BREYTA

Gæluverkefni sett á ís?

images 04Þær gleðilegu fregnir hafa nú borist úr utanríkisráðuneyti Íslands að til standi að slá af niðurgreiddar herflugsæfingar Natóherja hér á landi, sem hlotið hefur þann uppskrúfaða titil “loftrýmiseftirlit”. Samtök hernaðarandstæðinga hafa alla tíð gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir að standa að heræfingum þessum og bent á hversu fráleit sóun þær séu á skattfé borgaranna. SHA hafa bent á að æfingar Natóflugsveita hafi engu jákvæðu hlutverki að gegna fyrir íslenskt samfélag og tryggi hvorki öryggi lands né þjóðar með neinum hætti. Sú kenning hefur verið reifuð á þessum vettvangi að áhugi íslenskra stjórnvalda á slíkum æfingum byggist fyrst og fremst á flottræfilshætti og þeirri hugmynd að til að vera “þjóð meðal þjóða” þurfi Íslendingar að geta státað af vígvélum – eða í það minnsta fengið þær leigðar eins og nokkrar vikur í senn. Viðbrögð utanríkisráðuneytisins nú renna stoðum undir þessa kenningu. Þegar harðnar á dalnum í efnahagslífinu, reynast stjórnvöld skyndilega fús til að viðurkenna tilgangsleysi “loftrýmiseftirlitsins”. Heræfingar þessar voru dýr munaður – gæluverkefni sem vígfús stjórnvöld gátu leyft sér á þenslutímum. Blessunarlega var slökkt á hreyflum herþotna ríkisstjórnar Íslands um leið og einkaþotur útrásarvíkinganna voru lagðar til hliðar. Rökrétt næsta skref er að íslensk stjórnvöld leiðrétti mistök sín frá vormánuðum og leysi upp nýstofnaða Varnarmálastofnun. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

List, sannleikur og stjórnmál

List, sannleikur og stjórnmál

Ræða Harolds Pinters við móttöku Bókmenntaverðlauna Nóbels 2005 í Tímariti Máls og menningar …

SHA_forsida_top

Hefjið Safnanótt í Friðarhúsi

Hefjið Safnanótt í Friðarhúsi

Föstudaginn 24. febrúar verður Safnanótt haldin í miðborg Reykjavíkur í tengslum við Vetrarhátíð borgarinnar. Boðið …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Systa eldar …

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Spurningakeppni SHA verður haldin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar!

Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar!

Hafin er undirskriftasöfnun og barátta gegn hugsanlegri árás Bandaríkjanna á Íran. Í því skyni …

SHA_forsida_top

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípan, spurningakeppni SHA, verður haldin í fjórða sinn laugardaginn 18. febrúar í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Munið fundinn í Friðarhúsi í kvöld kl. 8

Munið fundinn í Friðarhúsi í kvöld kl. 8

“Gekk ég yfir sjó og land…” - Frásagnir frá Bamako og Caracas

SHA_forsida_top

Skopmyndirnar af Múhameð, 2. hluti: Þetta er nú ekki alveg svona einfalt!

Skopmyndirnar af Múhameð, 2. hluti: Þetta er nú ekki alveg svona einfalt!

eftir Jan Øberg Jan Øberg, framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future Research …

SHA_forsida_top

Þingfulltrúar segja frá

Þingfulltrúar segja frá

Fundur með þremur Íslendingum sem sóttu heim alþjóðasamfélagsþingin í Malí og Venesúela fyrr á þessu …

SHA_forsida_top

"Gekk ég yfir sjó og land..." - Frásagnir frá Bamako og Caracas

"Gekk ég yfir sjó og land..." - Frásagnir frá Bamako og Caracas

Fyrr á þessu ári var alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum – haldið í Bamako …

SHA_forsida_top

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

Stöðugt berast fréttir af undirbúningi aðgerða gegn Íraksstríðinu víðs vegar um heim 18.-19. mars. Á …

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK 2006

Aðalfundur MFÍK 2006

Frá MFÍK Aðalfundur MFÍK 2006 verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20 í Friðarhúsinu, …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur MFÍK vegna 8. mars í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Opinn fundur miðnefndar SHA í Friðarhúsi um starfið framundan.

SHA_forsida_top

Skopmyndirnar af Múhameð – frelsi til að bæla sannleikann

Skopmyndirnar af Múhameð – frelsi til að bæla sannleikann

eftir Jan Øberg Jan Øberg, er framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future …