BREYTA

Illur gestur: ályktun frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minna á þau gömlu sannindi að sjaldan er ein báran stök. Íslenskt efnahagslíf hefur lent í mörgum stóráföllum á undanförnum mánuðum, jarðfræðingar fylgjast með kvikusöfnun í mörgum af helstu eldstöðvum landsins og nú síðast hefur verið tilkynnt að von sé á aðalritara Nató, Anders Fogh Rasmussen til landsins í vikunni. Allt eru þetta vondar sendingar. Í hverri viku berast fréttir af nýjum ódæðisverkum Nató-sveita í styrjöldinni í Afganistan - stríði sem stuðningsmenn innrásarinnar töldu að myndi ljúka með glæstum sigri á fáeinum vikum haustið 2001. Nú, tæpum átta árum síðar, virðist líklegra að hernaður Nató-ríkja muni halda áfram næstu áratugina í þessu stríðshrjáða landi. Réttlætingin fyrir stríðsrekstrinum verður stöðugt óljósari og meginmarkmiðið virðist vera að viðhalda völdum veikrar leppstjórnar sem styðst við alræmda stríðsglæpa- og ofstopamenn. Nató er bandalag nokkurra af ríkustu herveldum heims, sem jafnframt ráða yfir stærstum hluta vopnaiðnaðarins. Einn megintilgangur þess er tryggja fjárstreymi til vígvæðingar og að gæta þess að aðildarríkin dragi ekki saman hernaðarútgjöld, þótt skóinn kreppi annars staðar. Þess vegna er það engin tilviljun að aðildin að Nató sé nú dregin fram sem rök gegn því að leggja niður þá óþörfu peningahít sem Varnarmálastofnun er og hætta verkefnum hennar með öllu. Samtök hernaðarandstæðinga minna sömuleiðis á feril Rasmussens aðalritara sem forsætisráðherra Danmerkur, þar sem hann var í fararbroddi þeirra þjóðarleiðtoga sem studdu innrásarstríð Bandaríkjamanna og Breta í Írak og valdið hefur ólýsanlegum hörmungum. Menn með slíkan brotaferil eru ekki aufúsugestir á Íslandi og mun nær að slíkum náungum sé snúið við í Leifsstöð en þeim dönsku vélhjólaknöpum sem löggæslan hefur verið að elta ólar við síðustu misserin. Ekki er langt síðan utanríkisráðherra Íslands frábað sér heimsókn ísraelsks ráðherra, vegna stuðnings hins síðarnefnda við loftárásir á byggðir Palestínumanna. Vandséð er hvað réttlætir nú fundi íslenskra ráðamanna með aðalritaranum vígfúsa.

Færslur

SHA_forsida_top

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kjarnorkusprengju var varpað á japönsku borgina Nagasakí þann 9. ágúst árið 1945. Þremur dögum fyrr …

SHA_forsida_top

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Kæru félagar Ég er að safna sendiráðum. Hef enga tölu á þeim fjölda skipta sem …

SHA_forsida_top

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Færeyskir hernaðarandstæðingar efna til mótmæla í Þórshöfn vegna áforma um að reisa á ný …

SHA_forsida_top

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktun um vígbúnað á norðurslóðum Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn 29. maí 2021, varar við …

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Miðvikudaginn 9. júní kl. 20:00 verður Valur Gunnarsson sagnfræðingur með fræðslufund í …

SHA_forsida_top

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Á landsfundi SHA mætti góður gestur, í gegnum fjarfundarbúnað þó. Það var Högni Höydal leiðtogi …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Stöðvum vígvæðingu norðurslóða Í kvöld, 19. maí, munu utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands setjast …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 29. maí

Landsfundur SHA 29. maí

Vegna samkomutakmarkanna neyddumst við til þess að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað

Landsfundi frestað

Vegna samkomutakmarkana neyðumst við til að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram á …

SHA_forsida_top

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur SHA verður í Friðarhúsi laugardaginn 27. mars n.k. Dagskrá er eftirfarandi: …

SHA_forsida_top

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Í tilefni af því að Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum hefur tekið gildi, …

SHA_forsida_top

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Eftirtalin félög skora á íslensk stjórnvöld að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur ákveðið að ekki sé kostur á því að halda Friðargönguna að þessu …

SHA_forsida_top

Dagfari 2020

Dagfari 2020

Dagfari er kominn út og má lesa hér fyrir neðan. Hann er að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Í ágústmánuði síðastliðnum tilkynnti Bandaríkjastjórn að hún hefði varið níu milljörðum Bandaríkjadala til þróunar á …