BREYTA

Kveðjuför til Suðurnesja sunnudag kl. 12

Herstöðvaandstæðingar munu á morgun, sunnudaginn 1. október, halda til Suðurnesja í kveðjuför. Lagt verður af stað frá Friðarhúsinu, Njálsgötu 87, kl. 12. Farið verður á slóðir herstöðvarinnar og komið aftur í bæinn á sjötta tímanum. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst, t.d. með því að senda póst á netfangið sha@fridur.is. Það eru fleiri en Samtök herstöðvaandstæðinga sem fagna brottför hersins, enda er trúlegt að flestir Íslendingar séu því fegnir að þessari hersetu er loksins lokið. Þjóðarhreyfingin – með lýðræði heldur fund á NASA við Austurvöll kl. 14 á sunnudag. Aðalræðumaður þar verður Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra. Þá herstöðvaandstæðinga sem eru minnugri en gullfiskar rámar í það að Jón Baldvin hafi verið utanríkisráðherra árið 1994 þegar fyrri bókunin við herstöðvasamninginn var gerð vegna viðleitni Bandaríkjamanna til að draga úr umsvifum hersins og herstöðvarinnar. Viðbrögð utanríkisráðuneytisins við þeirri viðleitni voru að halda í herinn og starfrækslu herstöðvarinnar. Það er virkilega fagnaðarefni að þáverandi utanríkisráðherra skuli nú sjá tilefni til að fagna brottför hersins. Rétt er, þótt nú sé ærið tilefni til að fagna, að gleyma sér ekki í fögnuðinum. Það hefur allt verið krafa Samtaka herstöðvaandstæðinga að herstöðvasamningnum, eða varnarsamningnum eins og hann heitir opinberlega, verði sagt upp og Ísland gangi úr NATO. En nú er ætlunin að flækja Ísland og íslenskar stofnanir, eins og lögreglu og landhelgisgæsluna, í allskyns samstarf við bandarískar stofnanir, bæði borgaralegar og hernaðarlegar, bandaríski herinn fær árlega aðstöðu hér til heræfinga, sérstakt svæði verður skilgreint á Keflavíkurflugvelli til þessara æfinga og annarra hernaðarþarfa og bandaríski herinn mun áfram „halda fjarskiptastöðinni við Grindavík sem varnarsvæði“. Þessu er sem sagt alls ekki lokið. Jafnframt hefur NATO að undanförnu verið að þróast úr staðbundnu bandalagi í herskátt hernaðarbandalag sem lætur til sín taka langt út fyrir sitt svæði og er t.d. núna í blóðugri styrjöld í Afganistan. Aldrei hefur verið jafnmikil ástæða til að segja skilið við NATO og einmitt nú. Ísland úr NATO – segjum herstöðvasamningnum upp! Ritstjóri

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Bresku friðarsamtökin Campaign for Nuclear Disarmament (CND) sendu frá sér yfirlýsingu 10. apríl síðastliðinn …

SHA_forsida_top

Friðargæsla

Friðargæsla

Hugtakið „pacification“ (sjá skilgreiningu að neðan) var einu sinni notað af Bandaríkjamönnum til að snyrta …

SHA_forsida_top

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpinu, útvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, var lokað 1. júní síðastliðinn eftir 55 ára starfsemi. …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Í grein í New York Times 22. maí var sagt frá því að Bandaríkjastjórn áætli …

SHA_forsida_top

Haditha: My Lai Íraks?

Haditha: My Lai Íraks?

Fréttir af fjöldamorðum bandarískra hermanna í bænum Haditha í Írak 19. nóvember í fyrra hafa …

SHA_forsida_top

Fundað í friðarhúsi

Fundað í friðarhúsi

Miðnefnd SHA og stjórn Friðarhúss funda sameiginlega til að ræða starfsemina næsta haust og rekstur …

SHA_forsida_top

G8 2007, kynningarfundur

G8 2007, kynningarfundur

Kynningarfundur og samkoma í tengslum við fyrirhugaðar aðgerðir gegn G8 fundi í Þýskalandi á næsta …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK heldur félagsfund í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

G-8 og hreyfing hreyfinganna

G-8 og hreyfing hreyfinganna

Kynningarfundur, 30. maí kl. 20:00 Friðarhús er vettvangur funda ýmissa frjálsra félagasamtaka sem …

SHA_forsida_top

Málsverður á föstudag

Málsverður á föstudag

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss eru sívinsælir. Föstudagskvöldið 26. maí (kvöldið fyrir kjördag) verður blásið til veislu. Guðrún …

SHA_forsida_top

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Upplýsingar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símahleranir á tímum kalda stríðsins hafa vakið verðskuldaða athygli. …

SHA_forsida_top

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Í febrúar 2005 kom út á vegum Natural Resources Defense Council (NRDC) ritið U.S. Nuclear …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Matur fyrir …

SHA_forsida_top

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Fjórða Evrópska samfélagsþinginu (European Social Forum) lauk í Aþenu 7. maí. Í …

SHA_forsida_top

Heitt friðarhaust 2006

Heitt friðarhaust 2006

Mikill hugur er nú í evrópskum friðarsinnum og öðrum baráttumönnum fyrir öðruvísi og betri veröld …