BREYTA

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? IV. hluti, hermennskutilburðir og friðargæsla

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru inntir eftir afstöðu sinni til öryggis- og friðarmála. Ekki bárust svör frá Sjálfstæðisflokki og Frjálslyndum. 4. Spurning Samtök hernaðarandstæðinga hafa á síðustu misserum gagnrýnt tilburði til hermennsku sem birst hafa m.a. í störfum lögreglu, landhelgisgæslu og Íslensku friðargæslunnar? Hver er afstaða framboðsins til þessara mála? Svar Framsóknarflokksins (Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknar, svaraði fyrir hönd flokksins): Framsóknarflokkurinn styður uppbyggingu lögreglu og landhelgisgæslu í borgaralegum störfum sínum í þágu öryggis. Þannig hefur Framsóknarflokkurinn beitt sér fyrir því að skipa- og flugfloti Landhelgisgæslu Íslands sé styrktur og lögreglumönnum á götum úti fjölgað. Í því felast ekki hernaðarlegir tilburðir. Framsóknarflokkurinn hefur ennfremur verið í fararbroddi fyrir breyttum áherslum Íslensku friðargæslunnar sem tekur einungis að sér borgaraleg verkefni þar sem sérþekking og reynsla Íslendinga kemur að sem bestum notum, jafnt fyrir konur og karla. Svar Íslandshreyfingarinnar: Íslandshreyfingin- lifandi land er hlynnt því að lögregla, landhelgisgæsla og friðargæsla á Íslandi sýni skýrt í störfum sínum að þar fari ekki herlið heldur borgaralegir starfsmenn. Allir hermennskutilburðir í störfum þessara þjóna almennings og friðar eru óþarfir og til þess fallnir að draga úr trúverðugleika Íslands sem herlauss lands og talsmanns friðar og réttlætis á alþjóðavettvangi. Svar Samfylkingarinnar: Við álítum að herleysi og vopnlaus lögregla séu mikilvæg sérstaða Íslands, og á Alþingi höfum við lagt fram og stutt tillögum um að alþjóðlegt hjálparstarf Íslendinga beinist eingöngu að borgaralegu hjálparstarfi þar sem við höfum reynslu og sterkar hefðir. Svar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: Það er mat Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að þarna sé um að ræða mikla afturför og um margt grein af sama meiði og rætt var um í svarinu hér næst á undan. Þáttur einnar stofnunar, sem nefnd hefur verið Íslenska friðargæslan, verðskuldar sérstaka umfjöllun enda hefur hún það í för með sér að íslenskir ríkisborgarar hljóta herþjálfun á erlendri grundu og sinna verkefnum sem eiga í reynd ekkert skylt við friðargæslu, samanber þátttöku Íslands í starfsemi NATO í Afganistan. Þar hefur NATO tekið við af Bandaríkjaher, eins og áður sagði, og stendur í stríði við stuðningsmenn fyrrverandi valdhafa í landinu. Sama lið getur eðli málsins samkvæmt ekki staðið í bardögum og sinnt friðargæslu. Allt tal um friðargæslu á vegum NATO í Afganistan er því í besta falli markleysa en í versta falli viðleitni til að breiða yfir þátttöku íslenskra stjórnvalda í starfsemi hernámsliðsins þar í landi.

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr NATÓ strax!

Ísland úr NATÓ strax!

eftir Rúnar Sveinbjörnsson Samkvæmt mínum upplýsingum eru 13 Íslendingar nú að störfum hjá Nató í …

SHA_forsida_top

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Eftir Jan Öberg framkvæmdastjóra Transnational Foundation for Peace and Future Reasearch, Lundi 31. júlí …

SHA_forsida_top

Eftirlit NATO – nei takk!

Eftirlit NATO – nei takk!

Frá því Ísland gerðist aðili að NATO 30. mars 1949 hefur nokkur breyting orðið á …

SHA_forsida_top

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Samkvæmt fréttum Stöðvar tvö nú undir kvöldið hefur verið hætt við að fara fram á …

SHA_forsida_top

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Það er ekki oft sem Friðarvefurinn eða Samtök hernaðarandstæðinga sjá ástæðu til að taka undir …

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum NATO-ríkjanna Noregs, Danmerkur, Bandaríkjanna, Lettlands og Íslands sem ætlunin er …

SHA_forsida_top

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Frá Saving Iceland, 24. 7. 2007 TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU Málmur frá Rio Tinto-ALCAN …

SHA_forsida_top

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Fréttatilkynning 22. júlí, 2007 SAVING ICELAND: REYKJAVÍKURBORG, HÆTTIÐ AÐ STYÐJA VOPNAIÐNAÐINN OG STÓRIÐJU. BORÐI Á …

SHA_forsida_top

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Í Morgunblaðinu í dag, 19. júlí, er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem …

SHA_forsida_top

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson er látinn. Við minnumst Baldvins sem eins merkasta leikara og leikstjóra hér á …

SHA_forsida_top

Ótrúleg bráðabirgðalög

Ótrúleg bráðabirgðalög

Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 14. júlí. Eina skynsamlega skýringin sem ég hef heyrt …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga hittist og undirbýr kertafleytingu á Tjörninni.

SHA_forsida_top

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag eru nú 13 hermenn í Afganistan á vegum Íslands. …