Á miðvikudaginn sendi Trump Bandaríkjaforseti herafla til Karabíska hafsins í framhaldi af ákæru á hendur forseta Venesúela fyrir eiturlyfjasmygl. 15 milljónir bandaríkjadala voru settar til höfuðs forsetanum og liðsflutningarnir á svæðinu eru þeir mestu síðan 1989 þegar Bandaríkin réðust inn í Panama. Efnahagsþvinganir og valdaránstilraunir hafa ekki náð fram markmiðum Bandaríkjastjórnar í Venesúela svo að nú er stríðið gegn eiturlyfjum notað sem skálkaskjól. Það hefur lengi verið afsökun fyrir íhlutunum og hernaðarafskiptum Bandaríkjanna á svæðinu en samt er það bandalagsríkið Kólumbía sem er ábyrgt fyrir mestum útflutningi eiturlyfja.
Það er sérstaklega óábyrgt að standa í svona hernaðarbrölti í miðjum heimsfaraldri þegar ætti þvert á móti að draga úr spennu og slaka á viðskiptaþvingunum til að hægt sé að senda nauðsynleg hjálpargögn og grípa til viðeigandi ráðstafanna. Þetta á ekki bara við um fórnarlömb Bandarískra íhlutana heldur Bandaríkin og bandalagsríki þeirra sjálf sem eru hvað verst leikin af Covid-faraldrinum. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hvatti um daginn til vopnahlés á öllum stríðssvæðum þar sem farsóttir geta bætt gráu ofan á svart. Það er því óðs manns æði að kynda enn frekar undir ófriði í heiminum með vopnaskaki í Karabíska hafinu.
Miðnefnd samtaka hernaðarandstæðinga samþykkti því að skrifa undir opið bréf belgísku friðarsamtakanna Agir Pour La Paix til evrópskra stjórnvalda um að beita sér gegn þessum aðgerðum og einbeita sér frekar að því að styrkja þá innviði sem þarf til að ná tökum á faraldrinum.


Martyn Lowe, bókavörður, friðarsinni og aktívisti, verður gestur á félagsfundi SHA miðvikudaginn 26. október …

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa yfirleitt verið haldnir síðasta föstudagskvöld í mánuði. Næstu tvö skiptin verður breyting …

Miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar í Friðarhúsi. Tilefnið er …

Opinn félagsfundur MFÍK verður í Friðarhúsi miðvikudaginn 19. október kl. 19.00. Sigríður Víðis Jónsdóttir mun …

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar: Á morgun laugardaginn 15. október verður …

Samtök hernaðarandstæðinga og MFÍK efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, mánudagskvöldið 10. október …

Þann 26. sept var haldinn á Akureyri aðalfundur hjá Norðurlandsdeild SHA sem jafnframt var opinn …

2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi og hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað daginn baráttunni fyrir tilveru …

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. september. Kokkar kvöldsins …

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir félagsfundi á Akureyri sk. mánudagskvöld. Umræðuefnið var „Nýja Nató og þátttaka …

Vakin er athygli á mótmælastöðu Íslands-Palestínu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna fimmtudaginn 22.september klukkan 17:00. Elva …

Mánudaginn 19. september kl. 15 hefst næsti þáttur í farsanum Ákæruvaldið gegn Lalla sjúkraliða. …

(Ljóð þetta var flutt á kertafleytingu friðarsinna á Egilsstöðum í ágúst sl.) Og enn þann …

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …