BREYTA

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? IV. hluti, hermennskutilburðir og friðargæsla

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru inntir eftir afstöðu sinni til öryggis- og friðarmála. Ekki bárust svör frá Sjálfstæðisflokki og Frjálslyndum. 4. Spurning Samtök hernaðarandstæðinga hafa á síðustu misserum gagnrýnt tilburði til hermennsku sem birst hafa m.a. í störfum lögreglu, landhelgisgæslu og Íslensku friðargæslunnar? Hver er afstaða framboðsins til þessara mála? Svar Framsóknarflokksins (Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknar, svaraði fyrir hönd flokksins): Framsóknarflokkurinn styður uppbyggingu lögreglu og landhelgisgæslu í borgaralegum störfum sínum í þágu öryggis. Þannig hefur Framsóknarflokkurinn beitt sér fyrir því að skipa- og flugfloti Landhelgisgæslu Íslands sé styrktur og lögreglumönnum á götum úti fjölgað. Í því felast ekki hernaðarlegir tilburðir. Framsóknarflokkurinn hefur ennfremur verið í fararbroddi fyrir breyttum áherslum Íslensku friðargæslunnar sem tekur einungis að sér borgaraleg verkefni þar sem sérþekking og reynsla Íslendinga kemur að sem bestum notum, jafnt fyrir konur og karla. Svar Íslandshreyfingarinnar: Íslandshreyfingin- lifandi land er hlynnt því að lögregla, landhelgisgæsla og friðargæsla á Íslandi sýni skýrt í störfum sínum að þar fari ekki herlið heldur borgaralegir starfsmenn. Allir hermennskutilburðir í störfum þessara þjóna almennings og friðar eru óþarfir og til þess fallnir að draga úr trúverðugleika Íslands sem herlauss lands og talsmanns friðar og réttlætis á alþjóðavettvangi. Svar Samfylkingarinnar: Við álítum að herleysi og vopnlaus lögregla séu mikilvæg sérstaða Íslands, og á Alþingi höfum við lagt fram og stutt tillögum um að alþjóðlegt hjálparstarf Íslendinga beinist eingöngu að borgaralegu hjálparstarfi þar sem við höfum reynslu og sterkar hefðir. Svar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: Það er mat Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að þarna sé um að ræða mikla afturför og um margt grein af sama meiði og rætt var um í svarinu hér næst á undan. Þáttur einnar stofnunar, sem nefnd hefur verið Íslenska friðargæslan, verðskuldar sérstaka umfjöllun enda hefur hún það í för með sér að íslenskir ríkisborgarar hljóta herþjálfun á erlendri grundu og sinna verkefnum sem eiga í reynd ekkert skylt við friðargæslu, samanber þátttöku Íslands í starfsemi NATO í Afganistan. Þar hefur NATO tekið við af Bandaríkjaher, eins og áður sagði, og stendur í stríði við stuðningsmenn fyrrverandi valdhafa í landinu. Sama lið getur eðli málsins samkvæmt ekki staðið í bardögum og sinnt friðargæslu. Allt tal um friðargæslu á vegum NATO í Afganistan er því í besta falli markleysa en í versta falli viðleitni til að breiða yfir þátttöku íslenskra stjórnvalda í starfsemi hernámsliðsins þar í landi.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur verða að venju haldnar á Þorláksmessu á þremur stöðum á landinu. Athugið að tímasetningar …

SHA_forsida_top

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

Nærri 75 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjurnar voru notaðar í hernaði. Upp …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður

Fullveldisfögnuður

Nú er komið að árvissum fullveldisfögnuði og jólahlaðborði SHA. Hann varður haldinn föstudaginn 29. nóvember …

SHA_forsida_top

Gunnar Karlsson – kveðja frá SHA

Gunnar Karlsson – kveðja frá SHA

Gunnar Karlsson sagnfræðingur lést í Reykjavík á dögunum, rétt rúmlega áttræður að aldri. Hann var …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi fös. 25. okt. Kokkurinn er að þessu sinni fyrrum …

SHA_forsida_top

Septembermálsverður

Septembermálsverður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður SHA haustið 2019 verður haldinn föstudaginn 27. september í Friðarhúsi. Daníel E. Arnarsson …

SHA_forsida_top

Bandaríkin færa heiminn nær kjarnorkuvetri, og Ísland hjálpar til?

Bandaríkin færa heiminn nær kjarnorkuvetri, og Ísland hjálpar til?

Þann 20. október 2018 tilkynnti forseti Bandaríkjanna að Bandaríkin myndu hverfa frá samningi um banni …

SHA_forsida_top

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna er á leið til Íslands eins og rækilega hefur komið fram …

SHA_forsida_top

Um samtökin

Um samtökin

I am text block. Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Frá árinu 1985 hafa friðarsinnar fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á …

SHA_forsida_top

Um hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli

Um hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga gagnrýnirharðlega aukna ásælni Bandaríkjastjórnar í umsvif …

SHA_forsida_top

Maímálsverður í Friðarhúsi

Maímálsverður í Friðarhúsi

Síðasti málsverður Samtaka hernaðarandstæðinga á þessu vormisseri verður haldinn í Friðarhúsi á föstudag, 31. maí. …

SHA_forsida_top

Ísland og stofnun Ísraelsríkis - fræðslufundur í Friðarhúsi

Ísland og stofnun Ísraelsríkis - fræðslufundur í Friðarhúsi

Hjálmtýr Heiðdal er höfundur nýútkominnar bókar, Íslandsstræti í Jerúsalem. Hann heldur fyrirlestur fyrir SHA um …

SHA_forsida_top

Hundraðasti málsverðurinn!

Hundraðasti málsverðurinn!

Það verða að vanda kræsingar á borðum í fjáröflunarmálsverði SHA í Friðarhúsi föstudagkvöldið 26. apríl …

SHA_forsida_top

Ísland úr NATO

Ísland úr NATO

Ályktun frá landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga, 23. mars sl. Sjötíu ár eru liðin frá því að …