BREYTA

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Í eftirfarandi grein, sem Ólafur Þór Gunnarsson læknir birti á vefsíðu sinni 16. mars 2006, veltir hann fyrir sér þeim möguleika að stofnaður verði á Suðurneskum „Björgunarskóli Sameinuðu þjóðanna“ þegar herinn er farinn: Fyrir tveimur og hálfu ári síðan birti ég grein í Morgunblaðinu undir nafninu, „Björgunarskóli Sameinuðu Þjóðanna“, þar sem ég reifaði hugmynd mína um slíkan skóla, sem mætti reka í Keflavík, enda óvíða betri aðstæður til þess en einmitt á Íslandi. Ekki urðu mikil viðbrögð við henni þá, fáir trúðu því þá í alvöru, nema kannski við vinstri græn, að herinn myndi raunverulega fara þegar honum sýndist. Ég leyfi mér að birta aftur þessa grein hér, en í raun á hún afar vel við um þessar mundir, og efnið á ekki síður erindi nú en þá. Björgunarskóli Sameinuðu Þjóðanna Undanfarnar vikur og mánuði hafa Íslendingar verið að átta sig á því hversu varhugavert það getur verið að reiða sig í miklum mæli á erlenda þjóð, hversu vinveitt sem hún kann að vera, í björgunarmálum. Í sumar þurftu þyrlur Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli að hverfa til annarra starfa tímabundið, og á meðan máttum við Íslendingar sætta okkur við “skert” öryggi hvað þennan þátt björgunarmála varðar. Í sumar komu einnig upp háværar raddir vestan hafs sem vildu afleggja allan flugflota BNA í Keflavík. Miklar líkur eru á að þær raddir séu ekki meira en í dvala um stund, og munu vafalítið koma upp aftur fyrr en síðar. En hvernig geta þá stjórnvöld brugðist við þessum vanda. Skoðum það mál nánar. Ísland er um margt sérstætt land, bæði hvað varðar landið sjálft, og þjóðina sem byggir það. Hér verða náttúruhamfarir í einhverjum mæli með óþægilega reglubundnum hætti, og því hefur orðið til á löngum tíma víðtæk þekking í landinu í margskonar björgunarmálum. Þetta á við um björgun úr sjávarháska, af hamfarasvæðum, viðbrögð við eldgosum, snjóflóðum, jarðskjálftum, ofsaveðrum og svo mætti lengi telja. Við Íslendingar erum kannski ekki með mestu þekkinguna á mörgum þessara sviða, en reynsla af flestum þáttum björgunarmála er víðtæk. Þetta á bæði við um opinbera aðila og frjáls félagasamtök. Þegar eru til stofnanir innanlands eins og Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavarnarskóli Sjómanna auk þjálfunarbúða Landsbjargar á Gufuskálum að ótöldum þeim opinberu stofnunum sem að björgunarmálum koma. Íslendingar ættu að leggja það til við Sameinuðu Þjóðirnar að hér verði settur á stofn Björgunarskóli Sameinuðu Þjóðanna. Þegar er komin ágæt reynsla af deildum tengdum háskóla SÞ í jarðhitafræðum og fiskiðnaði, og full ástæða til að ætla að við gætum staðið myndarlega á bak við stofnun af þessu tagi. Með vaxandi rannsóknarstarfsemi á sviði björgunarmála mætti jafnvel hugsa sér beina tengingu við Háskóla SÞ á svipaðan hátt og hinar deildirnar. Náttúrlegar aðstæður allar hér á landi gætu nýst afar vel, og þegar er mikill mannauður til staðar í landinu sem myndi þarna fá tækifæri til að vaxa. Vissulega væri kostnaður þessu samfara, en nú um stundir er einmitt rætt um að Íslendingar þurfi að taka sig á og leggja meira af mörkum til alþjóða samfélagsins, og því ekki vanþörf á að finna nýjar og jákvæðar leiðir til þess. Ávinningur okkar gæti falist í því að búnaður sem fylgdi slíkum skóla gæti nýst okkur við björgun innanlands þegar á þyrfti að halda. Stofnanir eins og Landhelgisgæslan, almannavarna þáttur Ríkislögreglustjóra, Veðurstofan, sjúkrahúsin og háskólastofnanir auk Landsbjargar og sjómannasamtakanna gætu komið að undirbúningi og skipulagningu slíks skóla. Með stofnun og rekstri Björgunarskóla SÞ gætu Íslendingar stigið spor fram á við sem eftir yrði tekið á alþjóðavettvangi. Meginmál þessarar greinar birtist í Morgunblaðinu 28.10.03

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr Nató, herinn . . .

Ísland úr Nató, herinn . . .

Eftirfarandi grein Jóns Torfasonar birtist í Morgunpósti VG 10. október Fyrsti október var mikill gleðidagur. …

SHA_forsida_top

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Þeim tíðindum ber að fagna, sem berast frá utanríkisráðuneytinu, að nú eigi að mýkja ásýnd …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í kvöld í útleigu til félagasamtaka.

SHA_forsida_top

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Ályktun Þjóðarhreyfingin - með lýðræði minnir á, að þótt varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna 1951 væri …

SHA_forsida_top

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Við minnum á friðarfundinn á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.

SHA_forsida_top

Ofbeldi leysir engan vanda

Ofbeldi leysir engan vanda

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist í styttri útgáfu í Fréttablaðinu Oft er hamrað á því …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuógn núna?

Kjarnorkuógn núna?

Alþjóðlegt átak til afvopnunar Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15 Við minnum á …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Samtök herstöðvaandstæðinga lýsa vanþóknun sinni á svokallaðri vináttuheimsókn bandaríska herskipsins USS Wasp. Íslenskt land, íslenskar …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Mánaðarlegur fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Borðhald hefst kl. 19 en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

SHA_forsida_top

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Fimmtudaginn 12. október er áætlað að bandaríska herskipið USS Wasp komi til Reykjavíkur og leggist …

SHA_forsida_top

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

Frá MFÍK Opinn félagsfundur miðvikudaginn 11.október kl. 19 í Friðarhúsi (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar). …

SHA_forsida_top

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

CTBT-samningurinn Samningurinn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBT-samningurinn) var gerður árið 1996. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Það eru ill tíðindi sem berast nú frá Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu sprengdu í nótt …

SHA_forsida_top

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Húmanistahreyfingin beitir sér fyrir friðarfundi á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október n.k. kl. 15.00. Þetta er …

SHA_forsida_top

Herinn farinn

Herinn farinn

Steinar Harðarson skrifar á Morgunpósti VG 3. október: Í sumar gerði ég þá ánægjulegu …