BREYTA

Illur gestur: ályktun frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minna á þau gömlu sannindi að sjaldan er ein báran stök. Íslenskt efnahagslíf hefur lent í mörgum stóráföllum á undanförnum mánuðum, jarðfræðingar fylgjast með kvikusöfnun í mörgum af helstu eldstöðvum landsins og nú síðast hefur verið tilkynnt að von sé á aðalritara Nató, Anders Fogh Rasmussen til landsins í vikunni. Allt eru þetta vondar sendingar. Í hverri viku berast fréttir af nýjum ódæðisverkum Nató-sveita í styrjöldinni í Afganistan - stríði sem stuðningsmenn innrásarinnar töldu að myndi ljúka með glæstum sigri á fáeinum vikum haustið 2001. Nú, tæpum átta árum síðar, virðist líklegra að hernaður Nató-ríkja muni halda áfram næstu áratugina í þessu stríðshrjáða landi. Réttlætingin fyrir stríðsrekstrinum verður stöðugt óljósari og meginmarkmiðið virðist vera að viðhalda völdum veikrar leppstjórnar sem styðst við alræmda stríðsglæpa- og ofstopamenn. Nató er bandalag nokkurra af ríkustu herveldum heims, sem jafnframt ráða yfir stærstum hluta vopnaiðnaðarins. Einn megintilgangur þess er tryggja fjárstreymi til vígvæðingar og að gæta þess að aðildarríkin dragi ekki saman hernaðarútgjöld, þótt skóinn kreppi annars staðar. Þess vegna er það engin tilviljun að aðildin að Nató sé nú dregin fram sem rök gegn því að leggja niður þá óþörfu peningahít sem Varnarmálastofnun er og hætta verkefnum hennar með öllu. Samtök hernaðarandstæðinga minna sömuleiðis á feril Rasmussens aðalritara sem forsætisráðherra Danmerkur, þar sem hann var í fararbroddi þeirra þjóðarleiðtoga sem studdu innrásarstríð Bandaríkjamanna og Breta í Írak og valdið hefur ólýsanlegum hörmungum. Menn með slíkan brotaferil eru ekki aufúsugestir á Íslandi og mun nær að slíkum náungum sé snúið við í Leifsstöð en þeim dönsku vélhjólaknöpum sem löggæslan hefur verið að elta ólar við síðustu misserin. Ekki er langt síðan utanríkisráðherra Íslands frábað sér heimsókn ísraelsks ráðherra, vegna stuðnings hins síðarnefnda við loftárásir á byggðir Palestínumanna. Vandséð er hvað réttlætir nú fundi íslenskra ráðamanna með aðalritaranum vígfúsa.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur verða að venju haldnar á Þorláksmessu á þremur stöðum á landinu. Athugið að tímasetningar …

SHA_forsida_top

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

Nærri 75 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjurnar voru notaðar í hernaði. Upp …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður

Fullveldisfögnuður

Nú er komið að árvissum fullveldisfögnuði og jólahlaðborði SHA. Hann varður haldinn föstudaginn 29. nóvember …

SHA_forsida_top

Gunnar Karlsson – kveðja frá SHA

Gunnar Karlsson – kveðja frá SHA

Gunnar Karlsson sagnfræðingur lést í Reykjavík á dögunum, rétt rúmlega áttræður að aldri. Hann var …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi fös. 25. okt. Kokkurinn er að þessu sinni fyrrum …

SHA_forsida_top

Septembermálsverður

Septembermálsverður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður SHA haustið 2019 verður haldinn föstudaginn 27. september í Friðarhúsi. Daníel E. Arnarsson …

SHA_forsida_top

Bandaríkin færa heiminn nær kjarnorkuvetri, og Ísland hjálpar til?

Bandaríkin færa heiminn nær kjarnorkuvetri, og Ísland hjálpar til?

Þann 20. október 2018 tilkynnti forseti Bandaríkjanna að Bandaríkin myndu hverfa frá samningi um banni …

SHA_forsida_top

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna er á leið til Íslands eins og rækilega hefur komið fram …

SHA_forsida_top

Um samtökin

Um samtökin

I am text block. Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Frá árinu 1985 hafa friðarsinnar fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á …

SHA_forsida_top

Um hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli

Um hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga gagnrýnirharðlega aukna ásælni Bandaríkjastjórnar í umsvif …

SHA_forsida_top

Maímálsverður í Friðarhúsi

Maímálsverður í Friðarhúsi

Síðasti málsverður Samtaka hernaðarandstæðinga á þessu vormisseri verður haldinn í Friðarhúsi á föstudag, 31. maí. …

SHA_forsida_top

Ísland og stofnun Ísraelsríkis - fræðslufundur í Friðarhúsi

Ísland og stofnun Ísraelsríkis - fræðslufundur í Friðarhúsi

Hjálmtýr Heiðdal er höfundur nýútkominnar bókar, Íslandsstræti í Jerúsalem. Hann heldur fyrirlestur fyrir SHA um …

SHA_forsida_top

Hundraðasti málsverðurinn!

Hundraðasti málsverðurinn!

Það verða að vanda kræsingar á borðum í fjáröflunarmálsverði SHA í Friðarhúsi föstudagkvöldið 26. apríl …

SHA_forsida_top

Ísland úr NATO

Ísland úr NATO

Ályktun frá landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga, 23. mars sl. Sjötíu ár eru liðin frá því að …