BREYTA

Háskólinn setur niður

Á morgun, mánudag, verður efnt til málstofu í Háskóla Íslands þar sem rætt verður um málefni Afganistan. Framsögumenn á fundinum eru báðir kynntir til sögunnar sem fræðimenn, en reynast hafa starfað sem embættismenn eða ráðgjafar í utanríkisþjónustum Bandaríkjanna og Bretlands eða á vettvangi Nató. Titill málstofunnar er raunar óvenju hreinskilinn: “Mikilvægi Afganistan fyrir Nató” – sem tekur af öll tvímæli um að fyrirlesararnir telja hernaðinn í Afganistan snúast um hagsmuni hernaðarbandalagsins en ekki afgönsku þjóðarinnar. Fundurinn er á vegum Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands, en sú stofnun hefur á síðustu misserum verið iðin við að blása til funda af þessu tagi. Dagskrá þessara funda má sjá hér. Ef listinn yfir fyrirlestrana er lesinn, kemur skýr skipting í ljós. Annars vegar eru þarna fræðimenn sem hingað koma í tengslum við Háskólann og starfsemi hans. Fyrirlestrar þessa fólks eru í langflestum tilvikum áhugaverðir og ættu að vekja athygli fræðasamfélagsins. Hins vegar er um að ræða erindi manna sem hingað eru komnir á vegum utanríkisráðuneytisins eða sendiráða Bandaríkjanna og Bretlands. Þessir fyrirlesarar eiga það sammerkt að vera málpípur hernaðarhyggju og utanríkisstefnu helstu Nató-þjóða. Erfitt er að sjá hvaða akademíska tilgangi það gegnir fyrir Háskóla Íslands að standa fyrir fundum með síðarnefnda hópnum. Ljóst er að allt frumkvæðið af fyrirlestrum þessum er komið frá erlendum sendiráðum, ráðuneytinu eða stofnunum á borð við Nató. Sú var tíðin að gestir af þessu tagi gátu helst vænst þess að vera boðið að tala hjá Fullbright-stofnuninni eða Samtökum um vestræna samvinnu. Í dag er sérstök stofnun innan Háskólans sem telur það hlutverk sitt að búa til vettvang fyrir slíka ræðumenn. Háskólastofnun sem tekur sig alvarlega, lætur ekki draga sig út á þessa braut. Hún velur sjálf sína fyrirlesara, en tekur ekki við hverju því sem upplýsingafulltrúi Nató á Íslandi réttir henni. Háskólinn setur niður meðan Alþjóðastofnun hans hegðar sér með þessum hætti. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Að finna Mefistófeles

Að finna Mefistófeles

Ármann Jakobsson fjallar um kvikmyndina Lord of War Í raun segja fyrstu mínúturnar alla sögu. …

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

17. nóvember sl. gerðu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Rúmeníu með sér samkomulag um að settar yrðu …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin milli kl. 11 og 15. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Það er gleðiefni fyrir friðarsinna að nú skuli loksins vera fáanleg á ný skáldsagan Blómin …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sinnar árlegu bókmenntakynningar í nýju húsnæði MÍR, á …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Þorláksmessuganga undirbúin

Þorláksmessuganga undirbúin

Samstarfshópur friðarhreyfinga mun að venju standa fyrir friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Aðgerð þessi er …

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Spurningakeppni SHA, Friðarpípan, verður haldin í annað sinn í Friðarhúsi laugardaginn 17. desember og hefst …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga heldur undirbúningsfund vegna friðargöngu á Þorláksmessu 2005 í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 20 …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Það er markmið margra í lífinu að skrá hitt og þetta á spjöld sögunnar. Á …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Herstöðvaandstæðingar taka til í skiltageymslunni, mála ný kröfuspjöld en endurnýja önnur. Hefst kl. 20 og …

SHA_forsida_top

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Það er fátítt að íslensk félagasamtök geti talið starfstíma sinn í áratugum, einkum þegar um …

SHA_forsida_top

Spurningakeppni friðarsinnans

Spurningakeppni friðarsinnans

SHA kynnir til sögunnar nýjung í félagsstarfi sínu. Spurningakeppni á laugardagseftirmiðdegi, þar sem gestir og …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Í hverjum mánuði er efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi til að standa undir rekstri og …