BREYTA

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? IV. hluti, hermennskutilburðir og friðargæsla

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru inntir eftir afstöðu sinni til öryggis- og friðarmála. Ekki bárust svör frá Sjálfstæðisflokki og Frjálslyndum. 4. Spurning Samtök hernaðarandstæðinga hafa á síðustu misserum gagnrýnt tilburði til hermennsku sem birst hafa m.a. í störfum lögreglu, landhelgisgæslu og Íslensku friðargæslunnar? Hver er afstaða framboðsins til þessara mála? Svar Framsóknarflokksins (Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknar, svaraði fyrir hönd flokksins): Framsóknarflokkurinn styður uppbyggingu lögreglu og landhelgisgæslu í borgaralegum störfum sínum í þágu öryggis. Þannig hefur Framsóknarflokkurinn beitt sér fyrir því að skipa- og flugfloti Landhelgisgæslu Íslands sé styrktur og lögreglumönnum á götum úti fjölgað. Í því felast ekki hernaðarlegir tilburðir. Framsóknarflokkurinn hefur ennfremur verið í fararbroddi fyrir breyttum áherslum Íslensku friðargæslunnar sem tekur einungis að sér borgaraleg verkefni þar sem sérþekking og reynsla Íslendinga kemur að sem bestum notum, jafnt fyrir konur og karla. Svar Íslandshreyfingarinnar: Íslandshreyfingin- lifandi land er hlynnt því að lögregla, landhelgisgæsla og friðargæsla á Íslandi sýni skýrt í störfum sínum að þar fari ekki herlið heldur borgaralegir starfsmenn. Allir hermennskutilburðir í störfum þessara þjóna almennings og friðar eru óþarfir og til þess fallnir að draga úr trúverðugleika Íslands sem herlauss lands og talsmanns friðar og réttlætis á alþjóðavettvangi. Svar Samfylkingarinnar: Við álítum að herleysi og vopnlaus lögregla séu mikilvæg sérstaða Íslands, og á Alþingi höfum við lagt fram og stutt tillögum um að alþjóðlegt hjálparstarf Íslendinga beinist eingöngu að borgaralegu hjálparstarfi þar sem við höfum reynslu og sterkar hefðir. Svar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: Það er mat Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að þarna sé um að ræða mikla afturför og um margt grein af sama meiði og rætt var um í svarinu hér næst á undan. Þáttur einnar stofnunar, sem nefnd hefur verið Íslenska friðargæslan, verðskuldar sérstaka umfjöllun enda hefur hún það í för með sér að íslenskir ríkisborgarar hljóta herþjálfun á erlendri grundu og sinna verkefnum sem eiga í reynd ekkert skylt við friðargæslu, samanber þátttöku Íslands í starfsemi NATO í Afganistan. Þar hefur NATO tekið við af Bandaríkjaher, eins og áður sagði, og stendur í stríði við stuðningsmenn fyrrverandi valdhafa í landinu. Sama lið getur eðli málsins samkvæmt ekki staðið í bardögum og sinnt friðargæslu. Allt tal um friðargæslu á vegum NATO í Afganistan er því í besta falli markleysa en í versta falli viðleitni til að breiða yfir þátttöku íslenskra stjórnvalda í starfsemi hernámsliðsins þar í landi.

Færslur

SHA_forsida_top

1949 - Austurvöllur - 2019

1949 - Austurvöllur - 2019

Sjötíu ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið í skjóli …

SHA_forsida_top

Ályktun um Gólanhæðir

Ályktun um Gólanhæðir

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga 2019 fordæmir þau áform Bandaríkjastjórnar að viðurkenna innlimun Gólanhæða í Ísrael. Allt …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður SHA í friðarhúsi verður föstudagskvöldið 29. mars. Mikið stendur til enda daginn eftir 70 …

SHA_forsida_top

Góður gestur á landsfundi SHA

Góður gestur á landsfundi SHA

Dr. Edward Horgan er gestur landsfundar SHA á laugardag. Hann er lykilmaður í PANA, írsku …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Laugardaginn 23. mars verður landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn í Friðarhúsi og hefst kl. 11. Á …

SHA_forsida_top

Hvatningarbréf til þingmanna

Hvatningarbréf til þingmanna

Kæri þingmaður Til hamingju með það verkefni sem þér hefur verið falið að sitja á …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúar er stuttur mánuður og málsverðurinn lendir að þessu sinni á föstudagkvöldinu 22. feb. Kokkarnir …

SHA_forsida_top

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins umræðufundar um Venesúela þriðjudagskvöldið 19. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga varar eindregið við öllum áformum hernaðaríhlutun í Venesúela og fordæmir ákvörðun ríkja …

SHA_forsida_top

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir einhliða uppsögn Bandaríkjastjórnar á INF-samkomulaginu um takmörkun kjarnorkuvopna sem hefur stuðlað …

SHA_forsida_top

Miðnefnd

Miðnefnd

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Loksins, eftir alltof langa bið, er Friðarvefur Samtaka hernaðarandstæðinga kominn í loftið á ný. Síðan …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA 2018-19

Miðnefnd SHA 2018-19

Á landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga þann 26. mars síðastliðinn var ný miðnefnd kjörin, líkt og lög …

SHA_forsida_top

Hvalamorðingjar háloftanna?

Hvalamorðingjar háloftanna?

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum þeim sem fylgdust með fréttum að …

SHA_forsida_top

Fréttayfirlit

Fréttayfirlit