BREYTA

Kveðja frá Hiroshima

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur kveðju frá starfsbræðrum sínum í Hiroshima og Nagasaki til íslenskra friðarsinna. Hér er kveðjan frá borgarstjóra Hiroshima: Það er mikill heiður að fá að senda hamingjuóskir vegna kertafleytingarinnar við Tjörnina í Reykjavík. 6. ágúst, 1945, breytti kjarnorkusprengja Hiroshima í ösku og þurrkaði út tugþúsundir dýrmætra lífa. Sársaukinn sem íbúar Hiroshimo urðu fyrir er einfaldlega ólýsanlegur – ástkær heimabær þeirra var þurrkaður út, fjölskylda og vinir týnd að eilífu. Mörg fórnarlambanna (hibakushu) eru að eldast og mörg þeirra þjást enn af völdum geislavirkni. Ég er staðráðinn í því að koma lífsreynslu þeirra og þrá eftir friði til kynslóða framtíðarinnar. Von mín er sú að þessi sterka þrá breiðist út um allan heim. Ég er sannfærður um að skilaboð hibakushu muni á endanum leiða til þess að heitasta ósk þeirra rætist, sem er eyðing allra kjarnorkuvopna. Til að ná þessu takmarki hefur Hiroshima borg, ásamt rúmlega 4.800 borgum sem eru aðilar að samtökunum Borgarstjórar fylgjandi friði (Mayors for Peace), ýtt af stað 2020 Vision herferðinni sem berst fyrir eyðingu allra kjarnorkuvopna fyrir 2020. Eftir sprenginguna var talið að ekkert myndi þrífast í Hiroshima í 75 ár. Árið 2020 verða liðin 75 ár frá því sprengjan féll. Ég kanna nú möguleikana á því að bjóða heim ráðstefnu um kjarnorkuvá árið 2015 þar sem farið verður yfir þá ógn sem stafar af kjarnavopnum. Á þessari ráðstefnu myndu þjóðarleiðtogar og sendiherrar frá öllum þjóðríkjum heims, þar á meðal frá þeim ríkjum sem ráða yfir kjarnorkuvopnum, koma saman í Hiroshima. Ég vil að þjóðarleiðtogar og milljónir manna frá öllum heiminum komi til Hiroshima og skynji sorglega minningu um atómsprenginguna sem þar er enn ljóslifandi. Ég vil að allir skilji þá hræðilegu afleiðingu sem beiting kjarnavopna hefur á fólk og um leið vil ég uppfylla óskir fórnarlamba sprengjunnar. Ég vil biðja ykkur um að gera ósk Hiroshima að ykkar eigin. Vinsamlega styðjið Borgarstjóra fylgjandi friði og 2020 Vision herferðina og vinnið með okkur að varanlegum heimsfriði fyrir allt mannkynið. Að lokum óska ég þess að kertafleytingin við Tjörnina í Reykjavík takist vel. Matsui Kazumi Borgarstjóri í Hiroshima & forseti Mayors for Peace

Færslur

SHA_forsida_top

Að finna Mefistófeles

Að finna Mefistófeles

Ármann Jakobsson fjallar um kvikmyndina Lord of War Í raun segja fyrstu mínúturnar alla sögu. …

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

17. nóvember sl. gerðu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Rúmeníu með sér samkomulag um að settar yrðu …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin milli kl. 11 og 15. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Það er gleðiefni fyrir friðarsinna að nú skuli loksins vera fáanleg á ný skáldsagan Blómin …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sinnar árlegu bókmenntakynningar í nýju húsnæði MÍR, á …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Þorláksmessuganga undirbúin

Þorláksmessuganga undirbúin

Samstarfshópur friðarhreyfinga mun að venju standa fyrir friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Aðgerð þessi er …

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Spurningakeppni SHA, Friðarpípan, verður haldin í annað sinn í Friðarhúsi laugardaginn 17. desember og hefst …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga heldur undirbúningsfund vegna friðargöngu á Þorláksmessu 2005 í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 20 …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Það er markmið margra í lífinu að skrá hitt og þetta á spjöld sögunnar. Á …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Herstöðvaandstæðingar taka til í skiltageymslunni, mála ný kröfuspjöld en endurnýja önnur. Hefst kl. 20 og …

SHA_forsida_top

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Það er fátítt að íslensk félagasamtök geti talið starfstíma sinn í áratugum, einkum þegar um …

SHA_forsida_top

Spurningakeppni friðarsinnans

Spurningakeppni friðarsinnans

SHA kynnir til sögunnar nýjung í félagsstarfi sínu. Spurningakeppni á laugardagseftirmiðdegi, þar sem gestir og …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Í hverjum mánuði er efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi til að standa undir rekstri og …