BREYTA

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

eldur    L  banonÁ hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem loftárásir hafa leitt yfir íbúa þessa stríðshrjáða lands. Svæsnustu myndirnar rata raunar ekki inn í fréttatíma stærstu fjölmiðla og líklega mun langur tími líða áður en umfang eyðileggingarinnar verður að fullu ljóst. Hernaður Ísraela nýtur stuðnings og raunar fulltingis Bandaríkjastjórnar, sem ákveðið hefur að flýta vopnasendingum til stjórnarinnar í Tel Aviv. Annað NATO-ríki, Bretland, hefur sömuleiðis staðið í vegi fyrir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmi árásirnar eða grípi til aðgerða. Að venju þora íslenskir ráðamenn ekki að standa gegn herraþjóðinni í utanríkismálum. Svo virðist sem áhugi ríkisstjórnar Íslands á stríðinu í Líbanon hafi einskorðast við að tryggja flutning nokkurra íslenskra ríkisborgara frá landinu. Um stríðsátökin sjálf hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar einungis haft almenn orð og utanríkisráðherra séð sérstaka ástæðu til að minna á “rétt Ísraelsmanna til að verja sig”. Vert er að hafa í huga að þessi sama ríkisstjórn stendur nú í kosningabaráttu til að reyna að tryggja Íslandi sæti í öryggisráðinu. Það er því sjálfsögð krafa til íslenskra ráðamanna að þeir svari því hvernig þeir hefðu hagað atkvæði sínu við þessar aðstæður? Hefðu þeir skipað Íslandi í sveit þeirra þjóða sem fordæma árásarstríð Ísraels í Líbanon eða hefði þrælslundin gagnvart Washington-valdinu orðið yfirsterkari eina ferðina enn? Svarið við þessari spurningu segir til um það hvort Ísland á nokkurt erindi í öryggisráð SÞ. Krafa okkar friðarsinna hlýtur að vera sú að Ísraelar hætti árásum sínum tafarlaust, að allir aðilar á svæðinu láti af ofbeldi gegn almennum borgurum, að ráðamenn í Bandaríkjunum og öðrum ríkjum hætti tafarlaust að senda vopn til stríðsrekstursins og síðast en ekki síst að ríkisstjórn Íslands fordæmi hernaðinn með afdráttarlausum hætti!

Færslur

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - III.hluti, varalögregla & leyniþjónusta

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - III.hluti, varalögregla & leyniþjónusta

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu

Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu

Síðastliðinn laugardag, 5. maí, var haldin í Prag alþjóðleg ráðstefna gegn hervæðingu Evrópu. Tékkneskir hernaðarandstæðingar …

SHA_forsida_top

Vestrænt siðferði í verki

Vestrænt siðferði í verki

Bandaríska ríkið veitti helmingi meira fé til að rannsaka ástarleiki Bill Clintons, fyrrv. forseta Bandaríkjanna, …

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun til að enda martröðina

Undirskriftasöfnun til að enda martröðina

Eftir innrás Bandaríkjanna og fleiri ríkja í Írak 2003 var settur upp dómstóll í anda …

SHA_forsida_top

Pétur Pétursson. Kveðja frá SHA

Pétur Pétursson. Kveðja frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minnast með virðingu Péturs Péturssonar sem borinn var til hinstu hvílu í dag …

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK

Fundurinn hefst með sameiginlegu borðhaldi. Listakokkurinn Ruby (Veróníka S.K. Palaniandy) mun sjá um matseldina ásamt …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útláni

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - II. hluti, Ísland og NATO

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - II. hluti, Ísland og NATO

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð?

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð?

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð? Þetta er fyrirsögn á fréttasíðum Textavarps Ríkisútvarpsins í …

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir – I.hluti, varnarsamningur Íslands og BNA

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir – I.hluti, varnarsamningur Íslands og BNA

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

1. maí - til baráttu fyrir réttlæti, velferð og friði

1. maí - til baráttu fyrir réttlæti, velferð og friði

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2007

1. maí kaffi SHA 2007

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

Samtök herstöðvaandstæðinga, nú hernaðarandstæðinga (SHA), hafa löngum verið áberandi með boðskap sinn fyrir …

SHA_forsida_top

Bókun Steingríms J. Sigfússonar á 1229. fundi utanríkismálanefndar, 24. apríl 2007, um öryggismál á Norður-Atlantshafi

Bókun Steingríms J. Sigfússonar á 1229. fundi utanríkismálanefndar, 24. apríl 2007, um öryggismál á Norður-Atlantshafi

Undirritaður, fulltrúi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í utanríkismálanefnd, er því að sjálfsögðu fylgjandi að …

SHA_forsida_top

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Undirritun við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála 26.4.2007 FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu Nr. …