BREYTA

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

eldur    L  banonÁ hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem loftárásir hafa leitt yfir íbúa þessa stríðshrjáða lands. Svæsnustu myndirnar rata raunar ekki inn í fréttatíma stærstu fjölmiðla og líklega mun langur tími líða áður en umfang eyðileggingarinnar verður að fullu ljóst. Hernaður Ísraela nýtur stuðnings og raunar fulltingis Bandaríkjastjórnar, sem ákveðið hefur að flýta vopnasendingum til stjórnarinnar í Tel Aviv. Annað NATO-ríki, Bretland, hefur sömuleiðis staðið í vegi fyrir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmi árásirnar eða grípi til aðgerða. Að venju þora íslenskir ráðamenn ekki að standa gegn herraþjóðinni í utanríkismálum. Svo virðist sem áhugi ríkisstjórnar Íslands á stríðinu í Líbanon hafi einskorðast við að tryggja flutning nokkurra íslenskra ríkisborgara frá landinu. Um stríðsátökin sjálf hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar einungis haft almenn orð og utanríkisráðherra séð sérstaka ástæðu til að minna á “rétt Ísraelsmanna til að verja sig”. Vert er að hafa í huga að þessi sama ríkisstjórn stendur nú í kosningabaráttu til að reyna að tryggja Íslandi sæti í öryggisráðinu. Það er því sjálfsögð krafa til íslenskra ráðamanna að þeir svari því hvernig þeir hefðu hagað atkvæði sínu við þessar aðstæður? Hefðu þeir skipað Íslandi í sveit þeirra þjóða sem fordæma árásarstríð Ísraels í Líbanon eða hefði þrælslundin gagnvart Washington-valdinu orðið yfirsterkari eina ferðina enn? Svarið við þessari spurningu segir til um það hvort Ísland á nokkurt erindi í öryggisráð SÞ. Krafa okkar friðarsinna hlýtur að vera sú að Ísraelar hætti árásum sínum tafarlaust, að allir aðilar á svæðinu láti af ofbeldi gegn almennum borgurum, að ráðamenn í Bandaríkjunum og öðrum ríkjum hætti tafarlaust að senda vopn til stríðsrekstursins og síðast en ekki síst að ríkisstjórn Íslands fordæmi hernaðinn með afdráttarlausum hætti!

Færslur

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Barnagull

Barnagull

Það er talsvert um að börn friðarsinna mæti á fundi og samkomur í Friðarhús ásamt …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Samantekt á íslensku: Fyrirætlun NATO að staðsetja herstöðvar í Saragossa (á Spáni) og á …

SHA_forsida_top

Palindrome að kvöldi 30. mars

Palindrome að kvöldi 30. mars

Staðfest hefur verið að hljómsveitin Palindrome mun spila fyrir gesti að kvöldi 30. mars að …

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

30. mars er mikilvæg dagsetning í baráttusögu íslenskra friðarsinna, en á þeim degi samþykkti Alþingi …

SHA_forsida_top

Afnám hernáms

Afnám hernáms

eftir Ólaf Hannibalsson Eftirfarandi grein Ólafs Hannibalssonar birtist í Fréttablaðinu 21. mars, sjá einnig …

SHA_forsida_top

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Baráttufundur gegn Íraksstríðinu í Austurbæ að kvöldi 19. mars tókst með ágætum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Í Morgunblaðinu 21. mars er frétt þess efnis að Herdís Sigurgrímsdóttir, 26 ára fjölmiðlamaður, sé …

SHA_forsida_top

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Sífellt er unnið að endurbótum á Friðarvefnum, í því skyni að gera hann aðgengilegri fyrir …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir fundi á Akureyri laugardaginn 17. mars í tilefni af 4 ára …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

eftir Magnús Má Guðmundsson formann Ungra jafnaðarmanna Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. mars …

SHA_forsida_top

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Á fjögurra ára afmæli Íraksstríðsins efna ýmsir hópar og samtök til baráttusamkomu í Austurbæ, þar …

SHA_forsida_top

Kjarni málsins

Kjarni málsins

Stundin: Mánudagskvöldið 19. mars, kl. 20 Staðurinn: Austurbær (gamla Austurbæjarbíó) Dagskráin: Ávörp: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Friðsöm utanríkisstefna

Friðsöm utanríkisstefna

Höfundur: Lárus Páll Birgisson Hér er hvatningarbréf sem Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði og friðarsinni, …