BREYTA

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? IV. hluti, hermennskutilburðir og friðargæsla

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru inntir eftir afstöðu sinni til öryggis- og friðarmála. Ekki bárust svör frá Sjálfstæðisflokki og Frjálslyndum. 4. Spurning Samtök hernaðarandstæðinga hafa á síðustu misserum gagnrýnt tilburði til hermennsku sem birst hafa m.a. í störfum lögreglu, landhelgisgæslu og Íslensku friðargæslunnar? Hver er afstaða framboðsins til þessara mála? Svar Framsóknarflokksins (Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknar, svaraði fyrir hönd flokksins): Framsóknarflokkurinn styður uppbyggingu lögreglu og landhelgisgæslu í borgaralegum störfum sínum í þágu öryggis. Þannig hefur Framsóknarflokkurinn beitt sér fyrir því að skipa- og flugfloti Landhelgisgæslu Íslands sé styrktur og lögreglumönnum á götum úti fjölgað. Í því felast ekki hernaðarlegir tilburðir. Framsóknarflokkurinn hefur ennfremur verið í fararbroddi fyrir breyttum áherslum Íslensku friðargæslunnar sem tekur einungis að sér borgaraleg verkefni þar sem sérþekking og reynsla Íslendinga kemur að sem bestum notum, jafnt fyrir konur og karla. Svar Íslandshreyfingarinnar: Íslandshreyfingin- lifandi land er hlynnt því að lögregla, landhelgisgæsla og friðargæsla á Íslandi sýni skýrt í störfum sínum að þar fari ekki herlið heldur borgaralegir starfsmenn. Allir hermennskutilburðir í störfum þessara þjóna almennings og friðar eru óþarfir og til þess fallnir að draga úr trúverðugleika Íslands sem herlauss lands og talsmanns friðar og réttlætis á alþjóðavettvangi. Svar Samfylkingarinnar: Við álítum að herleysi og vopnlaus lögregla séu mikilvæg sérstaða Íslands, og á Alþingi höfum við lagt fram og stutt tillögum um að alþjóðlegt hjálparstarf Íslendinga beinist eingöngu að borgaralegu hjálparstarfi þar sem við höfum reynslu og sterkar hefðir. Svar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: Það er mat Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að þarna sé um að ræða mikla afturför og um margt grein af sama meiði og rætt var um í svarinu hér næst á undan. Þáttur einnar stofnunar, sem nefnd hefur verið Íslenska friðargæslan, verðskuldar sérstaka umfjöllun enda hefur hún það í för með sér að íslenskir ríkisborgarar hljóta herþjálfun á erlendri grundu og sinna verkefnum sem eiga í reynd ekkert skylt við friðargæslu, samanber þátttöku Íslands í starfsemi NATO í Afganistan. Þar hefur NATO tekið við af Bandaríkjaher, eins og áður sagði, og stendur í stríði við stuðningsmenn fyrrverandi valdhafa í landinu. Sama lið getur eðli málsins samkvæmt ekki staðið í bardögum og sinnt friðargæslu. Allt tal um friðargæslu á vegum NATO í Afganistan er því í besta falli markleysa en í versta falli viðleitni til að breiða yfir þátttöku íslenskra stjórnvalda í starfsemi hernámsliðsins þar í landi.

Færslur

SHA_forsida_top

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma …

SHA_forsida_top

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum fyrirlestri Shyams Tekwamis um áhrif …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Um síðustu helgi stóð hópur námsmanna frá ýmsum bæjum og borgum í Englandi og Skotlandi …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari …

SHA_forsida_top

Menning og morðvopn

Menning og morðvopn

eftir Stefán Pálsson formann SHA Birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2007 Á sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn, 14. júní, lögðust þrjú herskip úr þeim flota NATO, sem kallast sem …

SHA_forsida_top

Uppbyggingin

Uppbyggingin

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2007 Nú á dögunum kom …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. …

SHA_forsida_top

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

Frá Félaginu Ísland-Palestína: Félagið Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningarkvöld fimmtudaginn 14. júní …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp …

SHA_forsida_top

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Dagskrá í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 9. júní kl 14.00 - helguð 40 ára hernámi …

SHA_forsida_top

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur og myndasýning á vegum Íslands-Palestínu á afmæli sex daga stríðsins.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2007. Rétt er að geta þess …