BREYTA

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir – I.hluti, varnarsamningur Íslands og BNA

kosningarÍ aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru inntir eftir afstöðu sinni til öryggis- og friðarmála. Svör bárust frá fjórum framboðum. Frjálslyndi flokkurinn benti á stefnuskrá sína en sagðist ekki hafa tíma til að svara spurningunum. Engin viðbrögð bárust frá Sjálfstæðisflokki þrátt fyrir ítrekanir. Svörin við spurningalistanum hafa þegar birst í Dagfara, en verða sömuleiðis sett hér á Friðarvefinn á næstu dögum. 1. Spurning Hver er afstaða framboðsins til varnarsamnings Íslands og BNA? Er framboðið hlynnt því eða andvígt að samningnum verði sagt upp? Svar Framsóknarflokksins (Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknar, svaraði fyrir hönd flokksins): Framsóknarflokkurinn er andvígur því að varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951 verði sagt upp. Varnarsamningurinn við Bandaríkin hefur þjónað tilgangi sínum í áranna rás og eru varnarskuldbindingar Bandaríkjanna, sem í samningnum felast, sérstaklega mikilvægar herlausri þjóð. Það er frumskylda stjórnvalda að gera ráðstafanir svo verja megi land og borgara þess gegn utanaðkomandi vá. Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna gegnir þar veigamiklu hlutverki og með undirritun varnarsamkomulags milli ríkjanna í október á síðasta ári var gildi hans enn áréttað. Svar Íslandshreyfingarinnar: Íslandshreyfingin Lifandi land er andvíg því að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin. Varnarsamningurinn hefur frá 1951 verið trygging fyrir öryggi Íslands á viðsjárverðum tímum og sannaði gildi sitt með öflugu eftirliti Bandaríkjamanna í lofthelgi Íslands á dögum kalda stríðsins. Gildi varnarsamningsins hefur ekki minnkað þótt að þörfin fyrir veru bandarískra herflugvéla hér á landi hafi lokið eftir fall Sovétríkjanna og lok kalda stríðsins og herstöðinni í Keflavík hafi verið lokað. Það er skylda íslenskra stjórnvalda að tryggja öryggi landsmanna og þótt að í augnablikinu séu ekki til staðar neinar áþreifanlegar ógnir frá hendi annars ríkis þá geta veður skipast fljótt á lofti. Svar Samfylkingarinnar: Við höfum ekki lagt til uppsögn varnarsamningsins. Svar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafði það frá upphafi á stefnuskrá sinni að Ísland yrði herlaust land og engar herstöðvar skyldu leyfðar í landinu. Nú hefur það góðu heilli gerst að Bandaríkjaher er horfinn af landi brott. Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur rétt að kasta fyrir róða öllum leifum þess úrelta ástands sem grundvallaðist á svokölluðum „varnarsamningi" við Bandaríkin, og þá ekki síst plagginu sjálfu. Vera hersins á Íslandi jók aldrei á öryggi þess, heldur var hann þvert á móti skotmark, hvort heldur litið er til tímabilsins fyrir eða eftir 1990. Tilraunir ríkisstjórna síðustu 15 ára til að halda í herstöðina á Miðnesheiði og lengja lífdaga áðurnefnds samnings, voru Íslandi ekki til framdráttar og leiddu á endanum til eins dapurlegasta atburðar sem orðið hefur í utanríkismálum landsins frá lýðveldisstofnun, þ.e. stuðnings ríkisstjórnarinnar við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak.

Færslur

SHA_forsida_top

List, sannleikur og stjórnmál

List, sannleikur og stjórnmál

Ræða Harolds Pinters við móttöku Bókmenntaverðlauna Nóbels 2005 í Tímariti Máls og menningar …

SHA_forsida_top

Hefjið Safnanótt í Friðarhúsi

Hefjið Safnanótt í Friðarhúsi

Föstudaginn 24. febrúar verður Safnanótt haldin í miðborg Reykjavíkur í tengslum við Vetrarhátíð borgarinnar. Boðið …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Systa eldar …

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Spurningakeppni SHA verður haldin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar!

Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar!

Hafin er undirskriftasöfnun og barátta gegn hugsanlegri árás Bandaríkjanna á Íran. Í því skyni …

SHA_forsida_top

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípan, spurningakeppni SHA, verður haldin í fjórða sinn laugardaginn 18. febrúar í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Munið fundinn í Friðarhúsi í kvöld kl. 8

Munið fundinn í Friðarhúsi í kvöld kl. 8

“Gekk ég yfir sjó og land…” - Frásagnir frá Bamako og Caracas

SHA_forsida_top

Skopmyndirnar af Múhameð, 2. hluti: Þetta er nú ekki alveg svona einfalt!

Skopmyndirnar af Múhameð, 2. hluti: Þetta er nú ekki alveg svona einfalt!

eftir Jan Øberg Jan Øberg, framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future Research …

SHA_forsida_top

Þingfulltrúar segja frá

Þingfulltrúar segja frá

Fundur með þremur Íslendingum sem sóttu heim alþjóðasamfélagsþingin í Malí og Venesúela fyrr á þessu …

SHA_forsida_top

"Gekk ég yfir sjó og land..." - Frásagnir frá Bamako og Caracas

"Gekk ég yfir sjó og land..." - Frásagnir frá Bamako og Caracas

Fyrr á þessu ári var alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum – haldið í Bamako …

SHA_forsida_top

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

Stöðugt berast fréttir af undirbúningi aðgerða gegn Íraksstríðinu víðs vegar um heim 18.-19. mars. Á …

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK 2006

Aðalfundur MFÍK 2006

Frá MFÍK Aðalfundur MFÍK 2006 verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20 í Friðarhúsinu, …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur MFÍK vegna 8. mars í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Opinn fundur miðnefndar SHA í Friðarhúsi um starfið framundan.

SHA_forsida_top

Skopmyndirnar af Múhameð – frelsi til að bæla sannleikann

Skopmyndirnar af Múhameð – frelsi til að bæla sannleikann

eftir Jan Øberg Jan Øberg, er framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future …