BREYTA

Kveðjuför til Suðurnesja sunnudag kl. 12

Herstöðvaandstæðingar munu á morgun, sunnudaginn 1. október, halda til Suðurnesja í kveðjuför. Lagt verður af stað frá Friðarhúsinu, Njálsgötu 87, kl. 12. Farið verður á slóðir herstöðvarinnar og komið aftur í bæinn á sjötta tímanum. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst, t.d. með því að senda póst á netfangið sha@fridur.is. Það eru fleiri en Samtök herstöðvaandstæðinga sem fagna brottför hersins, enda er trúlegt að flestir Íslendingar séu því fegnir að þessari hersetu er loksins lokið. Þjóðarhreyfingin – með lýðræði heldur fund á NASA við Austurvöll kl. 14 á sunnudag. Aðalræðumaður þar verður Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra. Þá herstöðvaandstæðinga sem eru minnugri en gullfiskar rámar í það að Jón Baldvin hafi verið utanríkisráðherra árið 1994 þegar fyrri bókunin við herstöðvasamninginn var gerð vegna viðleitni Bandaríkjamanna til að draga úr umsvifum hersins og herstöðvarinnar. Viðbrögð utanríkisráðuneytisins við þeirri viðleitni voru að halda í herinn og starfrækslu herstöðvarinnar. Það er virkilega fagnaðarefni að þáverandi utanríkisráðherra skuli nú sjá tilefni til að fagna brottför hersins. Rétt er, þótt nú sé ærið tilefni til að fagna, að gleyma sér ekki í fögnuðinum. Það hefur allt verið krafa Samtaka herstöðvaandstæðinga að herstöðvasamningnum, eða varnarsamningnum eins og hann heitir opinberlega, verði sagt upp og Ísland gangi úr NATO. En nú er ætlunin að flækja Ísland og íslenskar stofnanir, eins og lögreglu og landhelgisgæsluna, í allskyns samstarf við bandarískar stofnanir, bæði borgaralegar og hernaðarlegar, bandaríski herinn fær árlega aðstöðu hér til heræfinga, sérstakt svæði verður skilgreint á Keflavíkurflugvelli til þessara æfinga og annarra hernaðarþarfa og bandaríski herinn mun áfram „halda fjarskiptastöðinni við Grindavík sem varnarsvæði“. Þessu er sem sagt alls ekki lokið. Jafnframt hefur NATO að undanförnu verið að þróast úr staðbundnu bandalagi í herskátt hernaðarbandalag sem lætur til sín taka langt út fyrir sitt svæði og er t.d. núna í blóðugri styrjöld í Afganistan. Aldrei hefur verið jafnmikil ástæða til að segja skilið við NATO og einmitt nú. Ísland úr NATO – segjum herstöðvasamningnum upp! Ritstjóri

Færslur

SHA_forsida_top

Um orðið varnarlið

Um orðið varnarlið

Erindi Árna Björnssonar á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Það kom fólki …

SHA_forsida_top

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Erindi Jóhanns Geirdal á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Komið þið sæl og …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag

SHA_forsida_top

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Á velheppnaðri herkveðjuhátíð Vinstri grænna á Suðurnesjum sem haldin var á Ránni í Keflavík í …

SHA_forsida_top

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

eftir Jóhann Geirdal Eftirfarandi greinaflokkur eftir Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, birtist á vefritinu …

SHA_forsida_top

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Húsfyllir var á veitingahúsinu Ránni í Keflavík laugardaginn 22. apríl þegar herstöðvaandstæðingar á Suðurnesjum héldu …

SHA_forsida_top

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Vinstri græn á Suðurnesjum standa fyrir herkveðjuhátíð á Ránni í Keflavík nk. laugardag kl. 13-17. …

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Evrópskir herstöðvaandstæðingar á samfélagsþinginu í Aþenu Fjórða Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum - …

SHA_forsida_top

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípan, spurningakeppni SHA í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Friðarpípan í Friðarhúsi 15. apríl Páskarnir eru tími ferðalaga. Friðarsinnar sem hyggjast halda sig í …

SHA_forsida_top

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Í dag, 6. apríl, flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um utanríkismál á Alþingi. Ræðu ráðherrans og …

SHA_forsida_top

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna Ekki virðist það nú hafa vakið mikinn ugg hjá þjóðinni …

SHA_forsida_top

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Kristinn Schram og Kolbeinn Óttarsson Proppé fjalla um fréttaflutning af fundum andstæðinga Íraksstríðsins …

SHA_forsida_top

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Fimmtudaginn 30. mars var tekin fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um yfirtöku …