BREYTA

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis 2. okt. 2009 til 2. jan. 2010

heimsganga sm logo 2. október næstkomandi hefst á Nýja Sjálandi heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis. Henni lýkur þrem mánuðum síðar, 2. janúar 2010 við rætur fjallsins Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalls Suður-Ameríku. 2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhis og Sameinuðu þjóðirnar hafa tilnefnt þann dag sem „Alþjóðlegan dag tilveru án ofbeldis“. Göngunni er komið af stað af samtökunum „Heimur án stríðs“ sem eru alþjóðleg og hafa starfað í 15 ár að friðarmálum og andófi gegn ofbeldi. Tilgangur göngunnar er að:
  • Ná fram útrýmingu kjarnavopna; hlutfallslegri og stöðugt meiri fækkun annarra vopna; undirritun samninga milli þjóða um að ráðast ekki gegn öðrum; og að ríkisstjórnir hafni stríði sem aðferð til að leysa ágreining.
  • Viðurkenna og hefja til vegs og virðingar bestu eiginleika ólíkra menningarsamfélaga og þjóða jarðarinnar.
  • Sameina vilja fólks allsstaðar til að binda endi á þá plágu sem stríð eru.
  • Skapa alþjóðlega, félagslega vitund sem fordæmir allt ofbeldi hvernig sem það birtist (líkamlegt, sálrænt, byggt á kynþætti, trúarbrögðum, efnahagslegt, kynferðislegt), sem er svo útbreitt og viðurkennt í þjóðfélögum hvarvetna.
  • Alþjóðleg vitund sem fordæmir allt ofbeldi.
Gengið verður um allar heimsálfur og í hverri borg sem gangan fer um verða skipulagðir einhverjir viðburðir. Nánari upplýsingar er að finna á íslenskri vefsíðu göngunnar, heimsganga.is.

Færslur

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Hádegisverðarfundur um NATO

Hádegisverðarfundur um NATO

Hádegisverðarfundur SHA um NATO. Staðsetning auglýst síðar.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Almennur félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA.

SHA_forsida_top

NATO eftir kalda stríðið: árásargjarnt hernaðarbandalag heimsvaldasinna

NATO eftir kalda stríðið: árásargjarnt hernaðarbandalag heimsvaldasinna

Dagana 5. til 9. október verður haldinn í Reykjavík ársfundur NATO-þingsins. Ástæða er til að …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur í Friðarhúsi

Stjórnarfundur í Friðarhúsi

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar.

SHA_forsida_top

SHA bjóða Reykjavíkurborg til viðræðna

SHA bjóða Reykjavíkurborg til viðræðna

Á dögunum sendu Hernaðarandstæðinga eftirfarandi fréttatilkynningu til fjölmiðla, varðandi tillögur samtakanna varðandi mögulegan framtíðarrekstur Friðarstofnunar …

SHA_forsida_top

Svavar Knútur spilar á málsverðinum

Svavar Knútur spilar á málsverðinum

Fjáröflunarmðálsverður Friðarhússverður föstudagskvöldið 21. sept. kl. 19 eins og lesa má um hér á síðunni. …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Fjaröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjaröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn föstudagskvöldið 21. september. Að venju hefst …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í friðarhúsi

Einkasamkvæmi í friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag (Krissa).

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni í dag. (Friðrik)

SHA_forsida_top

Fylgist með starfi SHA

Fylgist með starfi SHA

Hægt er að fylgjast með öllum helstu fréttum úr starfi Samtaka hernaðarandstæðinga hér á Friðarvefnum. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsi.