BREYTA

Háskólinn setur niður

Á morgun, mánudag, verður efnt til málstofu í Háskóla Íslands þar sem rætt verður um málefni Afganistan. Framsögumenn á fundinum eru báðir kynntir til sögunnar sem fræðimenn, en reynast hafa starfað sem embættismenn eða ráðgjafar í utanríkisþjónustum Bandaríkjanna og Bretlands eða á vettvangi Nató. Titill málstofunnar er raunar óvenju hreinskilinn: “Mikilvægi Afganistan fyrir Nató” – sem tekur af öll tvímæli um að fyrirlesararnir telja hernaðinn í Afganistan snúast um hagsmuni hernaðarbandalagsins en ekki afgönsku þjóðarinnar. Fundurinn er á vegum Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands, en sú stofnun hefur á síðustu misserum verið iðin við að blása til funda af þessu tagi. Dagskrá þessara funda má sjá hér. Ef listinn yfir fyrirlestrana er lesinn, kemur skýr skipting í ljós. Annars vegar eru þarna fræðimenn sem hingað koma í tengslum við Háskólann og starfsemi hans. Fyrirlestrar þessa fólks eru í langflestum tilvikum áhugaverðir og ættu að vekja athygli fræðasamfélagsins. Hins vegar er um að ræða erindi manna sem hingað eru komnir á vegum utanríkisráðuneytisins eða sendiráða Bandaríkjanna og Bretlands. Þessir fyrirlesarar eiga það sammerkt að vera málpípur hernaðarhyggju og utanríkisstefnu helstu Nató-þjóða. Erfitt er að sjá hvaða akademíska tilgangi það gegnir fyrir Háskóla Íslands að standa fyrir fundum með síðarnefnda hópnum. Ljóst er að allt frumkvæðið af fyrirlestrum þessum er komið frá erlendum sendiráðum, ráðuneytinu eða stofnunum á borð við Nató. Sú var tíðin að gestir af þessu tagi gátu helst vænst þess að vera boðið að tala hjá Fullbright-stofnuninni eða Samtökum um vestræna samvinnu. Í dag er sérstök stofnun innan Háskólans sem telur það hlutverk sitt að búa til vettvang fyrir slíka ræðumenn. Háskólastofnun sem tekur sig alvarlega, lætur ekki draga sig út á þessa braut. Hún velur sjálf sína fyrirlesara, en tekur ekki við hverju því sem upplýsingafulltrúi Nató á Íslandi réttir henni. Háskólinn setur niður meðan Alþjóðastofnun hans hegðar sér með þessum hætti. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Sprengjurnar

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

SHA_forsida_top

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

SHA_forsida_top

SHA andæfa herskipaheimsókn

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

SHA_forsida_top

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

SHA_forsida_top

Ályktun frá miðnefnd SHA

Ályktun frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

SHA_forsida_top

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrárnefnd fundar

Stjórnarskrárnefnd fundar

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

SHA_forsida_top

Listi þeirra sem sáu að sér

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …