegur baráttudagur gegn Íraksstríðinu

Munið 18. mars! Alþjóðlegur baráttudagur gegn Íraksstríðinu

Kl. 13: Háskólabíó. Almennur borgarafundur Kl. 15: Ingólfstorg. Útifundur Írak: Stöðvum stríðið strax! Íran: …

SHA_forsida_top

INNRÁSIN Í ÍRAK – EKKI Í OKKAR NAFNI!

INNRÁSIN Í ÍRAK – EKKI Í OKKAR NAFNI!

Háskólabíó – laugardaginn 18. mars kl 13:00-14:45 FRUMSÝNING HEIMILDARMYNDAR & UMRÆÐUR Þjóðarhreyfingin – með …

SHA_forsida_top

Íraksdagar í Friðarhúsi - þriðjudagur & miðvikudagur

Íraksdagar í Friðarhúsi - þriðjudagur & miðvikudagur

Þriðjudagskvöldið 14. mars mun Dagur Þorleifsson fjalla um þá ólíku trúarhópa og þjóðflokka sem byggja …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Sagnfræðingurinn Dagur Þorleifsson fjallar um sögulegan bakgrunn borgarastyrjaldarinnar í Írak.

SHA_forsida_top

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Mánudagskvöldið 13. mars verður sýnd heimildarmynd sem nefnist Private Warriors og fjallar um hinn einkavædda …

SHA_forsida_top

Dr. Michael Rubin, gestur Háskóla íslands, ákærður fyrir undirbúning árásarstríðs

Dr. Michael Rubin, gestur Háskóla íslands, ákærður fyrir undirbúning árásarstríðs

Nú í kvöld, 12. mars, var lögð fram ákæra á hendur dr. Michael Rubin frá …

SHA_forsida_top

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Samtök herstöðvaandstæðinga standa fyrir fjölbreyttri dagskrá alla þessa viku í tilefni að því að senn …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Sýnd verður heimildarmyndin Private Warriors úr Frontline-myndaröð PBS.

SHA_forsida_top

Álfyrirtækin og Ísland – fundur á Akureyri 11. mars

Álfyrirtækin og Ísland – fundur á Akureyri 11. mars

Stefna, félag vinstri manna, heldur umræðufund um efnið Álver og efnahagslegt sjálfstæði í Lárusarhúsi …

SHA_forsida_top

Stríðsæsingamaður heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands

Stríðsæsingamaður heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands

Mánudaginn 13. mars mun Bandaríkjamaður nokkur að nafni dr. Michael Rubin halda fyrirlestur á vegum …

SHA_forsida_top

Vinnufundur v. 18. mars

Vinnufundur v. 18. mars

Hópur nema úr framhaldsskólum og Háskólanum funda til að undirbúa mótmælin 18. mars.

SHA_forsida_top

Bandaríkin setja upp varanlegar herstöðvar í Írak

Bandaríkin setja upp varanlegar herstöðvar í Írak

Nýlega var einhver fréttaflutningur um það að Bandaríkjamenn hygðust draga allt sitt herlið út úr …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

8. mars: munið fundinn í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 17

8. mars: munið fundinn í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 17

Þróunaraðstoð – í þágu hverra? Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur …

SHA_forsida_top

18. mars: fundur í Háskólabíói kl 13, útifundur á Ingólfstorgi kl. 15

18. mars: fundur í Háskólabíói kl 13, útifundur á Ingólfstorgi kl. 15

Það verður mikið um að vera í Reykjavík 18. mars þegar þess verður minnst um …