BREYTA

Kveðja frá Hiroshima

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur kveðju frá starfsbræðrum sínum í Hiroshima og Nagasaki til íslenskra friðarsinna. Hér er kveðjan frá borgarstjóra Hiroshima: Það er mikill heiður að fá að senda hamingjuóskir vegna kertafleytingarinnar við Tjörnina í Reykjavík. 6. ágúst, 1945, breytti kjarnorkusprengja Hiroshima í ösku og þurrkaði út tugþúsundir dýrmætra lífa. Sársaukinn sem íbúar Hiroshimo urðu fyrir er einfaldlega ólýsanlegur – ástkær heimabær þeirra var þurrkaður út, fjölskylda og vinir týnd að eilífu. Mörg fórnarlambanna (hibakushu) eru að eldast og mörg þeirra þjást enn af völdum geislavirkni. Ég er staðráðinn í því að koma lífsreynslu þeirra og þrá eftir friði til kynslóða framtíðarinnar. Von mín er sú að þessi sterka þrá breiðist út um allan heim. Ég er sannfærður um að skilaboð hibakushu muni á endanum leiða til þess að heitasta ósk þeirra rætist, sem er eyðing allra kjarnorkuvopna. Til að ná þessu takmarki hefur Hiroshima borg, ásamt rúmlega 4.800 borgum sem eru aðilar að samtökunum Borgarstjórar fylgjandi friði (Mayors for Peace), ýtt af stað 2020 Vision herferðinni sem berst fyrir eyðingu allra kjarnorkuvopna fyrir 2020. Eftir sprenginguna var talið að ekkert myndi þrífast í Hiroshima í 75 ár. Árið 2020 verða liðin 75 ár frá því sprengjan féll. Ég kanna nú möguleikana á því að bjóða heim ráðstefnu um kjarnorkuvá árið 2015 þar sem farið verður yfir þá ógn sem stafar af kjarnavopnum. Á þessari ráðstefnu myndu þjóðarleiðtogar og sendiherrar frá öllum þjóðríkjum heims, þar á meðal frá þeim ríkjum sem ráða yfir kjarnorkuvopnum, koma saman í Hiroshima. Ég vil að þjóðarleiðtogar og milljónir manna frá öllum heiminum komi til Hiroshima og skynji sorglega minningu um atómsprenginguna sem þar er enn ljóslifandi. Ég vil að allir skilji þá hræðilegu afleiðingu sem beiting kjarnavopna hefur á fólk og um leið vil ég uppfylla óskir fórnarlamba sprengjunnar. Ég vil biðja ykkur um að gera ósk Hiroshima að ykkar eigin. Vinsamlega styðjið Borgarstjóra fylgjandi friði og 2020 Vision herferðina og vinnið með okkur að varanlegum heimsfriði fyrir allt mannkynið. Að lokum óska ég þess að kertafleytingin við Tjörnina í Reykjavík takist vel. Matsui Kazumi Borgarstjóri í Hiroshima & forseti Mayors for Peace

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús - Njálsgötu 87

Friðarhús - Njálsgötu 87

23. apríl 2009 Þann 19. ágúst 2005 varð langþráður draumur að veruleika þegar Friðarhús …

SHA_forsida_top

Fundað um fjármál

Fundað um fjármál

Hið nýja húsnæði SHA, Friðarhúsið á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, er óðum að taka á …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Stefnuskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga var samþykkt á landsráðstefnu síðla árs 1995. Stefnt er að því að …

SHA_forsida_top

Stefnuskrá SHA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði …

SHA_forsida_top

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA …

SHA_forsida_top

Ályktun frá félagsfundi SHA

Ályktun frá félagsfundi SHA

Almennur félagsfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldinn fimmtudaginn 20. október, hvetur til þess að slitið verði á …

SHA_forsida_top

Friðarhorfur í Búrúndí

Friðarhorfur í Búrúndí

Það virðist vera hægt að lesa um endalaust af hörmungum í fjölmiðlum heimsins. Þjóðarmorð hér …

SHA_forsida_top

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Um helgina efndu andstæðingar Íraksstríðsins í Bandaríkjunum til mótmælaaðgerða í Washington. Aðgerðirnar voru geysifjölmennar. Að …

SHA_forsida_top

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

Kjarnorkuvopn á Kóreuskaganum hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið í tengslum við torræðar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi undirbúningur að miklum mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu helgina 24.-25. …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni

Blómin í ánni

Ávarp flutt í tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 9.ágúst 2005 á fundi friðarhreyfinga til minningar um …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ágætu friðarsinnar. Við erum samankomin hér við Tjörnina á þessu ágústkvöldi til að minnast fórnarlamba …

SHA_forsida_top

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 9. ágúst minnast íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár eru liðin frá því að …