BREYTA

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Sjálfbærni – nýtni – friður Haustið er tími uppskerunnar og tími breytinga. Föstudagskvöldið 30. október njótum við ávaxta sumarsins með eftirminnilegum hætti og hugum að sjálfbærni og nýtni með frið í huga. Bræðurnir, Friðrik og Gísli Hrafn Atlasynir sjá um matseldina með ilmríkri aðstoð Systu og Elvars í Friðarhúsi að ógleymdri móður þeirra bræðra, henni Unni. Margt af því góðgæti sem borið verðurá borð var ræktað í sumar af ást og alúð af pabba bræðranna, honum Atla. • Slátur hins alþjóðlega friðarsinna. Blóðmör og lifrarpylsa á gamla góða mátann með kryddi í tilveruna. • Sviðasulta eða hægelduð svið í eigin hlaupi að hætti Elvars í Friðarhúsi. • Kryddlegin hjörtu að hætti Systu í Friðarhúsi. • Draumur grænmetisáhugamannsins og friðarsinnans: Nýupptekið og hægeldað rótargrænmeti, kryddað af kúnst og friði. • “Appelsína norðursins” (gulrófan) maukuð í ljúffenga stöppu. • Nýupptekin jarðepli úr bakgörðum friðarsinna (fjarri Sámi frænda) • Rabbarbaraeftirréttur lífsins að hætti Unnar ásamt ljúfmöluðu kaffi. Að borðhaldi loknu mun rithöfundurinn Bjarni Bernharður lesa upp úr magnaðri nýútkominni bók sinni & Fjólurnar flytja nokkur lög en þær skipa Hafþór Ólafsson, Guðmundur Guðmundsson, Margrét Arnardóttir, Sigurjón Daðason og Ævar Örn Sigurðsson. Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2.000.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 12. september 2020 áréttar nauðsyn þess að varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 12. september

Landsfundur SHA 12. september

Að öllu jöfnu hefði landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verið haldinn í marsmánuði en vegna heimsfaraldurs varð …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 2020

Kertafleyting 2020

Í dag, 6. ágúst, eru 75 ár liðin frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Allt …

SHA_forsida_top

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

75 ár eru um þessar mundir frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgirnar …

SHA_forsida_top

Her­væðing lög­reglunnar

Her­væðing lög­reglunnar

Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir …

SHA_forsida_top

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt leynd af ýmsum skjölum sem varpa ljósi á Kalda stríðið. Þar …

SHA_forsida_top

Maímálsverður

Maímálsverður

Eftir nokkurt hlé hefjast fjáröflunarmálsverðir SHA í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 á nýjan leik. Fyllsta öryggis …

SHA_forsida_top

English

English

  Campaign Against Militarism Icelanders have opposed military activities and NATO since …

SHA_forsida_top

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Staða mála í Miðausturlöndum í skugga Covid. Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar um spennu- og …

SHA_forsida_top

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Á miðvikudaginn sendi Trump Bandaríkjaforseti herafla til Karabíska hafsins í framhaldi af ákæru á …

SHA_forsida_top

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Um árabil hafa lögreglumenn villt á sér heimildir sem aðgerðasinnar og njósnað um baráttusamtök í …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundaði í gær. Í ljósi yfirstandandi faraldurs var ákveðið að fjáröflunarmálsverður Friðarhúss …

SHA_forsida_top

Höfnum stríði við Íran

Höfnum stríði við Íran

Laugardagurinn 25. janúar var helgaður alþjóðlegum mótmælum gegn stríði við Íran. Spennuna á milli …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Bræðurnir Friðrik Atlason og Gísli Hrafn Atlason sjá um janúarmálsverð friðarhúss. Í boði verður kjúklingagúmmelaði …

SHA_forsida_top

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Kæru friðarsinnar, Friður og lýðræði eru í mínum huga nánar systur og verða ekki …