Á miðvikudaginn sendi Trump Bandaríkjaforseti herafla til Karabíska hafsins í framhaldi af ákæru á hendur forseta Venesúela fyrir eiturlyfjasmygl. 15 milljónir bandaríkjadala voru settar til höfuðs forsetanum og liðsflutningarnir á svæðinu eru þeir mestu síðan 1989 þegar Bandaríkin réðust inn í Panama. Efnahagsþvinganir og valdaránstilraunir hafa ekki náð fram markmiðum Bandaríkjastjórnar í Venesúela svo að nú er stríðið gegn eiturlyfjum notað sem skálkaskjól. Það hefur lengi verið afsökun fyrir íhlutunum og hernaðarafskiptum Bandaríkjanna á svæðinu en samt er það bandalagsríkið Kólumbía sem er ábyrgt fyrir mestum útflutningi eiturlyfja.
Það er sérstaklega óábyrgt að standa í svona hernaðarbrölti í miðjum heimsfaraldri þegar ætti þvert á móti að draga úr spennu og slaka á viðskiptaþvingunum til að hægt sé að senda nauðsynleg hjálpargögn og grípa til viðeigandi ráðstafanna. Þetta á ekki bara við um fórnarlömb Bandarískra íhlutana heldur Bandaríkin og bandalagsríki þeirra sjálf sem eru hvað verst leikin af Covid-faraldrinum. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hvatti um daginn til vopnahlés á öllum stríðssvæðum þar sem farsóttir geta bætt gráu ofan á svart. Það er því óðs manns æði að kynda enn frekar undir ófriði í heiminum með vopnaskaki í Karabíska hafinu.
Miðnefnd samtaka hernaðarandstæðinga samþykkti því að skrifa undir opið bréf belgísku friðarsamtakanna Agir Pour La Paix til evrópskra stjórnvalda um að beita sér gegn þessum aðgerðum og einbeita sér frekar að því að styrkja þá innviði sem þarf til að ná tökum á faraldrinum.

How We Got Started Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Lorem quam, …

In varius varius justo, eget ultrices mauris rhoncus non. Morbi tristique, mauris eu imperdiet bibendum, …

Tíu ár eru um þessar mundir frá innrásinni í Írak. Innrásin og vargöldin sem braust …

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Morbi vitae dui et nunc ornare vulputate …

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf, eignarhaldsfélags Friðarhússins á Njálsgötu 87, verður haldið sunnudaginn 17. mars kl. …


Alþjóðlegur baráttudagur kvenna verður haldinn hátíðlegur þann 8. mars. Samtök hernaðarandstæðinga eru samkvæmt venju meðal …

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður að þessu sinni haldinn föstudagskvöldið 1. mars að Njálsgötu 87. Kokkurinn að …

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. janúar. Matseld verður að þessu sinni í höndum stjórnarkvenna …

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu í rúmlega þrjá áratugi. Óhætt …

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA sl. sunnudag: Á dögunum fjölgaði enn í hópi …

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA sl. sunnudag: Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn sunnudaginn …

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA sl. sunnudag: Tólf ár eru liðin frá …

Ný miðnefnd SHA var kjörin á landsfundi samtakanna í dag, sunnudaginn 2. desember. Hana skipa: …

Samtök hernaðarandstæðinga standa í stórræðum um þessa helgi. Föstudagskvöldið 30. nóvember verður fáröflunarmálsverðurinn mánaðarlegi. Glæsilegt …